Heilbrigð sál í hraustum líkama Willum Þór Þórsson og Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 10. október 2017 07:00 Komandi kosningar snúast um traust. Um það að hér komist á stöðugt stjórnarfar. Um það að við getum farið til okkar starfa að morgni í trausti þess að hér sé ríkisstjórn að störfum að sinna brýnum verkefnum sem henni er ætlað af þjóðinni og málefnalegt Alþingi sem veitir ríkisstjórninni heilbrigt aðhald. Öflugra félagslegt heilbrigðiskerfi er eitt af þessum mikilvægu verkefnum, sem þýðir m.a. jafnt aðgengi og sem minnstan kostnað fyrir sjúklinga. Skipulag, rekstur, fjármögnun og stefnumótun er á hendi hins opinbera. Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg kerfi skila greiðari aðgangi, lægri kostnaði og betri lýðheilsu. Við stefnumótun og markmiðssetningu um bætta lýðheilsu ættum við í auknum mæli að líta til forvarna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi dregur úr hvers kyns frávikshegðun og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra, heilsu og almenna líðan auk þess sem aukin hreyfing dregur úr hvers kyns kvillum og sjúkdómum og hefur jákvæð áhrif á skólastarf og vinnumarkað. Stuðningur við íþrótta-, ungmenna- og æskulýðsfélögin er því heilbrigðismál og besta forvörn sem til er. Við framsóknarmenn viljum m.a. auka þennan stuðning með því að endurgreiða virðisaukaskatt til viðhalds og uppbyggingar mannvirkja. Allur slíkur stuðningur er hluti af forvörnum á sviði heilbrigðismála, markmiðum um bætta lýðheilsu og dregur til lengri tíma úr álagi og kostnaði við heilbrigðiskerfið. Við viljum taka þátt í félagshyggjustjórn þar sem bætt lýðheilsa, forvarnir, íþrótta- og æskulýðsstarf er meðal annarra brýnna mála í öndvegi. Willum Þór Þórsson skipar 1. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Kristbjörg Þórisdóttir, skipar 2. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Willum Þór Þórsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Komandi kosningar snúast um traust. Um það að hér komist á stöðugt stjórnarfar. Um það að við getum farið til okkar starfa að morgni í trausti þess að hér sé ríkisstjórn að störfum að sinna brýnum verkefnum sem henni er ætlað af þjóðinni og málefnalegt Alþingi sem veitir ríkisstjórninni heilbrigt aðhald. Öflugra félagslegt heilbrigðiskerfi er eitt af þessum mikilvægu verkefnum, sem þýðir m.a. jafnt aðgengi og sem minnstan kostnað fyrir sjúklinga. Skipulag, rekstur, fjármögnun og stefnumótun er á hendi hins opinbera. Rannsóknir hafa sýnt að félagsleg kerfi skila greiðari aðgangi, lægri kostnaði og betri lýðheilsu. Við stefnumótun og markmiðssetningu um bætta lýðheilsu ættum við í auknum mæli að líta til forvarna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi dregur úr hvers kyns frávikshegðun og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra, heilsu og almenna líðan auk þess sem aukin hreyfing dregur úr hvers kyns kvillum og sjúkdómum og hefur jákvæð áhrif á skólastarf og vinnumarkað. Stuðningur við íþrótta-, ungmenna- og æskulýðsfélögin er því heilbrigðismál og besta forvörn sem til er. Við framsóknarmenn viljum m.a. auka þennan stuðning með því að endurgreiða virðisaukaskatt til viðhalds og uppbyggingar mannvirkja. Allur slíkur stuðningur er hluti af forvörnum á sviði heilbrigðismála, markmiðum um bætta lýðheilsu og dregur til lengri tíma úr álagi og kostnaði við heilbrigðiskerfið. Við viljum taka þátt í félagshyggjustjórn þar sem bætt lýðheilsa, forvarnir, íþrótta- og æskulýðsstarf er meðal annarra brýnna mála í öndvegi. Willum Þór Þórsson skipar 1. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi. Kristbjörg Þórisdóttir, skipar 2. sæti á lista Framsóknarmanna í SV-kjördæmi.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar