ÁTVR keypti notaða Land Cruiser bifreið á 9,8 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. október 2017 06:00 ÁTVR segist þurfa traustan jeppa til að sinna starfsemi sinni víðs vegar um land. Vísir/stefán Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins keypti í sumar notaðan, sjö ára gamlan Toyota Land Cruiser-jeppa á 9,8 milljónir króna til að nota í starfsemi sinni. Jeppanum er ætlað að leysa af hólmi annan tíu ára gamlan Land Cruiser-jeppa fyrirtækisins. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að jeppinn sé ekki hugsaður fyrir einhvern tiltekinn starfsmann fyrirtækisins. ÁTVR þurfi traustan og góðan bíl til að takast á við íslenska veturinn og sinna verkefnum víðs vegar um landið. „ÁTVR rekur 50 Vínbúðir. Þar af eru 37 á landsbyggðinni og eru þær dreifðar um landið. Farið er í Vínbúðirnar reglulega allt árið um kring. Ferðirnar eru af ýmsum toga, t.d. vegna viðgerða og viðhalds, gæðaeftirlits, talninga, rekstrareftirlits og kennslu. Nauðsynlegt er að vera með traustan og góðan bíl við vetraraðstæður eins og þekkjast á Íslandi,“ segir Sigrún Ósk.Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.vísir/ernirGamla bílinn, 2007 árgerðina af Land Cruiser sem ekinn er 305 þúsund kílómetra, reyna Ríkiskaup nú að selja í gegnum uppboðsvef Króks. Á föstudag var komið hæsta boð upp á 2,6 milljónir króna í þann bíl og virðast Land Cruiser-jepparnir því halda sér vel í verði. Í ljósi þess að nýi jeppinn, sem keyptur var í júní síðastliðnum, er aðeins þremur árum yngri en sá gamli, vekur hið háa kaupverð þó athygli. Að sögn Sigrúnar kostaði bíllinn 9.789.132 krónur og var keyptur í gegnum örútboð Ríkiskaupa líkt og venjan er við bifreiðakaup hins opinbera. Til samanburðar hefur á undanförnum misserum nær allur ráðherrabílafloti landsins verið endurnýjaður fyrir tæpar 100 milljónir. Allir nema tveir ráðherrabílar velferðarráðuneytisins. Í nóvember var keyptur splunkunýr Volvo XC90 T8 tengiltvinnjeppi fyrir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á 9,4 milljónir. BMW X5 tengiltvinnjeppi fyrir dómsmálaráðherra á rúmar 9 milljónir í maí 2016, Mercedes Benz E250 lúxusbifreið var keypt fyrir fjármála- og efnahagsráðherra í janúar 2015 á tæpar 9,6 milljónir. Allt nýir bílar en ódýrari en hinn 7 ára gamli jeppi ÁTVR. Innanríkisráðuneytið festi í mars síðastliðnum einnig kaup á nýjum Toyota Land Cruiser 150 VX-jeppa fyrir samgönguráðherra. Hann kostaði, nýr úr kassanum, 10,7 milljónir. Ekki er ólíklegt að nýi Land Cruiser-jeppi ÁTVR sé vel útbúinn, en hann var keyptur nýr árið 2010 af útgerðarmanninum Magnúsi Kristinssyni, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem væntanlega hefur vandað valið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins keypti í sumar notaðan, sjö ára gamlan Toyota Land Cruiser-jeppa á 9,8 milljónir króna til að nota í starfsemi sinni. Jeppanum er ætlað að leysa af hólmi annan tíu ára gamlan Land Cruiser-jeppa fyrirtækisins. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að jeppinn sé ekki hugsaður fyrir einhvern tiltekinn starfsmann fyrirtækisins. ÁTVR þurfi traustan og góðan bíl til að takast á við íslenska veturinn og sinna verkefnum víðs vegar um landið. „ÁTVR rekur 50 Vínbúðir. Þar af eru 37 á landsbyggðinni og eru þær dreifðar um landið. Farið er í Vínbúðirnar reglulega allt árið um kring. Ferðirnar eru af ýmsum toga, t.d. vegna viðgerða og viðhalds, gæðaeftirlits, talninga, rekstrareftirlits og kennslu. Nauðsynlegt er að vera með traustan og góðan bíl við vetraraðstæður eins og þekkjast á Íslandi,“ segir Sigrún Ósk.Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.vísir/ernirGamla bílinn, 2007 árgerðina af Land Cruiser sem ekinn er 305 þúsund kílómetra, reyna Ríkiskaup nú að selja í gegnum uppboðsvef Króks. Á föstudag var komið hæsta boð upp á 2,6 milljónir króna í þann bíl og virðast Land Cruiser-jepparnir því halda sér vel í verði. Í ljósi þess að nýi jeppinn, sem keyptur var í júní síðastliðnum, er aðeins þremur árum yngri en sá gamli, vekur hið háa kaupverð þó athygli. Að sögn Sigrúnar kostaði bíllinn 9.789.132 krónur og var keyptur í gegnum örútboð Ríkiskaupa líkt og venjan er við bifreiðakaup hins opinbera. Til samanburðar hefur á undanförnum misserum nær allur ráðherrabílafloti landsins verið endurnýjaður fyrir tæpar 100 milljónir. Allir nema tveir ráðherrabílar velferðarráðuneytisins. Í nóvember var keyptur splunkunýr Volvo XC90 T8 tengiltvinnjeppi fyrir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á 9,4 milljónir. BMW X5 tengiltvinnjeppi fyrir dómsmálaráðherra á rúmar 9 milljónir í maí 2016, Mercedes Benz E250 lúxusbifreið var keypt fyrir fjármála- og efnahagsráðherra í janúar 2015 á tæpar 9,6 milljónir. Allt nýir bílar en ódýrari en hinn 7 ára gamli jeppi ÁTVR. Innanríkisráðuneytið festi í mars síðastliðnum einnig kaup á nýjum Toyota Land Cruiser 150 VX-jeppa fyrir samgönguráðherra. Hann kostaði, nýr úr kassanum, 10,7 milljónir. Ekki er ólíklegt að nýi Land Cruiser-jeppi ÁTVR sé vel útbúinn, en hann var keyptur nýr árið 2010 af útgerðarmanninum Magnúsi Kristinssyni, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem væntanlega hefur vandað valið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira