Ekki er vitað fyrir hvað er ákært né hver verði ákærður. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, fyrrverandi saksóknari, sem var mikill stuðningsmaður Trump sagði í viðtali á CNN að hver sá sem ákæran beindist gegn ætti „að hafa áhyggjur“.
Mueller rannsakar tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og einnig hvort að þau hafi átt í samráði við forsetaframboð Donalds Trump.
Sjá einnig: Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni
Leyniþjónustur Bandaríkjanna og aðrar öryggisstofnanir komust að þeirri niðurstöðu í janúar að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa Donald Trump að sigra Hillary Clinton. Til þess hefðu þeir meðal annars beitt áróðri og tölvuárásum.
Donald Trump hefur að mestu sagt þetta vera rangt. Undanfarna daga hefur hann þar að auki tíst mikið um að Clinton hafi í raun starfað með yfirvöldum í Rússlandi. Bandamenn forsetans hafa reynt að draga úr mikilvægi mögulegrar handtöku fyrir mikilvæga viku fyrir Trump.
Til stendur að opinbera val forsetans um hver muni stýra Seðlabanka Bandaríkjanna, lyfta hulunni af nýju skattafrumvarpi og einnig hefst tólf daga ferðalag Trump um Asíu í vikunni.
Eins og Politco bendir á lýsti Trump þó ítrekað yfir vanþóknun sinni á rannsókn Mueller í gær.
Never seen such Republican ANGER & UNITY as I have concerning the lack of investigation on Clinton made Fake Dossier (now $12,000,000?),....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017
...the Uranium to Russia deal, the 33,000 plus deleted Emails, the Comey fix and so much more. Instead they look at phony Trump/Russia,....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017
..."collusion," which doesn't exist. The Dems are using this terrible (and bad for our country) Witch Hunt for evil politics, but the R's...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017
...are now fighting back like never before. There is so much GUILT by Democrats/Clinton, and now the facts are pouring out. DO SOMETHING!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017
All of this "Russia" talk right when the Republicans are making their big push for historic Tax Cuts & Reform. Is this coincidental? NOT!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017
Trump sagði einnig að réttast væri að rannsaka Hillary Clinton og sagði repúblikana reiða eftir að í ljós kom að framboð hennar hefði komið að fjármögnun Steele-skýrslunnar svokölluðu.
Sjá einnig: Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu
Hann vísaði einnig til ásakana um að Clinton hefði sem utanríkisráðherra selt Rússlandi um fimmtung af Úraníumi Bandaríkjanna sem tilefni til rannsóknar. Þær ásakanir voru þó hraktar fyrir löngu síðan af mörgum miðlum.
Lögfræðingur Hvíta hússins sagði í gær að tíst Trump hefðu ekkert með aðgerðir Robert Mueller að gera.
„Þvert á það sem margir hafa gefið í skyn, tengjast ummæli forsetans ekki rannsókn sérstaks saksóknara, sem forsetinn starfar áfram með,“ sagði Ty Cobb, lögfræðingur Hvíta hússins.
Nokkrir sem koma til greina
Fréttaveitan Reuters hefur farið yfir rannsókn Mueller og hverjir hafi verið fengnir í yfirheyrslur. Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, er einn þeirra og sömuleiðis Sean Spicer, fyrrverandi talsmaður Hvíta hússins.
Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu húsleit á heimili Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, í sumar. Hann hefur verið til rannsóknar vegna fasteignaviðskipta í Rússlandi og starfa hans fyrir stjórnmálaflokk í Úkraínu sem talinn er hliðhollur Rússlandi.
Sömuleiðis hefur Michael Flynn, ráðgjafi í framboði Trump og fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, verið til rannsóknar. Hann var rekinn úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa í febrúar eftir að hann sagði meðal annars Mike Pence, varaforseta, ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.
Repúblikanar hafa gagnrýnt að upplýsingar um ákæruna hafi lekið til fjölmiðla og segja það vera klárt lögbrot.