Þrír slást um hylli tíu þúsund félagsmanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2017 06:00 vísir/vilhelm Þrír gefa kost á sér til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, varð fyrst til að ríða á vaðið. Þá tilkynnti Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, um framboð sitt 3. október. Á föstudagskvöld, skömmu áður en framboðsfrestur rann út, tilkynnti Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um framboð sitt. Kjartan Ólafsson, grunnskólakennari í Vatnsendaskóla, hafði lýst yfir framboði en dró það til baka um leið og Ragnar Þór tilkynnti um framboð. Kjartan hefur lýst stuðningi við framboð hans. Í framboði verða því tveir frambjóðendur úr Félagi grunnskólakennara og einn úr Félagi framhaldsskólakennara. Tveir frambjóðenda eru formenn aðildarfélaga en einn er starfandi kennari. Öll munu þau berjast um atkvæði um það bil tíu þúsund félagsmanna Kennarasambands Íslands. Kosið verður rafrænt 1. til 7. nóvember. Þau Ólafur og Guðríður eru sammála um að eitt stærsta hlutverk nýs formanns Kennarasambands Íslands verði að gæta hagsmuna kennara þegar laun opinbera markaðarins og almenna markaðarins verða jöfnuð, í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gaf þegar lög um jöfnun lífeyrisréttinda voru samþykkt. „Hlutverk formanns kennarasambandsins er að vera talsmaður allra félaganna í þeirra sameiginlegu málum. Aðalverkefni hans er að verða talsmaður allra kennara og koma málefnum kennara á framfæri. Það sem okkur vantað svolítið er að auka sýnileikann á kennurum og kennarastarfinu almennt,“ segir Ólafur. En það sé ekki hlutverk formanns Kennarasambandsins að taka þátt í kjaraviðræðum aðildarfélaganna. Guðríður telur að auk þess að gæta að hagsmunum varðandi launajöfnun opinbera og almenna markaðarins geti formaður sambandsins talað fyrir málum eins og styttingu vinnuvikunnar, sem sé sameiginlegt hagsmunamál allra kennara. Þá eigi hann að standa vörð um menntun allra kennara. „Það hefur verið mikið í umræðunni núna að bregðast við viðvarandi kennaraskorti á leikskólastiginu og að einhverju leyti grunnskólastiginu. Þá hafa einhverjir viðrað hugmyndir um það að lausnin gæti verið að stytta kennaranámið. Við munum aldrei samþykkja að slakað verði á menntunarkröfum kennara,“ segir Guðríður. Ragnar Þór segir stöðu menntamála vera orðna slæma, sama til hvaða skólastigs er horft. „Þetta hefur ekki gerst í tómarúmi eða af tilviljun. Hér hefur hlutum verið stýrt í ákveðið far og ef haldið verður áfram á þessari braut þá horfum við fram á stórkostlegan skaða. Minn tilgangur með því að bjóða mig fram er að reyna að nýta þann kraft sem býr í þessum fjölmennu samtökum kennara til að reyna að afstýra því,“ segir Ragnar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Þrír gefa kost á sér til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, varð fyrst til að ríða á vaðið. Þá tilkynnti Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, um framboð sitt 3. október. Á föstudagskvöld, skömmu áður en framboðsfrestur rann út, tilkynnti Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, um framboð sitt. Kjartan Ólafsson, grunnskólakennari í Vatnsendaskóla, hafði lýst yfir framboði en dró það til baka um leið og Ragnar Þór tilkynnti um framboð. Kjartan hefur lýst stuðningi við framboð hans. Í framboði verða því tveir frambjóðendur úr Félagi grunnskólakennara og einn úr Félagi framhaldsskólakennara. Tveir frambjóðenda eru formenn aðildarfélaga en einn er starfandi kennari. Öll munu þau berjast um atkvæði um það bil tíu þúsund félagsmanna Kennarasambands Íslands. Kosið verður rafrænt 1. til 7. nóvember. Þau Ólafur og Guðríður eru sammála um að eitt stærsta hlutverk nýs formanns Kennarasambands Íslands verði að gæta hagsmuna kennara þegar laun opinbera markaðarins og almenna markaðarins verða jöfnuð, í samræmi við fyrirheit sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gaf þegar lög um jöfnun lífeyrisréttinda voru samþykkt. „Hlutverk formanns kennarasambandsins er að vera talsmaður allra félaganna í þeirra sameiginlegu málum. Aðalverkefni hans er að verða talsmaður allra kennara og koma málefnum kennara á framfæri. Það sem okkur vantað svolítið er að auka sýnileikann á kennurum og kennarastarfinu almennt,“ segir Ólafur. En það sé ekki hlutverk formanns Kennarasambandsins að taka þátt í kjaraviðræðum aðildarfélaganna. Guðríður telur að auk þess að gæta að hagsmunum varðandi launajöfnun opinbera og almenna markaðarins geti formaður sambandsins talað fyrir málum eins og styttingu vinnuvikunnar, sem sé sameiginlegt hagsmunamál allra kennara. Þá eigi hann að standa vörð um menntun allra kennara. „Það hefur verið mikið í umræðunni núna að bregðast við viðvarandi kennaraskorti á leikskólastiginu og að einhverju leyti grunnskólastiginu. Þá hafa einhverjir viðrað hugmyndir um það að lausnin gæti verið að stytta kennaranámið. Við munum aldrei samþykkja að slakað verði á menntunarkröfum kennara,“ segir Guðríður. Ragnar Þór segir stöðu menntamála vera orðna slæma, sama til hvaða skólastigs er horft. „Þetta hefur ekki gerst í tómarúmi eða af tilviljun. Hér hefur hlutum verið stýrt í ákveðið far og ef haldið verður áfram á þessari braut þá horfum við fram á stórkostlegan skaða. Minn tilgangur með því að bjóða mig fram er að reyna að nýta þann kraft sem býr í þessum fjölmennu samtökum kennara til að reyna að afstýra því,“ segir Ragnar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira