Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2017 21:51 Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri hjá Norðurþingi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi og veita hvalaskoðunarbátum meira rými. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn frá Trésmiðjunni Rein á Húsavík steypa þekjuna á nýrri bryggju en steypan kemur frá steypustöðinni Steinsteypi á Húsavík. Hér munu leggja að flutningaskipin sem koma til með að þjóna iðnaðarsvæðinu á Bakka en hafnargerðin er á lokametrunum, rétt eins og aðrir þættir sem snúa að uppbyggingunni.Þekjan steypt á nýju bryggjunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að hafnargerðin kosti um einn milljarð króna en stærsta hlutann vann LNS Saga sem nú heitir Munck, Íslandi. Svokallaður Bökugarður var lengdur um eitthundrað metra og gert nýtt gáma- og geymslusvæði. Nýju mannvirkin nýtast þó fleirum en bara kísilveri PCC. „Já, við sjáum þegar töluverðan mun á því. Hingað eru að koma skip, sem voru ekki áður, bæði regluleg umferð hérna hjá skipafélögunum og líka tilfallandi skipakomur. Menn hafa náð að nýta þessar ferðir töluvert, bæði til þess að fá varning hér inn og til þess að senda hann út. Þannig að þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif á aðra starfsemi hér á svæðinu,” segir Snæbjörn.Séð yfir Húsavík og höfnina. Bökubakki er lengst til hægri,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og Húsvíkingar sjá fram á að ferðaþjónustan njóti góðs af stærri höfn. „Skemmtiferðaskip að auki hafa getað lagt að Bökubakkanum. Það býður upp á ýmsa möguleika til framtíðar að taka á móti mjög stórum skemmtiferðaskipum hérna þegar fram líða stundir.” Hvalaskoðunarbátar Húsvíkinga hafa svæðið innst í gömlu höfninni en nýja höfnin léttir á henni og veitir þannig hvalaskoðunarfyrirtækjunum meira svigrúm.Hvalaskoðunarbátarnir verða áfram innst í gömlu höfninni.„Það er bara frábært að hafa þessa fjölbreytni í kringum höfnina hérna; að hafa iðnaðarstarfsemina, að hafa ferðaþjónustuna, að hafa fiskinn. Þannig að þegar þetta kemur allt saman á svona á einu svæði, eins og höfnin er, þá er það bara frábært fyrir samfélög eins og hér,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi og veita hvalaskoðunarbátum meira rými. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn frá Trésmiðjunni Rein á Húsavík steypa þekjuna á nýrri bryggju en steypan kemur frá steypustöðinni Steinsteypi á Húsavík. Hér munu leggja að flutningaskipin sem koma til með að þjóna iðnaðarsvæðinu á Bakka en hafnargerðin er á lokametrunum, rétt eins og aðrir þættir sem snúa að uppbyggingunni.Þekjan steypt á nýju bryggjunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að hafnargerðin kosti um einn milljarð króna en stærsta hlutann vann LNS Saga sem nú heitir Munck, Íslandi. Svokallaður Bökugarður var lengdur um eitthundrað metra og gert nýtt gáma- og geymslusvæði. Nýju mannvirkin nýtast þó fleirum en bara kísilveri PCC. „Já, við sjáum þegar töluverðan mun á því. Hingað eru að koma skip, sem voru ekki áður, bæði regluleg umferð hérna hjá skipafélögunum og líka tilfallandi skipakomur. Menn hafa náð að nýta þessar ferðir töluvert, bæði til þess að fá varning hér inn og til þess að senda hann út. Þannig að þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif á aðra starfsemi hér á svæðinu,” segir Snæbjörn.Séð yfir Húsavík og höfnina. Bökubakki er lengst til hægri,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og Húsvíkingar sjá fram á að ferðaþjónustan njóti góðs af stærri höfn. „Skemmtiferðaskip að auki hafa getað lagt að Bökubakkanum. Það býður upp á ýmsa möguleika til framtíðar að taka á móti mjög stórum skemmtiferðaskipum hérna þegar fram líða stundir.” Hvalaskoðunarbátar Húsvíkinga hafa svæðið innst í gömlu höfninni en nýja höfnin léttir á henni og veitir þannig hvalaskoðunarfyrirtækjunum meira svigrúm.Hvalaskoðunarbátarnir verða áfram innst í gömlu höfninni.„Það er bara frábært að hafa þessa fjölbreytni í kringum höfnina hérna; að hafa iðnaðarstarfsemina, að hafa ferðaþjónustuna, að hafa fiskinn. Þannig að þegar þetta kemur allt saman á svona á einu svæði, eins og höfnin er, þá er það bara frábært fyrir samfélög eins og hér,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20