Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2017 13:39 Bryndís segir alveg ljóst að lögbannið vinni gegn flokki hennar. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og frambjóðandi í komandi Alþingiskosningum, segir lögbannið á afmarkaðan fréttaflutning Stundarinnar aðför að flokknum. Þessi nálgun Bryndísar gengur í berhögg við það hvernig margir vilja leggja málið upp eins og Vísir fór yfir fyrir stundu, en þar er farið yfir það að margir telja hreinlega að með lögbanninu sé Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu að ganga erinda Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. En, Bryndís telur þessu þveröfugt farið. Bryndís lætur þessa skoðun uppi á Facebook-síðu fjölmiðlamannsins Gunnars Smára Egilssonar nú fyrir stundu en Gunnar Smári kallaði þar eftir röddum úr þingflokki Sjálfstæðismanna. En, Sjálfstæðismenn hafa sparað sig í að tjá sig um málið.Bryndís stígur óvænt fram „Er það virkilega svo að enginn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins eða úr forystu flokksins hafi stigið fram og fordæmt lögbannið á Stundina? Er engar leifar eftir af frjálslyndi í þessum flokki, engin virðing fyrir opnu lýðræðissamfélagi og almennum mannréttindum? Er allt af þessu bara hjóm, gagnast aðeins ef það hentar Bjarna og flokknum?“ spyr Gunnar Smári. Nokkur fordæming er á Sjálfstæðisflokkum á þræðinum í kjölfar þessarar leiðandi spurningar en þá stígur Bryndís nokkuð óvænt fram, segir gerninginn allan með miklum ólíkindum og lýsir því yfir að flokkurinn hafi ekki óskað eftir lögbanni. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi til orðs og athafna. Flokkurinn óskaði EKKI eftir lögbanni og við styðjum ekki það að hefta fjölmiðla í að koma því á framfæri sem fjölmiðill metur að eigi erindi við almenning,“ segir Bryndís.Toppar allar aðrar „aðfarir að flokknum mínum“ Helst er á Bryndísi að skilja að þetta mál sé liður í umfangsmikilli aðför á hendur Sjálfstæðisflokknum. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans. Því það er alveg ljóst að lögbannið vinnur gegn flokknum, sérstaklega þegar þeir sem eiga að vita betur reyna að skrifa þessa aðgerð á flokkinn. Semsagt mikil virðing hjá okkur nú sem endranær fyrir opnu lýðræðislegu samfélagi.“ Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og frambjóðandi í komandi Alþingiskosningum, segir lögbannið á afmarkaðan fréttaflutning Stundarinnar aðför að flokknum. Þessi nálgun Bryndísar gengur í berhögg við það hvernig margir vilja leggja málið upp eins og Vísir fór yfir fyrir stundu, en þar er farið yfir það að margir telja hreinlega að með lögbanninu sé Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu að ganga erinda Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. En, Bryndís telur þessu þveröfugt farið. Bryndís lætur þessa skoðun uppi á Facebook-síðu fjölmiðlamannsins Gunnars Smára Egilssonar nú fyrir stundu en Gunnar Smári kallaði þar eftir röddum úr þingflokki Sjálfstæðismanna. En, Sjálfstæðismenn hafa sparað sig í að tjá sig um málið.Bryndís stígur óvænt fram „Er það virkilega svo að enginn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins eða úr forystu flokksins hafi stigið fram og fordæmt lögbannið á Stundina? Er engar leifar eftir af frjálslyndi í þessum flokki, engin virðing fyrir opnu lýðræðissamfélagi og almennum mannréttindum? Er allt af þessu bara hjóm, gagnast aðeins ef það hentar Bjarna og flokknum?“ spyr Gunnar Smári. Nokkur fordæming er á Sjálfstæðisflokkum á þræðinum í kjölfar þessarar leiðandi spurningar en þá stígur Bryndís nokkuð óvænt fram, segir gerninginn allan með miklum ólíkindum og lýsir því yfir að flokkurinn hafi ekki óskað eftir lögbanni. „Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi til orðs og athafna. Flokkurinn óskaði EKKI eftir lögbanni og við styðjum ekki það að hefta fjölmiðla í að koma því á framfæri sem fjölmiðill metur að eigi erindi við almenning,“ segir Bryndís.Toppar allar aðrar „aðfarir að flokknum mínum“ Helst er á Bryndísi að skilja að þetta mál sé liður í umfangsmikilli aðför á hendur Sjálfstæðisflokknum. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans. Því það er alveg ljóst að lögbannið vinnur gegn flokknum, sérstaklega þegar þeir sem eiga að vita betur reyna að skrifa þessa aðgerð á flokkinn. Semsagt mikil virðing hjá okkur nú sem endranær fyrir opnu lýðræðislegu samfélagi.“
Tengdar fréttir Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent