Miðflokkurinn verður á síðustu stundu með framboðslista sína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 15:00 Allir þeir sjö flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag hafa lokið að skipa á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eiga hins vegar eftir að klára að skipa sína lista en þeir hafa til klukkan tólf á hádegi næst komandi föstudag til að skila inn fullbúnum listum og meðmælendum. Miðflokkurinn hefur kynnt lista sinn á Suðurlandi og hver leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Svanur Guðmundsson kosningastjóri flokksins segisr stöðuna varðandi framboðslista góða en stofnfundur Miðflokksins var síðast liðinn sunnudag. „Við erum bara með lúxusvanda. Við erum að skrá mikið af nýjum félögum sem hafa óskað eftir að vinna með okkur og hefur verið gríðarleg vinna í því. Fyrir utan að við erum mjög meðvituð um að stilla fólki upp á lista og fínpússa málefnaskrána okkar,“ segir Svanur. Allt þetta taki sinn tíma og menn vilji ekki kasta til hendinni við hvorki málefnaskrána né skipan á lista flokksins. „Og munum kynna alla listana á föstudaginn í síðasta lagi á fundi á Nordica. Föstudaginn þrettánda.“Nú rennur frsturinn út á hádegi á föstudag, þannig að þið verðið þá alveg á síðustu metrunum að skila inn framboðslistum? „Við höfum ákveðið að nýta allan þann tíma sem við mögulega fáum til þess að gera þetta rétt og vel,“ segir Svanur. Málefnavinnan verði líka að vera í samræmi við það fólk sem komi til með að skipa lista flokksins.Þetta hefur ekkert með það að gera að það gangi erfiðlega að fá fólk á listana? „Þvert á móti. Við erum í lúxusvanda eins og hefur komið fram. Við erum að reyna að finna, eða setja fram það fólk fram sem kann vel til verka í þessum málum.“Liggur það fyrir á þessari stundu hvar formaðurinn ætlar sjálfur að bjóða sig fram? „Við erum ekki tilbúin til að útvarpa því strax.“Þið vitið það sjálf en ætlið að geyma að greina frá því? „Já við vitum það en hlutirnir geta auðvitað alltaf breyst. En það er samt nokkuð öruggt hvernig það fer.“Heldur þú að hann verði í sama kjördæmi (Norðausturkjördæmi)? „Ég læt það duga sem ég var að segja við þig,“ sagði Svanur Guðmundsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Allir þeir sjö flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag hafa lokið að skipa á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn eiga hins vegar eftir að klára að skipa sína lista en þeir hafa til klukkan tólf á hádegi næst komandi föstudag til að skila inn fullbúnum listum og meðmælendum. Miðflokkurinn hefur kynnt lista sinn á Suðurlandi og hver leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Svanur Guðmundsson kosningastjóri flokksins segisr stöðuna varðandi framboðslista góða en stofnfundur Miðflokksins var síðast liðinn sunnudag. „Við erum bara með lúxusvanda. Við erum að skrá mikið af nýjum félögum sem hafa óskað eftir að vinna með okkur og hefur verið gríðarleg vinna í því. Fyrir utan að við erum mjög meðvituð um að stilla fólki upp á lista og fínpússa málefnaskrána okkar,“ segir Svanur. Allt þetta taki sinn tíma og menn vilji ekki kasta til hendinni við hvorki málefnaskrána né skipan á lista flokksins. „Og munum kynna alla listana á föstudaginn í síðasta lagi á fundi á Nordica. Föstudaginn þrettánda.“Nú rennur frsturinn út á hádegi á föstudag, þannig að þið verðið þá alveg á síðustu metrunum að skila inn framboðslistum? „Við höfum ákveðið að nýta allan þann tíma sem við mögulega fáum til þess að gera þetta rétt og vel,“ segir Svanur. Málefnavinnan verði líka að vera í samræmi við það fólk sem komi til með að skipa lista flokksins.Þetta hefur ekkert með það að gera að það gangi erfiðlega að fá fólk á listana? „Þvert á móti. Við erum í lúxusvanda eins og hefur komið fram. Við erum að reyna að finna, eða setja fram það fólk fram sem kann vel til verka í þessum málum.“Liggur það fyrir á þessari stundu hvar formaðurinn ætlar sjálfur að bjóða sig fram? „Við erum ekki tilbúin til að útvarpa því strax.“Þið vitið það sjálf en ætlið að geyma að greina frá því? „Já við vitum það en hlutirnir geta auðvitað alltaf breyst. En það er samt nokkuð öruggt hvernig það fer.“Heldur þú að hann verði í sama kjördæmi (Norðausturkjördæmi)? „Ég læt það duga sem ég var að segja við þig,“ sagði Svanur Guðmundsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar Fundurinn hófst klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni. 8. október 2017 16:15
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35
Fátítt að flokkar með lítið fylgi rétt fyrir kosningar snúi taflinu við Fátítt er að flokkur sem hafi mælst undir 5 prósenta þröskuldi rétt fyrir alþingiskosningar hafi náð vopnum sínum í kosningum og endurheimt fylgi. Viðreisn og Björt framtíð eiga báðir á hættu að þurrkast út í kosningunum 28. október en báðir flokkar mælast undir 5 prósent. 9. október 2017 11:59