Eldur í ruslatunnu við heimili ritstjóra Stundarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2017 00:30 Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Mynd/Jón Trausti Um það leyti sem Leiðtogaumræðurnar hófust á Ríkisútvarpinu á sunnudag fann Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar brunalykt. Þegar Jón Trausti gaumgæfði aðstæður kom í ljós að ein ruslatunnanna í ruslageymslu fjölbýlishússins sem hann býr í stóð í ljósum logum auk þess sem úrgangur var fyrir utan dyr ruslageymslunnar. Í samtali við Vísi sagðist Jón Trausti hafa brugðist skjótt við og reynt að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki enn þó með takmörkuðum árangri því það tæmdist.Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar trúir ótrauður á það góða í fólki þrátt fyrir uppákomuna.Jón TraustiÁður en leið á löngu kom björgunarsveitamaður aðvífandi og dró logandi ruslatunnuna út úr geymslunni til þess að eldurinn næði ekki til nærliggjandi sorptunna. Jón Trausti bendir á að það hafi verið hárrétt ákvörðun í ljósi þess að tunnurnar voru farnar að bráðna. Íbúarnir hafa tilkynnt íkveikju til lögreglunnar en engin vitni hafa stigið fram enn sem komið er. Jón Trausti biðlar til fólks að setja sig í samband við lögreglu hafi það einhverjar upplýsingar um málið. Aðspurður segist Jón Trausti ekki hafa neinn grunaðann: „Nei, ég hef engan grunaðan, eins og ég segi. Það getur vel verið að það sé bara tilviljun að þetta hafi gerst á þessum stað, á þessum tíma og í þessu andrúmslofti sem hefur verið undanfarna daga. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um ásetning þarna.“ Jón Trausti segist sjálfur ekki vera skelkaður en að fimm ára dóttir hans hefði lagst í jörðina og brostið í grát. Hún hafi verið virkilega hrædd. Jón Trausti kýs þó að horfa til þess góða sem hann lærði af atvikinu sem er hjálpsemi björgunarsveitarmannsins og hyggst hann „trúa ótrauður áfram á það góða í fólki“.Hér að neðan er pistill ritstjórans í heild þar sem hann lýsir atvikinu. Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Um það leyti sem Leiðtogaumræðurnar hófust á Ríkisútvarpinu á sunnudag fann Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar brunalykt. Þegar Jón Trausti gaumgæfði aðstæður kom í ljós að ein ruslatunnanna í ruslageymslu fjölbýlishússins sem hann býr í stóð í ljósum logum auk þess sem úrgangur var fyrir utan dyr ruslageymslunnar. Í samtali við Vísi sagðist Jón Trausti hafa brugðist skjótt við og reynt að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki enn þó með takmörkuðum árangri því það tæmdist.Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar trúir ótrauður á það góða í fólki þrátt fyrir uppákomuna.Jón TraustiÁður en leið á löngu kom björgunarsveitamaður aðvífandi og dró logandi ruslatunnuna út úr geymslunni til þess að eldurinn næði ekki til nærliggjandi sorptunna. Jón Trausti bendir á að það hafi verið hárrétt ákvörðun í ljósi þess að tunnurnar voru farnar að bráðna. Íbúarnir hafa tilkynnt íkveikju til lögreglunnar en engin vitni hafa stigið fram enn sem komið er. Jón Trausti biðlar til fólks að setja sig í samband við lögreglu hafi það einhverjar upplýsingar um málið. Aðspurður segist Jón Trausti ekki hafa neinn grunaðann: „Nei, ég hef engan grunaðan, eins og ég segi. Það getur vel verið að það sé bara tilviljun að þetta hafi gerst á þessum stað, á þessum tíma og í þessu andrúmslofti sem hefur verið undanfarna daga. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um ásetning þarna.“ Jón Trausti segist sjálfur ekki vera skelkaður en að fimm ára dóttir hans hefði lagst í jörðina og brostið í grát. Hún hafi verið virkilega hrædd. Jón Trausti kýs þó að horfa til þess góða sem hann lærði af atvikinu sem er hjálpsemi björgunarsveitarmannsins og hyggst hann „trúa ótrauður áfram á það góða í fólki“.Hér að neðan er pistill ritstjórans í heild þar sem hann lýsir atvikinu.
Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira