Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 15:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi. Vísir/Vilhelm Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Helgi er til viðtals í umfjöllun franska dagblaðsins Le Monde, eins virtasta dagblaðs í heimi, um íslensku alþingiskosningarnar sem fram fara í dag dag.Franska dagblaðið Le Monde er eitt virtasta dagblað í heimi en fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar í blaðinu í dag.Vísir/SkjáskotBlaðamaður Le Monde leggur áherslu á tíðar kosningar Íslendinga undanfarin ár í umfjölluninni, „þær þriðju á fjórum árum“ og „þær fimmtu á tíu árum“ ritar blaðamaður, sem ræðir auk þess kosningarnar við nokkra Íslendinga. „Málið sem felldi ríkisstjórnina“, hina alræmdu uppreist æru og aðkomu föður Bjarna Benediktssonar að því máli, setur tóninn í byrjun fréttarinnar. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir að ekki hafi mikið þurft til að fella ríkisstjórnina í byrjun september og nefnir fjölda samstarfsflokka og tæpan meirihluta stjórnarinnar á þingi í því samhengi.Lögðu áherslu á ósannindi og ófrægingu Þá er rætt við Helga Gunnlaugsson félagsfræðing en hann segir „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa háð kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson greip einnig til Trump-líkingarinnar í samtali við New York Times, þar sem fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar. Jóhannes líkti þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, við Bandaríkjaforseta. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir,“ sagði Jóhannes. Helgi Gunnlaugsson segir enn fremur í samtali við Le Monde í dag að óvissan sé það eina sem hægt sé að slá föstu í hringiðu kosninganna, að Íslendingar séu hreinlega komnir með nóg. „Íslendingar hafa fengið sig svo fullsadda af ástandinu að það er ómögulegt að segja til um það hvað þeir gera.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Helgi er til viðtals í umfjöllun franska dagblaðsins Le Monde, eins virtasta dagblaðs í heimi, um íslensku alþingiskosningarnar sem fram fara í dag dag.Franska dagblaðið Le Monde er eitt virtasta dagblað í heimi en fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar í blaðinu í dag.Vísir/SkjáskotBlaðamaður Le Monde leggur áherslu á tíðar kosningar Íslendinga undanfarin ár í umfjölluninni, „þær þriðju á fjórum árum“ og „þær fimmtu á tíu árum“ ritar blaðamaður, sem ræðir auk þess kosningarnar við nokkra Íslendinga. „Málið sem felldi ríkisstjórnina“, hina alræmdu uppreist æru og aðkomu föður Bjarna Benediktssonar að því máli, setur tóninn í byrjun fréttarinnar. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir að ekki hafi mikið þurft til að fella ríkisstjórnina í byrjun september og nefnir fjölda samstarfsflokka og tæpan meirihluta stjórnarinnar á þingi í því samhengi.Lögðu áherslu á ósannindi og ófrægingu Þá er rætt við Helga Gunnlaugsson félagsfræðing en hann segir „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa háð kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson greip einnig til Trump-líkingarinnar í samtali við New York Times, þar sem fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar. Jóhannes líkti þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, við Bandaríkjaforseta. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir,“ sagði Jóhannes. Helgi Gunnlaugsson segir enn fremur í samtali við Le Monde í dag að óvissan sé það eina sem hægt sé að slá föstu í hringiðu kosninganna, að Íslendingar séu hreinlega komnir með nóg. „Íslendingar hafa fengið sig svo fullsadda af ástandinu að það er ómögulegt að segja til um það hvað þeir gera.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36
Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30