Fá ekki að kjósa vegna fötlunar Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 12. október 2017 07:00 Í 33. gr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum samningsins í íslenskum lögum og stjórnsýsluframkvæmd. 29. gr. samningsins ber yfirskriftina „Þátttaka í stjórnmálum og opinberu lífi“. Þar segir: Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt: a) tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þar með talið er réttur og tækifæri til þess að kjósa og vera kosinn, meðal annars með því: … iii. að fatlað fólk geti tjáð frjálst vilja sinn sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk þess, að það njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði. Í 1. mgr. 86. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eins og henni var breytt með lögum nr. 111/2012, segir: Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í kjörbókina, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar. Í 2. mgr. 86. gr. er síðan heimild, bundin ýmsum skilyrðum, fyrir einstakling til að fá aðstoð fulltrúa sem hann hefur sjálfur valið við að greiða atkvæði ef hann þarf aðstoð „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sambærileg ákvæði er að finna í 63. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Af framangreindu leiðir að samkvæmt kosningalögum er heimild fatlaðs einstaklings til aðstoðar við að greiða atkvæði bundin því skilyrði að þörf fyrir aðstoðina sé vegna „sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sé ástæða þess að einstaklingur þarf aðstoð til að greiða atkvæði annars konar fötlun, s.s. þroskahömlun, á hann því ekki rétt til aðstoðar samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er mismunun á grundvelli fötlunar sem stangast á við íslenska stjórnarskrá og framangreint ákvæði liðar iii. í a-lið 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fleiri ákvæði samningsins sem banna mismunun á grundvelli fötlunar. Landssamtökin Þroskahjálp hafa margsinnis bent íslenskum stjórnvöldum á þetta alvarlega mannréttindabrot og hafa krafist þess að þau gerðu nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnsýslu til að fólk með þroskahömlun fái notið þeirra mannréttinda og grundvallarréttar í lýðræðisríki að geta greitt atkvæði í kosningum eins og annað fólk og fái þannig að taka þátt í því með öðrum Íslendingum að velja fulltrúa til að fara með vald fyrir sína hönd. Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum áskorunum Þroskahjálpar. Og enn ganga landsmenn til kosninga og enn verður einstaklingum með þroskahömlun samkvæmt lögum neitað um þau mannréttindi að fá að taka þátt í því til jafns við aðra landsmenn. Lesa má um þessi mikilvægu mannréttindamál og hvernig staðan í þeim er almennt og hér á landi í grein Rannveigar Traustadóttur prófessors og James G. Rice lektors, Kosningar, lýðræði og fatlað fólk, sem birtist fyrr á árinu í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Greinina má nálgast hér: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/category/1/kosningarlydraediogfatladfolk Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Árni Múli Jónasson Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í 33. gr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum samningsins í íslenskum lögum og stjórnsýsluframkvæmd. 29. gr. samningsins ber yfirskriftina „Þátttaka í stjórnmálum og opinberu lífi“. Þar segir: Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt: a) tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þar með talið er réttur og tækifæri til þess að kjósa og vera kosinn, meðal annars með því: … iii. að fatlað fólk geti tjáð frjálst vilja sinn sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk þess, að það njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði. Í 1. mgr. 86. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eins og henni var breytt með lögum nr. 111/2012, segir: Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í kjörbókina, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar. Í 2. mgr. 86. gr. er síðan heimild, bundin ýmsum skilyrðum, fyrir einstakling til að fá aðstoð fulltrúa sem hann hefur sjálfur valið við að greiða atkvæði ef hann þarf aðstoð „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sambærileg ákvæði er að finna í 63. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Af framangreindu leiðir að samkvæmt kosningalögum er heimild fatlaðs einstaklings til aðstoðar við að greiða atkvæði bundin því skilyrði að þörf fyrir aðstoðina sé vegna „sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sé ástæða þess að einstaklingur þarf aðstoð til að greiða atkvæði annars konar fötlun, s.s. þroskahömlun, á hann því ekki rétt til aðstoðar samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er mismunun á grundvelli fötlunar sem stangast á við íslenska stjórnarskrá og framangreint ákvæði liðar iii. í a-lið 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fleiri ákvæði samningsins sem banna mismunun á grundvelli fötlunar. Landssamtökin Þroskahjálp hafa margsinnis bent íslenskum stjórnvöldum á þetta alvarlega mannréttindabrot og hafa krafist þess að þau gerðu nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnsýslu til að fólk með þroskahömlun fái notið þeirra mannréttinda og grundvallarréttar í lýðræðisríki að geta greitt atkvæði í kosningum eins og annað fólk og fái þannig að taka þátt í því með öðrum Íslendingum að velja fulltrúa til að fara með vald fyrir sína hönd. Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum áskorunum Þroskahjálpar. Og enn ganga landsmenn til kosninga og enn verður einstaklingum með þroskahömlun samkvæmt lögum neitað um þau mannréttindi að fá að taka þátt í því til jafns við aðra landsmenn. Lesa má um þessi mikilvægu mannréttindamál og hvernig staðan í þeim er almennt og hér á landi í grein Rannveigar Traustadóttur prófessors og James G. Rice lektors, Kosningar, lýðræði og fatlað fólk, sem birtist fyrr á árinu í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Greinina má nálgast hér: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/category/1/kosningarlydraediogfatladfolk Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar