Frítekjumarkið burt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 17. október 2017 11:45 Sú regla hefur gilt í íslensku samfélagi að eldri borgarar fara af vinnumarkaði 70 ára án tillits til þess hvort þeir sjálfir eða atvinnurekendur hafi óskað eftir því. Nokkuð hefur borið á því í umræðunni að vísað sé til eldri borgara líkt og um væri að ræða einsleitan hóp. Þannig er því ekki háttað. Eldri borgarar eiga það sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert frábrugðinn hópum fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar talað er um efri árin er heilsufar. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er hættan á heilsubresti vissulega mest á efri árum. Að þessu leyti til gætir þó mikils mismunar hjá eldri borgurum eins og gengur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Aðrar aðstæður s.s. fjölskylduaðstæður eru að sama skapi afar mismunandi. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður eru stór áhrifaþáttur á líðan allra, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Eftir því sem aldurinn færist yfir með tilheyrandi breytingum er fátt sem skiptir eins miklu máli og fjárhagslegt öryggi. Líklegt má telja að flestir eldri borgarar búi við að minnsta kosti þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Vitað er þó að ákveðinn hluti eldri borgara hefur ekki nægjanleg fjárráð, býr við ófullnægjandi aðstæður og jafnvel skort. Áhersluatriði Flokks fólksins er að enginn eldri borgari búi við skort af neinu tagi. Þetta er fólkið sem hefur alla sína starfstíð lagt sitt af mörkum til samfélagsins og það ber ekki að launa því með því að útiloka það frá vinnumarkaðnum þótt ákveðnum aldri hafi verið náð. Tryggja skal eldri borgurum mannsæmandi afkomu svo þeir geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Í hópi eldri borgara eru einstaklingar sem bæði geta og vilja vera áfram á vinnumarkaði við ólík störf. Það er ekki hlutverk ríkisins að leggja stein í götu eldri borgara sem vilja vera á vinnumarkaði. Hvenær eldri borgari hættir að vinna er hans val og hans persónulega ákvörðun. Þess vegna vill Flokkur fólksins einfaldlega fella frítekjumarkið burt. Sú kynslóð sem hér um ræðir hefur öðlast reynslu og safnað fjölþættri þekkingu. Með því að auka hlutfall eldri borgara á vinnumarkaði geta þeir miðlað til annarra þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum, dýrmætum menningararfi sem skilar sér vel í munnlegum samskiptum frá einum aðila til annars. Því lengur sem eldri borgarar eru virkir í atvinnulífinu og í sem nánustu tengslum við yngri kynslóðirnar því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild.Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Sú regla hefur gilt í íslensku samfélagi að eldri borgarar fara af vinnumarkaði 70 ára án tillits til þess hvort þeir sjálfir eða atvinnurekendur hafi óskað eftir því. Nokkuð hefur borið á því í umræðunni að vísað sé til eldri borgara líkt og um væri að ræða einsleitan hóp. Þannig er því ekki háttað. Eldri borgarar eiga það sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert frábrugðinn hópum fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar talað er um efri árin er heilsufar. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er hættan á heilsubresti vissulega mest á efri árum. Að þessu leyti til gætir þó mikils mismunar hjá eldri borgurum eins og gengur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Aðrar aðstæður s.s. fjölskylduaðstæður eru að sama skapi afar mismunandi. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður eru stór áhrifaþáttur á líðan allra, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Eftir því sem aldurinn færist yfir með tilheyrandi breytingum er fátt sem skiptir eins miklu máli og fjárhagslegt öryggi. Líklegt má telja að flestir eldri borgarar búi við að minnsta kosti þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Vitað er þó að ákveðinn hluti eldri borgara hefur ekki nægjanleg fjárráð, býr við ófullnægjandi aðstæður og jafnvel skort. Áhersluatriði Flokks fólksins er að enginn eldri borgari búi við skort af neinu tagi. Þetta er fólkið sem hefur alla sína starfstíð lagt sitt af mörkum til samfélagsins og það ber ekki að launa því með því að útiloka það frá vinnumarkaðnum þótt ákveðnum aldri hafi verið náð. Tryggja skal eldri borgurum mannsæmandi afkomu svo þeir geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Í hópi eldri borgara eru einstaklingar sem bæði geta og vilja vera áfram á vinnumarkaði við ólík störf. Það er ekki hlutverk ríkisins að leggja stein í götu eldri borgara sem vilja vera á vinnumarkaði. Hvenær eldri borgari hættir að vinna er hans val og hans persónulega ákvörðun. Þess vegna vill Flokkur fólksins einfaldlega fella frítekjumarkið burt. Sú kynslóð sem hér um ræðir hefur öðlast reynslu og safnað fjölþættri þekkingu. Með því að auka hlutfall eldri borgara á vinnumarkaði geta þeir miðlað til annarra þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum, dýrmætum menningararfi sem skilar sér vel í munnlegum samskiptum frá einum aðila til annars. Því lengur sem eldri borgarar eru virkir í atvinnulífinu og í sem nánustu tengslum við yngri kynslóðirnar því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild.Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun