Bjarni: Snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2017 12:48 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi. Vísir/Ernir Staðan eftir kosningar er án fordæma að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn með Vinstri grænum og Samfylkingu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það gamaldags nálgun að einblína á sterka meirihluta fárra flokka. Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær. Engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg og aðeins er hægt að mynda þriggja flokka stjórnir ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma saman að þeim. Í umræðum leiðtoga flokkanna á Stöð 2 í hádeginu sagði Bjarni að við þær aðstæður sem nú væru uppi væri eðlilegt að horfa til þess að mynda sterka kjölfesta og taldi hann Sjálfstæðisflokkinn geta verið slík kjölfesta sem stærsti flokkurinn á þingi. Nauðsynlegt væri að koma ró á stjórnmálin og allir þyrftu að leggja sitt af mörkum þar. Áður hefur Bjarni sagt að honum hugnaðist betur ríkisstjórn færri flokka en fleiri. Í umræðunum nú sagðist hann telja það kalla á færri málamiðlanir. Þegar Bjarni var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að mynda þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingunni sagðist hann ekki ætla að fara fram úr sér enda ætti hann eftir að heyra betur í samflokksmönnum sínum. „Þetta er snúið ef menn ætla að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn,“ tók Bjarni þó fram og sagði að þá þyrfti að skýra fyrir flokksmönnum hvernig hægt væri að þynna stefnu flokksins svo mikið út. Viðurkenndi Bjarni þó að kannski kallaði staðan á það. „Mér finnst þetta snúin staða sem er komin upp,“ sagði hann.Katrín Jakobsdóttir opnaði á möguleikann á minnihlutastjórn í umræðum á Stöð 2 í hádeginu.Vísir/AntonFannst ekki verra að starfa í minnihlutastjórn Þegar Katrín var spurð út í möguleg stjórnarmynstur gerði hún lítið úr þeim bollaleggingum og sagðist telja þær gamaldags nálgun. Málið snerist í raun um að nálgast hvernig flokkarnir ætluðu að vinna saman inni á þingi hvort sem meirihluta- eða minnihlutastjórn tæki við. Sagði hún marga ekki trúa því að minnihlutastjórnir væru mögulegar. Benti hún í því samhengi á afdrif ríkisstjórna frá hruni. Það hafi verið tveggja og þriggja flokka stjórnir sem hafi annað hvort ekki enst kjörtímabil sín eða endað sem minnihlutastjórn í tilfelli vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar frá 2009 til 2013. „Mér fannst það ekki verra,“ sagði Katrín um reynsluna af því að starfa í minnihlutastjórn. Katrín sagði að læra þyrfti af þessari reynslu. Málið snerist augljóslega ekki um hversu traustur meirihlutinn væri heldur hvernig flokkarnir ynnu saman. Hvað fylgi Vinstri grænna varðaði sagðist Katrín sátt við það jafnvel þó að skoðanakannanir hafi á tímabili bent til þess að flokkurinn fengi mun meiri stuðning. Benti hún á að vinstri vængurinn væri að styrkja sig og vísaði til fylgisaukningar Samfylkingarinnar. „Mér finnst það merkilegt,“ sagði Katrín. Kosningar 2017 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Staðan eftir kosningar er án fordæma að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn með Vinstri grænum og Samfylkingu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það gamaldags nálgun að einblína á sterka meirihluta fárra flokka. Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær. Engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg og aðeins er hægt að mynda þriggja flokka stjórnir ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma saman að þeim. Í umræðum leiðtoga flokkanna á Stöð 2 í hádeginu sagði Bjarni að við þær aðstæður sem nú væru uppi væri eðlilegt að horfa til þess að mynda sterka kjölfesta og taldi hann Sjálfstæðisflokkinn geta verið slík kjölfesta sem stærsti flokkurinn á þingi. Nauðsynlegt væri að koma ró á stjórnmálin og allir þyrftu að leggja sitt af mörkum þar. Áður hefur Bjarni sagt að honum hugnaðist betur ríkisstjórn færri flokka en fleiri. Í umræðunum nú sagðist hann telja það kalla á færri málamiðlanir. Þegar Bjarni var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að mynda þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingunni sagðist hann ekki ætla að fara fram úr sér enda ætti hann eftir að heyra betur í samflokksmönnum sínum. „Þetta er snúið ef menn ætla að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn,“ tók Bjarni þó fram og sagði að þá þyrfti að skýra fyrir flokksmönnum hvernig hægt væri að þynna stefnu flokksins svo mikið út. Viðurkenndi Bjarni þó að kannski kallaði staðan á það. „Mér finnst þetta snúin staða sem er komin upp,“ sagði hann.Katrín Jakobsdóttir opnaði á möguleikann á minnihlutastjórn í umræðum á Stöð 2 í hádeginu.Vísir/AntonFannst ekki verra að starfa í minnihlutastjórn Þegar Katrín var spurð út í möguleg stjórnarmynstur gerði hún lítið úr þeim bollaleggingum og sagðist telja þær gamaldags nálgun. Málið snerist í raun um að nálgast hvernig flokkarnir ætluðu að vinna saman inni á þingi hvort sem meirihluta- eða minnihlutastjórn tæki við. Sagði hún marga ekki trúa því að minnihlutastjórnir væru mögulegar. Benti hún í því samhengi á afdrif ríkisstjórna frá hruni. Það hafi verið tveggja og þriggja flokka stjórnir sem hafi annað hvort ekki enst kjörtímabil sín eða endað sem minnihlutastjórn í tilfelli vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar frá 2009 til 2013. „Mér fannst það ekki verra,“ sagði Katrín um reynsluna af því að starfa í minnihlutastjórn. Katrín sagði að læra þyrfti af þessari reynslu. Málið snerist augljóslega ekki um hversu traustur meirihlutinn væri heldur hvernig flokkarnir ynnu saman. Hvað fylgi Vinstri grænna varðaði sagðist Katrín sátt við það jafnvel þó að skoðanakannanir hafi á tímabili bent til þess að flokkurinn fengi mun meiri stuðning. Benti hún á að vinstri vængurinn væri að styrkja sig og vísaði til fylgisaukningar Samfylkingarinnar. „Mér finnst það merkilegt,“ sagði Katrín.
Kosningar 2017 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“