Innlent

Þórólfur Júlían tekur ekki sæti á lista Pírata

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Þórólfur reyndi að draga ákvörðunina til baka en kjördæmisráð féllst ekki á það.
Þórólfur reyndi að draga ákvörðunina til baka en kjördæmisráð féllst ekki á það. Vísir/Hanna
Þórólfur Júlían Dagsson hyggst ekki taka sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Þórólfur lenti í þriðja sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu en sóttist eftir 1. -2. sæti. Segir hann að niðurstöður prófkjörsins sé ástæða þess að hann ákvað að segja sig af listanum.

„Þetta ákvað ég strax eftir að úrslit voru ljós enda fannst mér það vega að trúverðugleika mínum að taka sæti neðar en ég hafði sóst eftir,“ segir Þórólfur í færslu á Facebook-síðu sinni.

Þórólfur Júlían Dagsson er formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík.
Reyndi að draga ákvörðunina til baka en ekki var fallist á það

Þá segir Þórólfur að hann hefði betur beðið með þessa ákvörðun því fjöldi fólks hafði samband við hann í gær og bað hann um að taka þriðja sætinu. „Ég hafði því samband við kjördæmisráð til að kanna hvort ég gæti dregið þessa ákvörðun til baka en ekki var fallist á það. Fyrri ákvörðun mín stendur því.“

Þórólfur segist engan veginn hafa sagt skilið við Pírata og að hann ætli í framhaldinu að einbeita sér að sveitastjórnarkosningunum og vinna að því að Píratar bjóði fram sterkan lista í Reykjanesbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×