Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 09:15 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. Guðmundur Benediktsson spyr Heimi meðal annars út í það hvort það hafi komið til greina að gera einhverjar breytingar á fastmótuðu byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir EM. „Við sáum það á EM í Frakklandi að það var kominn þreyta í liðið enda spiluðum við nánast á sama liðinu alla leikina. Varstu byrjaður að skoða það eitthvað eftir EM að þú þyrftir að hressa liðið við í einhverjum stöðum?,“ spurði Guðmundur. „Já og nei. Ekki af því að við vorum eitthvað að setja út á leikmennina sjálfa því þeir stóðu sig alveg gríðarlega vel og eru að gera enn í dag. Hinsvegar vorum við orðnir frekar auðlesnir og það var kannski meira áhyggjuefni,“ sagði Heimir. „Ég talaði við reyndari menn og átti til dæmis góðan fund með Marcello Lippi þegar við fórum til Kína. Ég spurði hann um hvað hann gerði þegar hann varð heimsmeistari með Ítalíu. Hvernig hann byrjaði aftur nýtt móment,“ sagði Heimir en Marcello Lippi gerði Ítalíu að heimsmeisturum 2006. „Hann sagði: Ég sjokkeraði hópinn og henti fimm, sex leikmönnum út úr hópnum. Það væri mjög sniðugt. Ég sagði að við værum ekki Ítalía. Ég gæti ekki farið í Seríu A og tekið sjö til átta leikmenn upp þar,“ sagði Heimir brosandi. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum gefið leikmönnum tækifæri að spila í liðinu eftir EM er það að það má ekki vera þannig að menn gangi að landsliðssætinu sínu vísu,“ sagði Heimir og bætti við: „Svo hafa leikmenn sýnt það af þeim sem hafa komið inn í hópinn að þeir eru tilbúnir. Þeir hafa spilað mjög vel sama hvað hefur gengið á. Við höfum misst nánast hvern einasta leikmann út úr liðinu í þessari keppni sem er mjög óvanalega miðað við síðustu fjögur ár þar á undan þar sem við gátum nánast alltaf spilað á öllum mönnum,“ sagði Heimir. Það smá brot úr viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið verður síðan sýnt í heild sinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. Guðmundur Benediktsson spyr Heimi meðal annars út í það hvort það hafi komið til greina að gera einhverjar breytingar á fastmótuðu byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir EM. „Við sáum það á EM í Frakklandi að það var kominn þreyta í liðið enda spiluðum við nánast á sama liðinu alla leikina. Varstu byrjaður að skoða það eitthvað eftir EM að þú þyrftir að hressa liðið við í einhverjum stöðum?,“ spurði Guðmundur. „Já og nei. Ekki af því að við vorum eitthvað að setja út á leikmennina sjálfa því þeir stóðu sig alveg gríðarlega vel og eru að gera enn í dag. Hinsvegar vorum við orðnir frekar auðlesnir og það var kannski meira áhyggjuefni,“ sagði Heimir. „Ég talaði við reyndari menn og átti til dæmis góðan fund með Marcello Lippi þegar við fórum til Kína. Ég spurði hann um hvað hann gerði þegar hann varð heimsmeistari með Ítalíu. Hvernig hann byrjaði aftur nýtt móment,“ sagði Heimir en Marcello Lippi gerði Ítalíu að heimsmeisturum 2006. „Hann sagði: Ég sjokkeraði hópinn og henti fimm, sex leikmönnum út úr hópnum. Það væri mjög sniðugt. Ég sagði að við værum ekki Ítalía. Ég gæti ekki farið í Seríu A og tekið sjö til átta leikmenn upp þar,“ sagði Heimir brosandi. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum gefið leikmönnum tækifæri að spila í liðinu eftir EM er það að það má ekki vera þannig að menn gangi að landsliðssætinu sínu vísu,“ sagði Heimir og bætti við: „Svo hafa leikmenn sýnt það af þeim sem hafa komið inn í hópinn að þeir eru tilbúnir. Þeir hafa spilað mjög vel sama hvað hefur gengið á. Við höfum misst nánast hvern einasta leikmann út úr liðinu í þessari keppni sem er mjög óvanalega miðað við síðustu fjögur ár þar á undan þar sem við gátum nánast alltaf spilað á öllum mönnum,“ sagði Heimir. Það smá brot úr viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið verður síðan sýnt í heild sinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira