Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2017 10:50 Havey Weinstein og Quentin Tarantino í febrúar síðastliðinn. Vísir/Getty Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. Hneykslismálið hefur haldið áfram að vaxa að umfangi og hefur hver stórstjarna Hollywood á fætur annarri fordæmt gjörðir bandaríska kvikmyndaframleiðandans. Þá hafa sífellt fleiri leikkonur – meðal annars Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow – deilt sögum af samskiptum sínum við Weinstein. Leikstjórinn Quentin Tarantino og Weinstein hafa starfað saman í um aldarfjórðung og hafa áður lýst sambandi sínu sem „vinnuhjónabandi“. Leikstjórinn hafði ekkert tjáð sig um málið frá því að New York Times greindi frá því fyrir rúmri viku að Weinstein hafi áreitt fjölda kvenna kynferðislega síðustu áratugina. Með yfirlýsingu á Twitter-síðu Tamblyn Tarantino birtir yfirlýsingu í nótt sem leikkonan og vinkona Tarantino, Amber Tamblyn, birtir á Twittersíðu sinni. Þar segist Tarantino forviða og niðurbrotinn og að hann þurfi að ná að vinna úr sársaukanum áður en hann tjáir sig opinberlega um málið. „Síðustu vikuna hef ég verið forviða og niðurbrotinn vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram um vin minn til 25 ára, Harvey Weinstein. Ég þarf nokkra daga til viðbótar til að vinna úr sársaukanum, tilfinningunum, reiðinni og minningunum og svo mun ég ræða þetta opinberlega,“ segir Tarantino. Sniðganga Twitter Á Twitter er nú í gangi herferð þar sem konur eru hvattar til að sniðganga Twitter í heilan dag. Forsvarsmaður herferðarinnar er leikkonan Rose McGowan sem mikið hefur verið í umræðunni í tengslum við mál Weinstein og hefur nú sakað hann um að hafa nauðgað sér. Twitter lokaði á reikning McGowan í tólf tíma í gær í kjölfar röð tísta sem beindust að Weinstein og leikaranum Ben Affleck. Affleck hefur mikið verið í umræðunni eftir að hafa fyrst fordæmt gjörðir Weinstein, en síðar þurft að biðjast afsökunar eftir að konur sögðu frá því að Affleck hafi káfað á þeim. Hefur framleitt myndir Tarantino Weinstein hefur verið framleiðandi allra kvikmynda Tarantino, allt frá því að Pulp Fiction var gefin út árið 1994. Síðasta samstarfsverkefni þeirra félaga var The Hateful Eight sem kom út árið 2015. Weinstein skipulagði í síðasta mánuði veislu fyrir Tarantino í New York í tilefni af trúlofun Tarantino. From Quentin Tarantino: pic.twitter.com/jv0VQNrI91— Amber Tamblyn (@ambertamblyn) October 13, 2017 Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. Hneykslismálið hefur haldið áfram að vaxa að umfangi og hefur hver stórstjarna Hollywood á fætur annarri fordæmt gjörðir bandaríska kvikmyndaframleiðandans. Þá hafa sífellt fleiri leikkonur – meðal annars Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow – deilt sögum af samskiptum sínum við Weinstein. Leikstjórinn Quentin Tarantino og Weinstein hafa starfað saman í um aldarfjórðung og hafa áður lýst sambandi sínu sem „vinnuhjónabandi“. Leikstjórinn hafði ekkert tjáð sig um málið frá því að New York Times greindi frá því fyrir rúmri viku að Weinstein hafi áreitt fjölda kvenna kynferðislega síðustu áratugina. Með yfirlýsingu á Twitter-síðu Tamblyn Tarantino birtir yfirlýsingu í nótt sem leikkonan og vinkona Tarantino, Amber Tamblyn, birtir á Twittersíðu sinni. Þar segist Tarantino forviða og niðurbrotinn og að hann þurfi að ná að vinna úr sársaukanum áður en hann tjáir sig opinberlega um málið. „Síðustu vikuna hef ég verið forviða og niðurbrotinn vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram um vin minn til 25 ára, Harvey Weinstein. Ég þarf nokkra daga til viðbótar til að vinna úr sársaukanum, tilfinningunum, reiðinni og minningunum og svo mun ég ræða þetta opinberlega,“ segir Tarantino. Sniðganga Twitter Á Twitter er nú í gangi herferð þar sem konur eru hvattar til að sniðganga Twitter í heilan dag. Forsvarsmaður herferðarinnar er leikkonan Rose McGowan sem mikið hefur verið í umræðunni í tengslum við mál Weinstein og hefur nú sakað hann um að hafa nauðgað sér. Twitter lokaði á reikning McGowan í tólf tíma í gær í kjölfar röð tísta sem beindust að Weinstein og leikaranum Ben Affleck. Affleck hefur mikið verið í umræðunni eftir að hafa fyrst fordæmt gjörðir Weinstein, en síðar þurft að biðjast afsökunar eftir að konur sögðu frá því að Affleck hafi káfað á þeim. Hefur framleitt myndir Tarantino Weinstein hefur verið framleiðandi allra kvikmynda Tarantino, allt frá því að Pulp Fiction var gefin út árið 1994. Síðasta samstarfsverkefni þeirra félaga var The Hateful Eight sem kom út árið 2015. Weinstein skipulagði í síðasta mánuði veislu fyrir Tarantino í New York í tilefni af trúlofun Tarantino. From Quentin Tarantino: pic.twitter.com/jv0VQNrI91— Amber Tamblyn (@ambertamblyn) October 13, 2017
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32