Innlent

Telja gögnin innihalda upplýsingar um þúsundir viðskiptavina

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningunni segir einnig að gögn úr fórum eða kerfum Glitnis séu bundin bankaleynd samkvæmt lögum.
Í tilkynningunni segir einnig að gögn úr fórum eða kerfum Glitnis séu bundin bankaleynd samkvæmt lögum.
Þrotabú Glitnis, Glitnir HoldCo, fór fram á lögbann við tilteknum fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media vegna þess að talið er að gögnin sem fréttaflutningurinn byggir á innihaldi upplýsingar um þúsundir fyrrverandi viðskiptavini bankans. Stjórn félagsins hafi talið nauðsynlegt að gæta hagsmuni viðskiptavina sinna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Í tilkynningunni segir einnig að gögn úr fórum eða kerfum Glitnis séu bundin bankaleynd samkvæmt lögum.

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem unnar eru upp úr gögnum frá Glitni. Fulltrúar Sýslumannsins og lögmaður Glitnis mættu á skrifstofu Stundarinnar nú í dag.

Sjá einnig: „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“



Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann teldi þetta alverlegt inngrip í umræðuna í lýðræðisríki.

„Að takmarka tjáningarfrelsi með þessum hætti og bentum á að mannréttindadómstóll Evrópu hefur meðal annars ítrekað úrskurðað að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna. Þetta er enn eitt dæmið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×