Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 WOW Air, flugfélag Skúla Mogensen, stendur upp úr þegar tölur yfir kvartanir til Samgöngustofu eru skoðaðar. Vísir/anton brink Algjör sprenging hefur orðið í fjölda kvartana sem Samgöngustofu berast frá flugfarþegum. Fjöldi erinda það sem af er ári hefur tvöfaldast frá því í fyrra eftir að hafa tvöfaldast milli ára í fyrra sömuleiðis. Neytendur eru betur upplýstir nú um réttindi sín, segir Samgöngustofa. Langflest erindin varða seinkanir á vélum WOW air. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa Samgöngustofu borist 895 kvartanir vegna flugfélaga það sem af er ári en þar af eru 582 vegna WOW air. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum fjölda erinda sem borist hafa Samgöngustofu til meðferðar það sem af er ári vegna flugfélaga en ef flugfélög hafna kröfu farþega um bætur eða endurgreiðslu getur Samgöngustofa hjálpað með úrlausn mála. Ástæður kvartana geta verið vegna þess að flugi hefur verið aflýst, seinkun hefur orðið á flugi, farþega neitað um far eða tjón hafi orðið á farangri.Samgöngustofa segir misjafnt hversu margir einstaklingar eru á bak við hvert erindi og að ferli mála ljúki með mismunandi hætti. Hluti þeirra endar með ákvörðun Samgöngustofu þar sem flugfélögum getur verið gert að greiða kvartanda bætur en í mörgum tilfellum næst sátt milli farþega og flugrekanda. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir flugfarþega í auknum mæli leita réttar síns. „Mjög mikil aukning hefur orðið á fjölda erinda af þessum toga sem berast stofunni. Þannig má segja að árið 2016 hafi erindi hingað tvöfaldast frá því sem áður var og nú á þessu ári hefur einnig orðið tvöföldun kvartana flugfarþega frá því sem var 2016.“ Þórhildur segir skýringarnar helst aukna neytendavitund almennings og vöxt í flugsamgöngum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að um 70% erindanna séu tilkomin vegna þess að félagið hefur ekki svarað. „Sem er augljóslega ekki ásættanlegt en skýrist af þeirri miklu stækkun sem WOW air hefur farið í gegnum undanfarin ár.“ Bendir Svanhvít á að farþegafjöldi hafi vaxið um 296% frá 2015-2017. „Því miður hefur þessi mikli vöxtur orðið til þess að við höfum ekki náð að svara öllum sem skyldi á réttum tíma og geta svarað farþegum hvort um bótaskylt atvik er að ræða.“ WOW hafi fjárfest mikið síðustu mánuði til að geta þjónustað viðskiptavini betur og að gengið hafi verið frá nær öllum þessara 70% erinda er varða svarleysi. Hins vegar hafi stór hluti komið til af óviðráðanlegum aðstæðum. Nefnir hún sem dæmi óveður og árekstur kerru Icelandair Ground Service við breiðþotu WOW í apríl. „Kvartanir berast frá farþegum en WOW air er ekki bótaskylt í öllum tilfellum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Algjör sprenging hefur orðið í fjölda kvartana sem Samgöngustofu berast frá flugfarþegum. Fjöldi erinda það sem af er ári hefur tvöfaldast frá því í fyrra eftir að hafa tvöfaldast milli ára í fyrra sömuleiðis. Neytendur eru betur upplýstir nú um réttindi sín, segir Samgöngustofa. Langflest erindin varða seinkanir á vélum WOW air. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa Samgöngustofu borist 895 kvartanir vegna flugfélaga það sem af er ári en þar af eru 582 vegna WOW air. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum fjölda erinda sem borist hafa Samgöngustofu til meðferðar það sem af er ári vegna flugfélaga en ef flugfélög hafna kröfu farþega um bætur eða endurgreiðslu getur Samgöngustofa hjálpað með úrlausn mála. Ástæður kvartana geta verið vegna þess að flugi hefur verið aflýst, seinkun hefur orðið á flugi, farþega neitað um far eða tjón hafi orðið á farangri.Samgöngustofa segir misjafnt hversu margir einstaklingar eru á bak við hvert erindi og að ferli mála ljúki með mismunandi hætti. Hluti þeirra endar með ákvörðun Samgöngustofu þar sem flugfélögum getur verið gert að greiða kvartanda bætur en í mörgum tilfellum næst sátt milli farþega og flugrekanda. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir flugfarþega í auknum mæli leita réttar síns. „Mjög mikil aukning hefur orðið á fjölda erinda af þessum toga sem berast stofunni. Þannig má segja að árið 2016 hafi erindi hingað tvöfaldast frá því sem áður var og nú á þessu ári hefur einnig orðið tvöföldun kvartana flugfarþega frá því sem var 2016.“ Þórhildur segir skýringarnar helst aukna neytendavitund almennings og vöxt í flugsamgöngum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að um 70% erindanna séu tilkomin vegna þess að félagið hefur ekki svarað. „Sem er augljóslega ekki ásættanlegt en skýrist af þeirri miklu stækkun sem WOW air hefur farið í gegnum undanfarin ár.“ Bendir Svanhvít á að farþegafjöldi hafi vaxið um 296% frá 2015-2017. „Því miður hefur þessi mikli vöxtur orðið til þess að við höfum ekki náð að svara öllum sem skyldi á réttum tíma og geta svarað farþegum hvort um bótaskylt atvik er að ræða.“ WOW hafi fjárfest mikið síðustu mánuði til að geta þjónustað viðskiptavini betur og að gengið hafi verið frá nær öllum þessara 70% erinda er varða svarleysi. Hins vegar hafi stór hluti komið til af óviðráðanlegum aðstæðum. Nefnir hún sem dæmi óveður og árekstur kerru Icelandair Ground Service við breiðþotu WOW í apríl. „Kvartanir berast frá farþegum en WOW air er ekki bótaskylt í öllum tilfellum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira