Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 23:45 Ummælin vöktu mikla reiði og hafa meðal annars starfsmenn bæði Barack Obama og George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakað Trump um lygar og að reyna að nýta sér syrgjandi fjölskyldur. Vísir/Getty Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. Ummælin vöktu mikla reiði og hafa meðal annars starfsmenn bæði Barack Obama og George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakað Trump um lygar og að reyna að nýta sér syrgjandi fjölskyldur. „Ég held ég hafi hringt í fjölskyldur allra sem hafa dáið,“ sagði Trump á blaðamannafundi í gær þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki tjáð sig um fall fjögurra hermanna í umsátri í Níger fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist eiga eftir að senda fjölskyldum þeirra bréf og hringja í þær. Þá varði hann töfina með því að segja aðra forseta ekki hafa gert hið sama. „Ef þið skoðið Obama og aðra forseta, þá hringdu flestir þeirra ekki. Margir þeirra hringdu ekki. Ég vil hringja þegar það er við hæfi, þegar ég get það.“ Politifact segir þessi ummæli Trump vera „misvísandi“ og að engar vísbendingar hafi fundist um að aðrir forsetar hefðu gert minna en Trump í þessum málum.Samkvæmt frétt Washington Post virtist hann hins vegar draga í land skömmu seinna og sagði að Obama hefði „líklega“ sent bréf, „stundum“.Í viðtali á útvarpsstöð í dag sagði Trump einnig að hershöfðinginn og núverandi starfsmannastjóri Trump, John Kelly, hefði ekki fengið símtal frá Obama þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010. Þar að auki kenndi hann CNN um ummæli sín, fyrir að hafa spurt hann út í ummælaleysið varðandi hermennina fjóra sem dóu í Níger. „Þetta voru, aftur, falskar fréttir CNN. Ég meina, þeir eru bara falsarar,“ sagði Trump samkvæmt frétt Politico.Minnst tvær fjölskyldur sem Trump hefur ekki haft samband viðBlaðamenn AP fréttaveitunnar hafa hins vegar fundið minnst tvær fjölskyldur hermanna sem hafa fallið í forsetatíð Trump sem hafa hvorki fengið símtal né bréf. Varðandi son John Kelly, þá hitti Obama Kelly og fjölskyldu hans á morgunverði sem haldinn var fyrir fjölskyldur fallinna hermanna.Ekkja Christopher Michael Harris sem dó í Afganistan í ágúst, segir að til hafi staðið að hún fengi símtal frá Hvíta húsinu. Hins vegar hafi ekki orðið af því og fékk hún ekki heldur bréf. Fjölskyldan hitti hins vegar Mike Pence, varaforseta, þegar þau tóku á móti líki Harris. Sömu sögu er að segja af fjölskyldu hermannsins Etienne J. Murphy sem dó í Sýrlandi í maí þegar brynvarinn bíll sem hann var í valt. Þau segjast hvorki hafa fengið bréf né símtal og telja það hafa verið vegna þess að hann hafi dáið af slysförum. Móðir Murphy segir að herinn hafi sagt að þau myndu fá bréf frá Hvíta húsinu fyrir um fimm mánuðum. Það hafi þó ekki borist. Þá sendi hún Trump bréf fyrir um sex vikum og sagði að fjölskyldan væri enn í sárum vegna dauða Murphy. Ekkert svar hefur borist.Engar reglur um samskipti Engar reglur eru til staðar um að forsetum beri að setja sig í samband við fjölskyldur fallinna hermanna, en það hafa þeir þó oft gert. Um 6.900 bandarískir hermenn hafa fallið í stríðum frá september 2011. Frá því að Trump tók við embætti hafa um 24 hermenn fallið. Talsmaður George Bush sagði AP að frá 2004 til 2007 hefðu um 800 hermenn fallið á ári. Bush hefði sent fjölskyldum allra þeirra bréf og hitt hundruð ef ekki þúsundir þeirra. Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fylgdi Barack Obama til herstöðvar í Bandaríkjunum árið 2009 til að taka á móti líkum 18 hermanna sem dóu í Afganistan og hitta fjölskyldur þeirra. Hann segir Trump að hætta að ljúga.Stop the damn lying - you're the President. I went to Dover AFB with 44 and saw him comfort the families of both the fallen military & DEA. pic.twitter.com/HhE4KbTBkJ— Eric Holder (@EricHolder) October 17, 2017 Fyrrverandi hershöfðinginn Martin Demspey tísti einnig um málið en hann var yfirhershöfðingi Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. Hann segir að Obama, Bush og eiginkonur þeirra hefðu unnið þreytulaust fyrir fjölskyldur fallinna hermanna. Þá virtist hann gefa í skyn að mál sem þessi ættu ekki að koma stjórnmálum við.POTUS 43 & 44 and first ladies cared deeply, worked tirelessly for the serving, the fallen, and their families. Not politics. Sacred Trust.— GEN(R) Marty Dempsey (@Martin_Dempsey) October 17, 2017 Ben Rhodes, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Obama, segir lygi Trump vera viðurstyggilega og vanvirðingu jafnvel miðað við þá staðla sem Trump hafi sett. Þá bendir hann á að Obama hafi aldrei veist að fjölskyldu dáins hermanns.This is an outrageous and disrespectful lie even by Trump standards. Also: Obama never attacked a Gold Star family. https://t.co/JgzTUIzWIa— Ben Rhodes (@brhodes) October 16, 2017 Þá tísti David Frum, fyrrverandi ræðuhöfundur Bush, mynd af honum heimsækja hermenn á sjúkrahús. Myndin fylgir grein fyrrverandi talsmanns forsetans sem fjallar um það þegar móðir hermanns sem var við það að deyja öskraði á Bush.The day George W. Bush meekly accepted the rage of a grieving mother in a military hospital by @DanaPerino https://t.co/8o2SUwiaKB— David Frum (@davidfrum) October 16, 2017 Donald Trump Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. Ummælin vöktu mikla reiði og hafa meðal annars starfsmenn bæði Barack Obama og George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sakað Trump um lygar og að reyna að nýta sér syrgjandi fjölskyldur. „Ég held ég hafi hringt í fjölskyldur allra sem hafa dáið,“ sagði Trump á blaðamannafundi í gær þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki tjáð sig um fall fjögurra hermanna í umsátri í Níger fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist eiga eftir að senda fjölskyldum þeirra bréf og hringja í þær. Þá varði hann töfina með því að segja aðra forseta ekki hafa gert hið sama. „Ef þið skoðið Obama og aðra forseta, þá hringdu flestir þeirra ekki. Margir þeirra hringdu ekki. Ég vil hringja þegar það er við hæfi, þegar ég get það.“ Politifact segir þessi ummæli Trump vera „misvísandi“ og að engar vísbendingar hafi fundist um að aðrir forsetar hefðu gert minna en Trump í þessum málum.Samkvæmt frétt Washington Post virtist hann hins vegar draga í land skömmu seinna og sagði að Obama hefði „líklega“ sent bréf, „stundum“.Í viðtali á útvarpsstöð í dag sagði Trump einnig að hershöfðinginn og núverandi starfsmannastjóri Trump, John Kelly, hefði ekki fengið símtal frá Obama þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010. Þar að auki kenndi hann CNN um ummæli sín, fyrir að hafa spurt hann út í ummælaleysið varðandi hermennina fjóra sem dóu í Níger. „Þetta voru, aftur, falskar fréttir CNN. Ég meina, þeir eru bara falsarar,“ sagði Trump samkvæmt frétt Politico.Minnst tvær fjölskyldur sem Trump hefur ekki haft samband viðBlaðamenn AP fréttaveitunnar hafa hins vegar fundið minnst tvær fjölskyldur hermanna sem hafa fallið í forsetatíð Trump sem hafa hvorki fengið símtal né bréf. Varðandi son John Kelly, þá hitti Obama Kelly og fjölskyldu hans á morgunverði sem haldinn var fyrir fjölskyldur fallinna hermanna.Ekkja Christopher Michael Harris sem dó í Afganistan í ágúst, segir að til hafi staðið að hún fengi símtal frá Hvíta húsinu. Hins vegar hafi ekki orðið af því og fékk hún ekki heldur bréf. Fjölskyldan hitti hins vegar Mike Pence, varaforseta, þegar þau tóku á móti líki Harris. Sömu sögu er að segja af fjölskyldu hermannsins Etienne J. Murphy sem dó í Sýrlandi í maí þegar brynvarinn bíll sem hann var í valt. Þau segjast hvorki hafa fengið bréf né símtal og telja það hafa verið vegna þess að hann hafi dáið af slysförum. Móðir Murphy segir að herinn hafi sagt að þau myndu fá bréf frá Hvíta húsinu fyrir um fimm mánuðum. Það hafi þó ekki borist. Þá sendi hún Trump bréf fyrir um sex vikum og sagði að fjölskyldan væri enn í sárum vegna dauða Murphy. Ekkert svar hefur borist.Engar reglur um samskipti Engar reglur eru til staðar um að forsetum beri að setja sig í samband við fjölskyldur fallinna hermanna, en það hafa þeir þó oft gert. Um 6.900 bandarískir hermenn hafa fallið í stríðum frá september 2011. Frá því að Trump tók við embætti hafa um 24 hermenn fallið. Talsmaður George Bush sagði AP að frá 2004 til 2007 hefðu um 800 hermenn fallið á ári. Bush hefði sent fjölskyldum allra þeirra bréf og hitt hundruð ef ekki þúsundir þeirra. Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fylgdi Barack Obama til herstöðvar í Bandaríkjunum árið 2009 til að taka á móti líkum 18 hermanna sem dóu í Afganistan og hitta fjölskyldur þeirra. Hann segir Trump að hætta að ljúga.Stop the damn lying - you're the President. I went to Dover AFB with 44 and saw him comfort the families of both the fallen military & DEA. pic.twitter.com/HhE4KbTBkJ— Eric Holder (@EricHolder) October 17, 2017 Fyrrverandi hershöfðinginn Martin Demspey tísti einnig um málið en hann var yfirhershöfðingi Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. Hann segir að Obama, Bush og eiginkonur þeirra hefðu unnið þreytulaust fyrir fjölskyldur fallinna hermanna. Þá virtist hann gefa í skyn að mál sem þessi ættu ekki að koma stjórnmálum við.POTUS 43 & 44 and first ladies cared deeply, worked tirelessly for the serving, the fallen, and their families. Not politics. Sacred Trust.— GEN(R) Marty Dempsey (@Martin_Dempsey) October 17, 2017 Ben Rhodes, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Obama, segir lygi Trump vera viðurstyggilega og vanvirðingu jafnvel miðað við þá staðla sem Trump hafi sett. Þá bendir hann á að Obama hafi aldrei veist að fjölskyldu dáins hermanns.This is an outrageous and disrespectful lie even by Trump standards. Also: Obama never attacked a Gold Star family. https://t.co/JgzTUIzWIa— Ben Rhodes (@brhodes) October 16, 2017 Þá tísti David Frum, fyrrverandi ræðuhöfundur Bush, mynd af honum heimsækja hermenn á sjúkrahús. Myndin fylgir grein fyrrverandi talsmanns forsetans sem fjallar um það þegar móðir hermanns sem var við það að deyja öskraði á Bush.The day George W. Bush meekly accepted the rage of a grieving mother in a military hospital by @DanaPerino https://t.co/8o2SUwiaKB— David Frum (@davidfrum) October 16, 2017
Donald Trump Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira