Frjálslyndi víkur fyrir afturhaldssemi með hækkandi aldri Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2017 22:45 Pawel Bartoszek, Jóna Sólveig Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Gunnar Hrafn Jónsson eru á meðal þingmanna í yngri kantinum sem missa sæti sín á þingi í kosningunum. Vísir/Samsett mynd Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segist klárlega sjá fram á breyttar áherslur á þingi með hækkandi meðalaldri þingmanna. Meðalaldur þingsins hækkaði um 6 ár í kosningunum í gær. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings, sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall en meðalaldur hefur ekki verið hærri síðan 2007.Eldri í staðnn fyrir yngri Af nýju þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri. Nokkur fjöldi ungra þingmanna missir sæti sín en á meðal þeirra eru Hildur Sverrisdóttir, fædd 1978, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jóna Sólveig Einarsdóttir, fædd 1985, og Pawel Bartozek, fæddur 1980, fyrir Viðreisn, Gunnar Hrafn Jónsson, fæddur 1981, og Eva Pandóra Baldursdóttir, fædd 1990, fyrir Pírata. Flokkur fólksins er rúmlega sextugur að meðaltali og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 51 árs en báðir flokkarnir koma nýir inn á þing. Þá hækkaði meðalaldur allra hinna flokkanna nema Samfylkingarinnar, sem yngist á milli kosninga.Sjá einnig: Nítján nýir þingmenn taka sætiPawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar.Mynd/Anton BrinkAllt annað þing, hópur og dýnamíkPawel Bartoszek, fráfarandi þingmaður Viðreisnar, segir nýtt og eldra þing síðra nú eftir að hann náði ekki kjöri. „Ég náttúrulega barðist fyrir því að ná inn á þing, vegna þess að ég taldi að þingið yrði betra með mér en án. Þess vegna finnst mér þingið eðlilega örlítið síðra núna vegna þess að ég er ekki þar. En það þýðir ekkert að deila við dóm þjóðarinnar um það,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Aðspurður segir Pawel að hár aldur þingmanna sem koma inn í stað þeirra yngri muni skila sér í breyttum áherslum á Alþingi. „Klárlega, þetta er allt annað þing, allt annar hópur og allt önnur dýnamík. Hin frjálslynda miðja víkur að einhverju leyti fyrir talsvert afturhaldssamari miðju,“ segir Pawel sem öðru fremur er þó þakklátur fyrir tíma sinn á þingi. „Þó maður sé auðvitað svekktur yfir því að vera ekki í lengur í því hlutverki að vera á þingi þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að gera það.“ Kosningar 2017 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segist klárlega sjá fram á breyttar áherslur á þingi með hækkandi meðalaldri þingmanna. Meðalaldur þingsins hækkaði um 6 ár í kosningunum í gær. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings, sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall en meðalaldur hefur ekki verið hærri síðan 2007.Eldri í staðnn fyrir yngri Af nýju þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri. Nokkur fjöldi ungra þingmanna missir sæti sín en á meðal þeirra eru Hildur Sverrisdóttir, fædd 1978, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jóna Sólveig Einarsdóttir, fædd 1985, og Pawel Bartozek, fæddur 1980, fyrir Viðreisn, Gunnar Hrafn Jónsson, fæddur 1981, og Eva Pandóra Baldursdóttir, fædd 1990, fyrir Pírata. Flokkur fólksins er rúmlega sextugur að meðaltali og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 51 árs en báðir flokkarnir koma nýir inn á þing. Þá hækkaði meðalaldur allra hinna flokkanna nema Samfylkingarinnar, sem yngist á milli kosninga.Sjá einnig: Nítján nýir þingmenn taka sætiPawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar.Mynd/Anton BrinkAllt annað þing, hópur og dýnamíkPawel Bartoszek, fráfarandi þingmaður Viðreisnar, segir nýtt og eldra þing síðra nú eftir að hann náði ekki kjöri. „Ég náttúrulega barðist fyrir því að ná inn á þing, vegna þess að ég taldi að þingið yrði betra með mér en án. Þess vegna finnst mér þingið eðlilega örlítið síðra núna vegna þess að ég er ekki þar. En það þýðir ekkert að deila við dóm þjóðarinnar um það,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Aðspurður segir Pawel að hár aldur þingmanna sem koma inn í stað þeirra yngri muni skila sér í breyttum áherslum á Alþingi. „Klárlega, þetta er allt annað þing, allt annar hópur og allt önnur dýnamík. Hin frjálslynda miðja víkur að einhverju leyti fyrir talsvert afturhaldssamari miðju,“ segir Pawel sem öðru fremur er þó þakklátur fyrir tíma sinn á þingi. „Þó maður sé auðvitað svekktur yfir því að vera ekki í lengur í því hlutverki að vera á þingi þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að gera það.“
Kosningar 2017 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira