Staðan í húsnæðismálum Dagur B. Eggertsson skrifar 18. október 2017 07:00 Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir. Verktakar og þróunaraðilar byggja þúsundir íbúða inn á sölumarkað en borgin beitir sér og hefur lagt fram fjölda lóða til að tryggja stóraukið framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Hryggjarstykkið í húsnæðisstefnu borgarinnar er einmitt samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Staðfest áform um uppbyggingu íbúða í samstarfi við þessi félög eru rúmlega 4.000 íbúðir. Það er rúmlega einn Mosfellsbær eða meira en tvöfalt fleiri íbúðir en eru á Seltjarnarnesi. Hluti þeirra er risinn eða í byggingu en unnið er hörðum höndum að því að koma afganginum sem fyrst í framkvæmd. Alls munu 1.000 íbúðir af þessu tagi rísa í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir í samvinnu við stúdenta, um 450 búseturéttaríbúðir í samvinnu við Búseta, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið sem þyrfti sannarlega að gera betur í þeim efnum, að ógleymdum yfir 100 sértækum búsetuúrræðum og loks yfir 650 félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar. Öll þessi verkefni stuðla að því að skapa heilbrigðari leigu- og húsnæðismarkað. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu taka á húsnæðismálunum af sama krafti og Reykjavíkurborg, þá myndi húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu heyra sögunni til á mun styttri tíma en ella. Reykjavík býr nú þegar yfir miklu fleiri félagslegum íbúðum en aðrir en er því miður nær ein í því verkefni að stuðla að fjölbreyttari húsnæðismarkaði. Munurinn á framboði leiguhúsnæðis, íbúða fyrir stúdenta og aldraða og félagslegs húsnæðis mun halda áfram að aukast gríðarlega ef önnur sveitarfélög fara ekki að úthluta lóðum eða kaupa íbúðir til að mæta þessum þörfum. Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega tvíþættur. Annars vegar er um að ræða framboðsvanda þar sem of lítið var byggt eftir hrun. Uppbygging og fjármögnun verkefna fór hægt af stað og fór raunverulega ekki á fullt fyrr en árið 2014. Segja má að öll sveitarfélög séu að gera sitt til að mæta þessum hluta vandans með því að ýta undir íbúðabyggingu. Hinn hluti vandans er að stór hópur fólks hefur í raun hvorki efni á að leigja né kaupa og upplifir gríðarlegt óöryggi á óheilbrigðum leigumarkaði. Þetta er staðan sem húsnæðisstefna borgarinnar stefnir að því að breyta en það er óásættanlegt að borgin sé eitt sveitarfélaga í þessu verkefni. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Húsnæðismál Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir. Verktakar og þróunaraðilar byggja þúsundir íbúða inn á sölumarkað en borgin beitir sér og hefur lagt fram fjölda lóða til að tryggja stóraukið framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Hryggjarstykkið í húsnæðisstefnu borgarinnar er einmitt samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Staðfest áform um uppbyggingu íbúða í samstarfi við þessi félög eru rúmlega 4.000 íbúðir. Það er rúmlega einn Mosfellsbær eða meira en tvöfalt fleiri íbúðir en eru á Seltjarnarnesi. Hluti þeirra er risinn eða í byggingu en unnið er hörðum höndum að því að koma afganginum sem fyrst í framkvæmd. Alls munu 1.000 íbúðir af þessu tagi rísa í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, 1.340 námsmannaíbúðir í samvinnu við stúdenta, um 450 búseturéttaríbúðir í samvinnu við Búseta, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið sem þyrfti sannarlega að gera betur í þeim efnum, að ógleymdum yfir 100 sértækum búsetuúrræðum og loks yfir 650 félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar. Öll þessi verkefni stuðla að því að skapa heilbrigðari leigu- og húsnæðismarkað. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu taka á húsnæðismálunum af sama krafti og Reykjavíkurborg, þá myndi húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu heyra sögunni til á mun styttri tíma en ella. Reykjavík býr nú þegar yfir miklu fleiri félagslegum íbúðum en aðrir en er því miður nær ein í því verkefni að stuðla að fjölbreyttari húsnæðismarkaði. Munurinn á framboði leiguhúsnæðis, íbúða fyrir stúdenta og aldraða og félagslegs húsnæðis mun halda áfram að aukast gríðarlega ef önnur sveitarfélög fara ekki að úthluta lóðum eða kaupa íbúðir til að mæta þessum þörfum. Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega tvíþættur. Annars vegar er um að ræða framboðsvanda þar sem of lítið var byggt eftir hrun. Uppbygging og fjármögnun verkefna fór hægt af stað og fór raunverulega ekki á fullt fyrr en árið 2014. Segja má að öll sveitarfélög séu að gera sitt til að mæta þessum hluta vandans með því að ýta undir íbúðabyggingu. Hinn hluti vandans er að stór hópur fólks hefur í raun hvorki efni á að leigja né kaupa og upplifir gríðarlegt óöryggi á óheilbrigðum leigumarkaði. Þetta er staðan sem húsnæðisstefna borgarinnar stefnir að því að breyta en það er óásættanlegt að borgin sé eitt sveitarfélaga í þessu verkefni. Höfundur er borgarstjóri.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun