Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Finnur Beck skrifar 19. október 2017 14:00 Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. Þeir eru hins vegar ekki óskeikulir og hafa enda ekki færst undan ábyrgð sinni og kröfum um að standa við fréttir sína þegar því er haldið fram að þeir hafi borist af leið. Dómstólar munu skera úr um lögmæti lögbannsins gagnvart Stundinni, bæði að efni og formi, en tilvist þess og mögulega heimil beiting þess gefur enga að síður tilefni til almennrar skoðunar á heimildum einstaklinga og fyrirtækja til að freista þessa að stöðva tiltekinn fréttaflutning með víðtækum hætti. Fjölmiðlar bera ábyrgð Ólíkt því sem margir kynnu að halda eru fjölmiðlar og eftir atvikum starfsmenn þeirra ábyrgir gagnvart þeim sem þeir kunna að brjóta gegn með umfjöllun sinni. Þannig standa blaðamenn á hverjum degi andspænis því að kunna að sæta málshöfðunum þar sem gerð er krafa um refsi- eða fébótaábyrgð vegna starfa þeirra. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eiga allt undir því að rækja hlutverk sitt innan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsisins. Lögbann er í eðli sínu réttarfarshagræði þar sem talið er að í tilteknum tilfellum verði að grípa óvenju hratt inn í og leggja bann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn. Sá sem krefst þess verður enda að leggja fram fjárhagslega tryggingu ef sá sem sætir lögbanni skyldi bíða fjárhagslegt tjón af völdum bannsins. Hann á þannig rétt til bóta ef skilyrði lögbanns voru ekki uppfyllt. Tjónið er í mörgum tilfellum auðvelt að reikna s.s. ef fyrirtæki eiga í ágreiningi um hvort tiltekna vöru megi setja á markað vegna ágreinings um vörumerki. En þegar um er að ræða rétt fjölmiðils til að flytja fréttir og rétt almennings til upplýsinganna sem þar koma fram getur tjónið verið ómetanlegt, og alls ekki metið til fjár. Lögbann, sem veitt er á þeim hraða sem lögbannsúrræðið felur í sér, er því alls ekki heppilegt úrræði þegar kemur að fjölmiðlum og starfsemi þeirra. Tilefni til endurskoðunar Lögbann á Stundina gefur því fullt tilefni til að skoða hvort unnt sé að breyta lögum á þann veg að dómstólar komi á fyrsta stigi að mati á því hvort skilyrði þess séu uppfyllt í stað þess að það sé í höndum embættis sýslumanns. Þannig mætti tryggja vandaðri meðferð máls og ekki síst að viðkomandi fjölmiðill kæmi að fullum vörnum við afgreiðslu málsins. Höfundur er lögfræðingur, fyrrum fréttamaður og frambjóðandi í 4. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kosningar 2017 Finnur Beck Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Sjá meira
Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. Þeir eru hins vegar ekki óskeikulir og hafa enda ekki færst undan ábyrgð sinni og kröfum um að standa við fréttir sína þegar því er haldið fram að þeir hafi borist af leið. Dómstólar munu skera úr um lögmæti lögbannsins gagnvart Stundinni, bæði að efni og formi, en tilvist þess og mögulega heimil beiting þess gefur enga að síður tilefni til almennrar skoðunar á heimildum einstaklinga og fyrirtækja til að freista þessa að stöðva tiltekinn fréttaflutning með víðtækum hætti. Fjölmiðlar bera ábyrgð Ólíkt því sem margir kynnu að halda eru fjölmiðlar og eftir atvikum starfsmenn þeirra ábyrgir gagnvart þeim sem þeir kunna að brjóta gegn með umfjöllun sinni. Þannig standa blaðamenn á hverjum degi andspænis því að kunna að sæta málshöfðunum þar sem gerð er krafa um refsi- eða fébótaábyrgð vegna starfa þeirra. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eiga allt undir því að rækja hlutverk sitt innan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsisins. Lögbann er í eðli sínu réttarfarshagræði þar sem talið er að í tilteknum tilfellum verði að grípa óvenju hratt inn í og leggja bann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn. Sá sem krefst þess verður enda að leggja fram fjárhagslega tryggingu ef sá sem sætir lögbanni skyldi bíða fjárhagslegt tjón af völdum bannsins. Hann á þannig rétt til bóta ef skilyrði lögbanns voru ekki uppfyllt. Tjónið er í mörgum tilfellum auðvelt að reikna s.s. ef fyrirtæki eiga í ágreiningi um hvort tiltekna vöru megi setja á markað vegna ágreinings um vörumerki. En þegar um er að ræða rétt fjölmiðils til að flytja fréttir og rétt almennings til upplýsinganna sem þar koma fram getur tjónið verið ómetanlegt, og alls ekki metið til fjár. Lögbann, sem veitt er á þeim hraða sem lögbannsúrræðið felur í sér, er því alls ekki heppilegt úrræði þegar kemur að fjölmiðlum og starfsemi þeirra. Tilefni til endurskoðunar Lögbann á Stundina gefur því fullt tilefni til að skoða hvort unnt sé að breyta lögum á þann veg að dómstólar komi á fyrsta stigi að mati á því hvort skilyrði þess séu uppfyllt í stað þess að það sé í höndum embættis sýslumanns. Þannig mætti tryggja vandaðri meðferð máls og ekki síst að viðkomandi fjölmiðill kæmi að fullum vörnum við afgreiðslu málsins. Höfundur er lögfræðingur, fyrrum fréttamaður og frambjóðandi í 4. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun