Harvey Weinstein rekinn úr Óskarsakademíunni eftir fordæmalausa ákvörðun stjórnarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2017 20:49 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, hefur ákveðið að reka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein umsvifalaust úr akademíunni. Var þetta ákveðið á neyðarfundi akademíunnar í dag þar sem yfirgnæfandi meirihluti kaus með brottvikningu Weinstein. Stjórn akademíunnar telur 54 manns en boðað var til neyðarfundarins eftir að ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna voru opinberaðar í umfangsmiklum umfjöllunum The New York Times og The New Yorker. The New York Times greinir frá innihaldi tilkynningar akademíunnar vegna málsins en þar kemur fram að tveir þriðju af stjórninni hafi ákveðið að reka Weinstein. „Við gerum það ekki einungis til að aðskilja okkar frá einhverjum sem á ekki skilið virðingu frá kollegum sínum, heldur einnig til að senda þau skilaboð að tímabil þess að loka augum fyrir kynferðisbrotum og áreitni á vinnustað í okkar iðnaði er lokið,“ segir í tilkynningunni. Akademían státar af 8.400 meðlimum en New York Times segir þessa ákvörðun stjórnarinnar marka tímamót því ekki hafi verið gripið til þess ráðs áður að reka einhvern úr akademíunni fyrir þessar sakir, eftir því sem best verður komist. New York Times nefnir til dæmis að leikstjórinn Roman Polanski, sem játaði sök í kynferðisbrotamáli fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku, hafi ekki verið rekinn úr akademíunni og þá hafi grínistinn Bill Cosby ekki heldur verið rekinn þrátt fyrir að fjöldi kvenna hafi sakað hann um kynferðisbrot. Það eigi jafnframt við um leikarann og leikstjórann Mel Gibson sem játaði að hafa beitt kærustu sína ofbeldi árið 2011, auk þess að hafa látið fordómafull orð falla um gyðinga. Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. New York Times segir aðild leikarans Carmine Caridi hafa verið afturkallaða árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn reglum Óskarsverðlaunanna með því að lána eintök af kvikmyndunum sem höfðu verið tilnefndar það árið. Ólöglegar útgáfur af myndunum í fullum gæðum enduðu á netinu í kjölfarið. Á meðal þeirra sem sitja í stjórn akademíunnar eru leikstjórinn Steven Spielberg, leikkonan Whoopi Goldberg, Kathleen Kennedy forstjóri Lucasfilm, leikarinn Tom Hanks, heimildarmyndaleikstjórinn Rory Kennedy og Jim Gianopulos, stjórnarformaður kvikmyndaversins Paramount Pictures. Óskarinn MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, hefur ákveðið að reka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein umsvifalaust úr akademíunni. Var þetta ákveðið á neyðarfundi akademíunnar í dag þar sem yfirgnæfandi meirihluti kaus með brottvikningu Weinstein. Stjórn akademíunnar telur 54 manns en boðað var til neyðarfundarins eftir að ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna voru opinberaðar í umfangsmiklum umfjöllunum The New York Times og The New Yorker. The New York Times greinir frá innihaldi tilkynningar akademíunnar vegna málsins en þar kemur fram að tveir þriðju af stjórninni hafi ákveðið að reka Weinstein. „Við gerum það ekki einungis til að aðskilja okkar frá einhverjum sem á ekki skilið virðingu frá kollegum sínum, heldur einnig til að senda þau skilaboð að tímabil þess að loka augum fyrir kynferðisbrotum og áreitni á vinnustað í okkar iðnaði er lokið,“ segir í tilkynningunni. Akademían státar af 8.400 meðlimum en New York Times segir þessa ákvörðun stjórnarinnar marka tímamót því ekki hafi verið gripið til þess ráðs áður að reka einhvern úr akademíunni fyrir þessar sakir, eftir því sem best verður komist. New York Times nefnir til dæmis að leikstjórinn Roman Polanski, sem játaði sök í kynferðisbrotamáli fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku, hafi ekki verið rekinn úr akademíunni og þá hafi grínistinn Bill Cosby ekki heldur verið rekinn þrátt fyrir að fjöldi kvenna hafi sakað hann um kynferðisbrot. Það eigi jafnframt við um leikarann og leikstjórann Mel Gibson sem játaði að hafa beitt kærustu sína ofbeldi árið 2011, auk þess að hafa látið fordómafull orð falla um gyðinga. Weinstein hefur átt afar farsælan feril þegar kemur að Óskarsverðlaunahátíðinni, en myndir sem hann hefur framleitt hafa í það heila hlotið 300 tilnefningar. New York Times segir aðild leikarans Carmine Caridi hafa verið afturkallaða árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn reglum Óskarsverðlaunanna með því að lána eintök af kvikmyndunum sem höfðu verið tilnefndar það árið. Ólöglegar útgáfur af myndunum í fullum gæðum enduðu á netinu í kjölfarið. Á meðal þeirra sem sitja í stjórn akademíunnar eru leikstjórinn Steven Spielberg, leikkonan Whoopi Goldberg, Kathleen Kennedy forstjóri Lucasfilm, leikarinn Tom Hanks, heimildarmyndaleikstjórinn Rory Kennedy og Jim Gianopulos, stjórnarformaður kvikmyndaversins Paramount Pictures.
Óskarinn MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. 13. október 2017 10:50
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent