Freyju var hafnað áður en mat hafði verið lagt á hæfni hennar Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2017 14:57 Freyja Haraldsdóttir. Vísir/Ernir Stefna Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu snýst um það að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri var tekin áður en hún hafði setið námskeið þar sem mat fer fram á hæfni til að vera fósturforeldri. Þetta segir lögmaður Freyju, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi.Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að Freyja hefði stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir.Sigrún Ingibjörg segir málið ekki snúast um hvort Freyja megi taka barn í fóstur, heldur hvernig henni var mismunað þegar ákvörðunin var tekin án þess að Freyja hafði farið í gegnum mat líkt og aðrir umsækjendur. Freyja hafði fengið jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Ef umsækjendur fá jákvæða umsögn frá bæjarráði í sínu sveitarfélagi þá eiga þeir að sitja námskeið sem nefnist Foster-Pride. Þar fer fram mat á því hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri. Ef þau skilyrði eru uppfyllt fer fram þjálfun í því að annast fósturbörn. „Málið gengur út á það að hennar umsókn er hafnað áður en matið fer fram á því hvort hún sé hæf og að hvaða leyti hún sé hæf. Þetta snýst um það hvort hún fái sömu málsmeðferð og allir aðrir þegar hún sækir um að gerast fósturforeldri, þar sem metið er hvort einhver sé hæfur til þess.“ Barnaverndarstofu er því stefnt til að hnekkja þeim úrskurði. Hún segir niðurstöðuna ekki rétta út frá stjórnsýslu lögum og að rannsóknarskylda sé á stjórnvöldum að kanna mál til hlítar. „Það getur varla talist fyrir hendi þegar viðkomandi hefur ekki farið í gegnum sömu málsmeðferð og aðrir.“ Tengdar fréttir Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Stefna Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu snýst um það að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri var tekin áður en hún hafði setið námskeið þar sem mat fer fram á hæfni til að vera fósturforeldri. Þetta segir lögmaður Freyju, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi.Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að Freyja hefði stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir.Sigrún Ingibjörg segir málið ekki snúast um hvort Freyja megi taka barn í fóstur, heldur hvernig henni var mismunað þegar ákvörðunin var tekin án þess að Freyja hafði farið í gegnum mat líkt og aðrir umsækjendur. Freyja hafði fengið jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Ef umsækjendur fá jákvæða umsögn frá bæjarráði í sínu sveitarfélagi þá eiga þeir að sitja námskeið sem nefnist Foster-Pride. Þar fer fram mat á því hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri. Ef þau skilyrði eru uppfyllt fer fram þjálfun í því að annast fósturbörn. „Málið gengur út á það að hennar umsókn er hafnað áður en matið fer fram á því hvort hún sé hæf og að hvaða leyti hún sé hæf. Þetta snýst um það hvort hún fái sömu málsmeðferð og allir aðrir þegar hún sækir um að gerast fósturforeldri, þar sem metið er hvort einhver sé hæfur til þess.“ Barnaverndarstofu er því stefnt til að hnekkja þeim úrskurði. Hún segir niðurstöðuna ekki rétta út frá stjórnsýslu lögum og að rannsóknarskylda sé á stjórnvöldum að kanna mál til hlítar. „Það getur varla talist fyrir hendi þegar viðkomandi hefur ekki farið í gegnum sömu málsmeðferð og aðrir.“
Tengdar fréttir Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Innlent Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Erlent Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Innlent Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00