Innlent

Telja ekki vera neikvæð áhrif af Hvalárvirkjun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur
Hvalárvirkjun myndi ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ. Þetta er mat skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar.

Matið byggist á því að svæðið sem mun og kann að verða fyrir áhrifum af framkvæmdunum sé í um þrettán kílómetra fjarlægð frá sveitarfélagamörkunum.

„Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa í um áratug horft til Hvalárvirkjunar sem vendipunkt í raforkumálum í fjórðungnum. Með virkjuninni skapast forsenda fyrir hringtengingu raflína á Vestfjörðum með lagningu línu um Ísafjarðardjúp og orkuframleiðslu sem hefur möguleika á að anna allri eftirspurn á Vestfjörðum,“ segir í bókuninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×