Þingheimur eldist um sex ár Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. október 2017 16:20 Meðalþingmaðurinn á nýju þingi er að komast á sextugsaldur. Vísir/Anton Brink Meðalaldur þingmanna á nýju þingi verður tæp fimmtíu ár og hækkar um rúm sex ár frá því á síðasta þingi eftir kosningarnar í gær. Rúmir fjórir áratugir skilja að yngsta og elsta þingmanninn. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings og var sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall. Þingið nú er það elsta frá því eftir þingkosningarnar 2007. Aldursforseti nýs þings er Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna úr Suðurkjördæmi. Hann var 68 ára, tíu mánaða og 25 daga gamall á kjördag. Á milli hans og Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur, yngsta þingmannsins eru 42 ár. Áslaug Arna, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavíkurkjördæmi norður var 26 ára, tíu mánaða og 28 daga gömul þegar hún var kjörin á þing öðru sinni í gær. Sjáfstæðismenn eiga einnig næstyngsta þingmanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, en hún er 29 ára, ellefu mánaða og 24 ára gömul. Þær Áslaug Arna eru einu þingmennirnir sem eru undir þrítugu. Af þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri.Píratar yngstir, Flokkur fólksins elstur Af einstökum þingflokkum eru Píratar með áberandi lægsta meðalaldurinn, tæp 37 ár. Það er þó nokkuð hærra en eftir síðustu kosningar en þá voru þingmenn Pírata 33 ára gamlir að meðaltali. Á hinum endanum er Flokkur fólksins þar sem nýkjörnir þingmenn flokksins eru rúmlega sextugir að meðaltali. Aðeins þingflokkur Samfylkingarinnar yngist á milli kosninga. Eftir þingkosningarnar í fyrra var meðalaldur þingflokksins rúm 54 ár en er nú tæpt 51 og hálft. Aðrir flokkar sem áttu þingmenn á þingi fyrir eldast töluvert. Mesta öldrunin á sér stað í þingflokki Viðreisnar. Meðalaldur þingmanna flokksins var 44,7 ár á síðasta þingi en er nú rúm 53 ár. Þingflokkur Framsóknarflokksins eldist um tæp sex ár og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um það bil fjögur ár. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er 51 árs að meðaltali. Kosningar 2017 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Meðalaldur þingmanna á nýju þingi verður tæp fimmtíu ár og hækkar um rúm sex ár frá því á síðasta þingi eftir kosningarnar í gær. Rúmir fjórir áratugir skilja að yngsta og elsta þingmanninn. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings og var sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall. Þingið nú er það elsta frá því eftir þingkosningarnar 2007. Aldursforseti nýs þings er Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna úr Suðurkjördæmi. Hann var 68 ára, tíu mánaða og 25 daga gamall á kjördag. Á milli hans og Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur, yngsta þingmannsins eru 42 ár. Áslaug Arna, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavíkurkjördæmi norður var 26 ára, tíu mánaða og 28 daga gömul þegar hún var kjörin á þing öðru sinni í gær. Sjáfstæðismenn eiga einnig næstyngsta þingmanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, en hún er 29 ára, ellefu mánaða og 24 ára gömul. Þær Áslaug Arna eru einu þingmennirnir sem eru undir þrítugu. Af þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri.Píratar yngstir, Flokkur fólksins elstur Af einstökum þingflokkum eru Píratar með áberandi lægsta meðalaldurinn, tæp 37 ár. Það er þó nokkuð hærra en eftir síðustu kosningar en þá voru þingmenn Pírata 33 ára gamlir að meðaltali. Á hinum endanum er Flokkur fólksins þar sem nýkjörnir þingmenn flokksins eru rúmlega sextugir að meðaltali. Aðeins þingflokkur Samfylkingarinnar yngist á milli kosninga. Eftir þingkosningarnar í fyrra var meðalaldur þingflokksins rúm 54 ár en er nú tæpt 51 og hálft. Aðrir flokkar sem áttu þingmenn á þingi fyrir eldast töluvert. Mesta öldrunin á sér stað í þingflokki Viðreisnar. Meðalaldur þingmanna flokksins var 44,7 ár á síðasta þingi en er nú rúm 53 ár. Þingflokkur Framsóknarflokksins eldist um tæp sex ár og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um það bil fjögur ár. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er 51 árs að meðaltali.
Kosningar 2017 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira