Enski boltinn

Koeman líklegastur til að fá sparkið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronald Koeman hefur um margt að hugsa þessa dagana.
Ronald Koeman hefur um margt að hugsa þessa dagana. vísir/getty
Samkvæmt veðbönkum á Englandi er Ronald Koeman líklegasti knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni til að verða rekinn.

Everton hefur farið illa af stað á tímabilinu og situr í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átta stig, þremur stigum frá fallsæti.

Everton hefur einungis skorað fimm mörk í átta deildarleikjum á tímabilinu. Aðeins Bournemouth (4) og Crystal Palace (2) hafa skorað færri mörk en Bítlaborgarfélagið.

Koeman tók við Everton sumarið 2016 og undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Í ár hefur hins vegar lítið gengið, þrátt fyrir að Koeman hafi farið mikinn á félagaskiptamarkaðinum í sumar.

Slaven Bilic, stjóri West Ham, þykir næstlíklegastur til að fá sparkið að mati veðbanka. Craig Shakespeare, stjóri Leicester, kemur þar á eftir. Einn stjóri hefur fengið að fjúka á tímabilinu. Crystal Palace rak Frank de Boer eftir aðeins fjóra leiki og réði Roy Hodgson í staðinn.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton gerðu 1-1 jafntefli við Brighton í gær. Næsti leikur þeirra er gegn Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×