„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2017 18:03 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem unnar eru upp úr gögnum frá Glitni. Fulltrúar Sýslumannsins og lögmaður Glitnis mættu á skrifstofu Stundarinnar nú í dag. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir í samtali við Vísi að meðal annars hefði Glitnir farið fram á að Stundin myndi afhenda gögn frá Glitni sem miðillinn hefur fjallað um að undanförnu. Fréttirnar hafa meðal annars fjallað um fjármál Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans í aðdraganda hrunsins.Sjá einnig: Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Fyrst var sagt frá málinu á vef Ríkisútvarpsins. „Við andmæltum því og neituðum að afhenda þau gögn. Við myndum aldrei gera það. Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum eða heimildir,“ segir Jón Trausti. Einnig segir Jón Trausti að farið hefði verið fram á að allar fréttir sem Stundin hefur birt, þar sem byggt er á umræddum gögnum, yrðu fjarlægðar. Hins vegar hafi lögmaður Glitnis fallið frá þeirri kröfu á fundinum. Sýslumaðurinn féllst hins vegar á að meina Stundinni að birta frekari fréttir sem byggja á gögnunum. „Sýslumaðurinn féllst á það að skerða frelsi okkar til þess að fjalla um þessi mál og meina okkur að fjalla meira um málið,“ segir Jón Trausti. „Þeir mættu hérna fyrirvaralaust og við fengum ekkert tækifæri til að undirbúa málsvörn okkar með neinum hætti.“Fer fyrir héraðsdóm Jón Trausti segir að málið muni fara fyrir Héraðsdóm. „Það virðist liggja fyrir að við munum ekki geta fjallað frekar um þessi viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu tengd Glitni fyrir hrunið, fyrr en eftir kosningar. Málið fer fyrir héraðsdóm og ef Kröfu Glitnis verður hafnað verður ekki hægt að fjalla um þessi mál fyrir kosningar. Þetta tekur lengri tíma en svo að fara í gegnum kerfið. Hann segir enn fremur að fulltrúar Stundarinnar hafi mótmælt þessari ákvörðun harðlega á fundinum í dag. „Við vísuðum til þess að þetta væri mjög alvarlegt inngrip í umræðuna í lýðræðisríkið. Að takmarka tjáningarfrelsi með þessum hætti og bentum á að mannréttindadómstóll Evrópu hefur meðal annars ítrekað úrskurðað að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna. Þetta er enn eitt dæmið.“Bætt við 19:20Segja gögnin stolin Glitnir hefur sent út lögbannsbeiðnina til Sýslumanns Reykjavíkur þar sem því er haldið fram að umrædd gögn séu stolin úr kerfi bankans. Fram komi í lögum að starfsmenn fjármálafyrirtækja, stjórnarmenn, sendurskoðendur og framkvæmdastjórar séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna stofnunarinnar. Því er haldið fram að gögnin sem um ræðir varði slíkar upplýsingar. Því sé birting á gögnunum sjálfum og upplýsingum úr þeim ólögmæt. Hún brjóti gegn rétti bankans. „Verði ekki fallist á lögbannsbeiðni gerðarbeiðanda (Glitnis), er verið að viðhalda ólögmætu haldi gerðarbeiðenda (Stundin, Reykjavík Media) á upplýsingum gerðarbeiðenda (Glitnis) á upplýsingum og notkun hans og birtingu á þeim upplýsingum,“ segir í lögbannskröfu bankans. Þar að auki segir að upplýsingarnar njóti enn fremur verndar stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu til friðhelgi einkalífs. „Þótt fjölmiðlar njóti almennt verndar tjáningarfrelsisákvæðis 73. gre. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, geta þau réttindi ekki ein og sér heimilað gerðarþolum að birta upplýsingar úr ólöglega fengnum gögnum um einkamálefni annarra aðila sem jafnramt njóta ríkrar verndar. Af 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 2. mgr. 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, leiðir jafnframt að heimilt er að takmarka tjáningarfrelsi að því gefnu að slík takmörkun uppfylli þrjú tiltekin skilyrði.“ Í beiðninni er þess krafist að hún verði tekin fyrir tafarlaust og án þess að forsvarsmönnum Stundarinnar yrði tilkynnt um beiðnina. Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem unnar eru upp úr gögnum frá Glitni. Fulltrúar Sýslumannsins og lögmaður Glitnis mættu á skrifstofu Stundarinnar nú í dag. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir í samtali við Vísi að meðal annars hefði Glitnir farið fram á að Stundin myndi afhenda gögn frá Glitni sem miðillinn hefur fjallað um að undanförnu. Fréttirnar hafa meðal annars fjallað um fjármál Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans í aðdraganda hrunsins.Sjá einnig: Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Fyrst var sagt frá málinu á vef Ríkisútvarpsins. „Við andmæltum því og neituðum að afhenda þau gögn. Við myndum aldrei gera það. Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum eða heimildir,“ segir Jón Trausti. Einnig segir Jón Trausti að farið hefði verið fram á að allar fréttir sem Stundin hefur birt, þar sem byggt er á umræddum gögnum, yrðu fjarlægðar. Hins vegar hafi lögmaður Glitnis fallið frá þeirri kröfu á fundinum. Sýslumaðurinn féllst hins vegar á að meina Stundinni að birta frekari fréttir sem byggja á gögnunum. „Sýslumaðurinn féllst á það að skerða frelsi okkar til þess að fjalla um þessi mál og meina okkur að fjalla meira um málið,“ segir Jón Trausti. „Þeir mættu hérna fyrirvaralaust og við fengum ekkert tækifæri til að undirbúa málsvörn okkar með neinum hætti.“Fer fyrir héraðsdóm Jón Trausti segir að málið muni fara fyrir Héraðsdóm. „Það virðist liggja fyrir að við munum ekki geta fjallað frekar um þessi viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu tengd Glitni fyrir hrunið, fyrr en eftir kosningar. Málið fer fyrir héraðsdóm og ef Kröfu Glitnis verður hafnað verður ekki hægt að fjalla um þessi mál fyrir kosningar. Þetta tekur lengri tíma en svo að fara í gegnum kerfið. Hann segir enn fremur að fulltrúar Stundarinnar hafi mótmælt þessari ákvörðun harðlega á fundinum í dag. „Við vísuðum til þess að þetta væri mjög alvarlegt inngrip í umræðuna í lýðræðisríkið. Að takmarka tjáningarfrelsi með þessum hætti og bentum á að mannréttindadómstóll Evrópu hefur meðal annars ítrekað úrskurðað að íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna. Þetta er enn eitt dæmið.“Bætt við 19:20Segja gögnin stolin Glitnir hefur sent út lögbannsbeiðnina til Sýslumanns Reykjavíkur þar sem því er haldið fram að umrædd gögn séu stolin úr kerfi bankans. Fram komi í lögum að starfsmenn fjármálafyrirtækja, stjórnarmenn, sendurskoðendur og framkvæmdastjórar séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna stofnunarinnar. Því er haldið fram að gögnin sem um ræðir varði slíkar upplýsingar. Því sé birting á gögnunum sjálfum og upplýsingum úr þeim ólögmæt. Hún brjóti gegn rétti bankans. „Verði ekki fallist á lögbannsbeiðni gerðarbeiðanda (Glitnis), er verið að viðhalda ólögmætu haldi gerðarbeiðenda (Stundin, Reykjavík Media) á upplýsingum gerðarbeiðenda (Glitnis) á upplýsingum og notkun hans og birtingu á þeim upplýsingum,“ segir í lögbannskröfu bankans. Þar að auki segir að upplýsingarnar njóti enn fremur verndar stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu til friðhelgi einkalífs. „Þótt fjölmiðlar njóti almennt verndar tjáningarfrelsisákvæðis 73. gre. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. mgr. 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, geta þau réttindi ekki ein og sér heimilað gerðarþolum að birta upplýsingar úr ólöglega fengnum gögnum um einkamálefni annarra aðila sem jafnramt njóta ríkrar verndar. Af 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 2. mgr. 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, leiðir jafnframt að heimilt er að takmarka tjáningarfrelsi að því gefnu að slík takmörkun uppfylli þrjú tiltekin skilyrði.“ Í beiðninni er þess krafist að hún verði tekin fyrir tafarlaust og án þess að forsvarsmönnum Stundarinnar yrði tilkynnt um beiðnina.
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29