Tímaþröng einkennir listana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2017 06:00 Mikil endurnýjun varð í síðustu kosningum. Nærri helmingur þingmanna náði þá kjöri í fyrsta sinn. vísir/anton Viðbúið er að kosningarnar síðar í mánuðinum muni snúast meira um fólk og minna fari fyrir málefnum. Óvíst er hve mikil endurnýjun verður á þingi. Framboðslistar fyrir kosningarnar hafa verið að taka á sig mynd á undanförnum dögum. Þeir fimm listar Sjálfstæðisflokksins sem liggja fyrir eru nánast óbreyttir frá kosningunum í fyrra og fjórir af sex oddvitum Flokks fólksins eru þeir sömu og síðast. Hjá Pírötum, þar sem efstu sæti allra lista hafa verið kunngjörð, er nokkuð um sætabreytingar á höfuðborgarsvæðinu og í Kraganum. Helgi Hrafn Jónsson kemur inn á ný en Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir hætta á þingi. Þá mun Gunnar Hrafn Jónsson færast niður um sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlistanum en Halldóra Mogensen upp um sæti á móti. Samfylkingin kynnti talsvert endurnýjaða lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö um helgina en flokkurinn náði ekki inn manni í kjördæmunum síðast. Formaðurinn Logi Már Einarsson fer fremstur í flokki í norðaustur. Aðrir listar liggja fyrir á allra næstu dögum. Hjá flestum flokkum sem eiga menn á þingi virðist stefna í, í flestum tilfellum, að sitjandi þingmenn haldi sínum sætum.Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands„Það er svo skammt frá síðustu kosningum að það er viðbúið að hvorki fólk né málefni muni taka miklum breytingum. Það var viðbúið,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir það þessu sinni hafa ákveðna kosti að ekki sé mikið um endurnýjun. „Frá 2009 hefur verið ótrúlega mikil endurnýjun við hverjar kosningar. Þó endurnýjun geti oft verið af hinu góða þá er ekki heppilegt að missa alla þessa gömlu út. Það getur tekið eitt til tvö ár að koma sér inn í svona sérhæft starf og því er eðlilegt og gott, að vissu marki, að þetta sé sama fólkið. Sér í lagi þegar það er svona stutt frá síðustu kosningum,“ segir Eva Heiða. „Í fyrra voru prófkjör sem tóku tíma. Í ljósi þess þarf ekki að koma á óvart þó það séu litlar breytingar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, og tekur undir orð Evu. „Það hefur í raun enginn tíma til annars en að stilla upp sama liði og í fyrra.“ Tímaskorturinn hefur einnig áhrif á málefnin að mati Grétars. Lítill tími gefst til þess að leggja í djúpa málefnavinnu heldur reyni flokkarnir frekar að skerpa á þeirri stefnu sem keyrt var á í fyrra. „Í stað kosninga um málefni verður nú kosið um fólk og trúverðugleika þar sem menn reyna að sýna fram á að menn séu traustsins verðir,“ segir Grétar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Innlent Fleiri fréttir Sendir fráfarandi bæjarstjóra pillu vegna knatthúsanna Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Sjá meira
Viðbúið er að kosningarnar síðar í mánuðinum muni snúast meira um fólk og minna fari fyrir málefnum. Óvíst er hve mikil endurnýjun verður á þingi. Framboðslistar fyrir kosningarnar hafa verið að taka á sig mynd á undanförnum dögum. Þeir fimm listar Sjálfstæðisflokksins sem liggja fyrir eru nánast óbreyttir frá kosningunum í fyrra og fjórir af sex oddvitum Flokks fólksins eru þeir sömu og síðast. Hjá Pírötum, þar sem efstu sæti allra lista hafa verið kunngjörð, er nokkuð um sætabreytingar á höfuðborgarsvæðinu og í Kraganum. Helgi Hrafn Jónsson kemur inn á ný en Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir hætta á þingi. Þá mun Gunnar Hrafn Jónsson færast niður um sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlistanum en Halldóra Mogensen upp um sæti á móti. Samfylkingin kynnti talsvert endurnýjaða lista fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö um helgina en flokkurinn náði ekki inn manni í kjördæmunum síðast. Formaðurinn Logi Már Einarsson fer fremstur í flokki í norðaustur. Aðrir listar liggja fyrir á allra næstu dögum. Hjá flestum flokkum sem eiga menn á þingi virðist stefna í, í flestum tilfellum, að sitjandi þingmenn haldi sínum sætum.Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands„Það er svo skammt frá síðustu kosningum að það er viðbúið að hvorki fólk né málefni muni taka miklum breytingum. Það var viðbúið,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir það þessu sinni hafa ákveðna kosti að ekki sé mikið um endurnýjun. „Frá 2009 hefur verið ótrúlega mikil endurnýjun við hverjar kosningar. Þó endurnýjun geti oft verið af hinu góða þá er ekki heppilegt að missa alla þessa gömlu út. Það getur tekið eitt til tvö ár að koma sér inn í svona sérhæft starf og því er eðlilegt og gott, að vissu marki, að þetta sé sama fólkið. Sér í lagi þegar það er svona stutt frá síðustu kosningum,“ segir Eva Heiða. „Í fyrra voru prófkjör sem tóku tíma. Í ljósi þess þarf ekki að koma á óvart þó það séu litlar breytingar,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, og tekur undir orð Evu. „Það hefur í raun enginn tíma til annars en að stilla upp sama liði og í fyrra.“ Tímaskorturinn hefur einnig áhrif á málefnin að mati Grétars. Lítill tími gefst til þess að leggja í djúpa málefnavinnu heldur reyni flokkarnir frekar að skerpa á þeirri stefnu sem keyrt var á í fyrra. „Í stað kosninga um málefni verður nú kosið um fólk og trúverðugleika þar sem menn reyna að sýna fram á að menn séu traustsins verðir,“ segir Grétar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Innlent Fleiri fréttir Sendir fráfarandi bæjarstjóra pillu vegna knatthúsanna Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Sjá meira