Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 WOW Air, flugfélag Skúla Mogensen, stendur upp úr þegar tölur yfir kvartanir til Samgöngustofu eru skoðaðar. Vísir/anton brink Algjör sprenging hefur orðið í fjölda kvartana sem Samgöngustofu berast frá flugfarþegum. Fjöldi erinda það sem af er ári hefur tvöfaldast frá því í fyrra eftir að hafa tvöfaldast milli ára í fyrra sömuleiðis. Neytendur eru betur upplýstir nú um réttindi sín, segir Samgöngustofa. Langflest erindin varða seinkanir á vélum WOW air. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa Samgöngustofu borist 895 kvartanir vegna flugfélaga það sem af er ári en þar af eru 582 vegna WOW air. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum fjölda erinda sem borist hafa Samgöngustofu til meðferðar það sem af er ári vegna flugfélaga en ef flugfélög hafna kröfu farþega um bætur eða endurgreiðslu getur Samgöngustofa hjálpað með úrlausn mála. Ástæður kvartana geta verið vegna þess að flugi hefur verið aflýst, seinkun hefur orðið á flugi, farþega neitað um far eða tjón hafi orðið á farangri.Samgöngustofa segir misjafnt hversu margir einstaklingar eru á bak við hvert erindi og að ferli mála ljúki með mismunandi hætti. Hluti þeirra endar með ákvörðun Samgöngustofu þar sem flugfélögum getur verið gert að greiða kvartanda bætur en í mörgum tilfellum næst sátt milli farþega og flugrekanda. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir flugfarþega í auknum mæli leita réttar síns. „Mjög mikil aukning hefur orðið á fjölda erinda af þessum toga sem berast stofunni. Þannig má segja að árið 2016 hafi erindi hingað tvöfaldast frá því sem áður var og nú á þessu ári hefur einnig orðið tvöföldun kvartana flugfarþega frá því sem var 2016.“ Þórhildur segir skýringarnar helst aukna neytendavitund almennings og vöxt í flugsamgöngum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að um 70% erindanna séu tilkomin vegna þess að félagið hefur ekki svarað. „Sem er augljóslega ekki ásættanlegt en skýrist af þeirri miklu stækkun sem WOW air hefur farið í gegnum undanfarin ár.“ Bendir Svanhvít á að farþegafjöldi hafi vaxið um 296% frá 2015-2017. „Því miður hefur þessi mikli vöxtur orðið til þess að við höfum ekki náð að svara öllum sem skyldi á réttum tíma og geta svarað farþegum hvort um bótaskylt atvik er að ræða.“ WOW hafi fjárfest mikið síðustu mánuði til að geta þjónustað viðskiptavini betur og að gengið hafi verið frá nær öllum þessara 70% erinda er varða svarleysi. Hins vegar hafi stór hluti komið til af óviðráðanlegum aðstæðum. Nefnir hún sem dæmi óveður og árekstur kerru Icelandair Ground Service við breiðþotu WOW í apríl. „Kvartanir berast frá farþegum en WOW air er ekki bótaskylt í öllum tilfellum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Sjá meira
Algjör sprenging hefur orðið í fjölda kvartana sem Samgöngustofu berast frá flugfarþegum. Fjöldi erinda það sem af er ári hefur tvöfaldast frá því í fyrra eftir að hafa tvöfaldast milli ára í fyrra sömuleiðis. Neytendur eru betur upplýstir nú um réttindi sín, segir Samgöngustofa. Langflest erindin varða seinkanir á vélum WOW air. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu hafa Samgöngustofu borist 895 kvartanir vegna flugfélaga það sem af er ári en þar af eru 582 vegna WOW air. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum fjölda erinda sem borist hafa Samgöngustofu til meðferðar það sem af er ári vegna flugfélaga en ef flugfélög hafna kröfu farþega um bætur eða endurgreiðslu getur Samgöngustofa hjálpað með úrlausn mála. Ástæður kvartana geta verið vegna þess að flugi hefur verið aflýst, seinkun hefur orðið á flugi, farþega neitað um far eða tjón hafi orðið á farangri.Samgöngustofa segir misjafnt hversu margir einstaklingar eru á bak við hvert erindi og að ferli mála ljúki með mismunandi hætti. Hluti þeirra endar með ákvörðun Samgöngustofu þar sem flugfélögum getur verið gert að greiða kvartanda bætur en í mörgum tilfellum næst sátt milli farþega og flugrekanda. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir flugfarþega í auknum mæli leita réttar síns. „Mjög mikil aukning hefur orðið á fjölda erinda af þessum toga sem berast stofunni. Þannig má segja að árið 2016 hafi erindi hingað tvöfaldast frá því sem áður var og nú á þessu ári hefur einnig orðið tvöföldun kvartana flugfarþega frá því sem var 2016.“ Þórhildur segir skýringarnar helst aukna neytendavitund almennings og vöxt í flugsamgöngum. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að um 70% erindanna séu tilkomin vegna þess að félagið hefur ekki svarað. „Sem er augljóslega ekki ásættanlegt en skýrist af þeirri miklu stækkun sem WOW air hefur farið í gegnum undanfarin ár.“ Bendir Svanhvít á að farþegafjöldi hafi vaxið um 296% frá 2015-2017. „Því miður hefur þessi mikli vöxtur orðið til þess að við höfum ekki náð að svara öllum sem skyldi á réttum tíma og geta svarað farþegum hvort um bótaskylt atvik er að ræða.“ WOW hafi fjárfest mikið síðustu mánuði til að geta þjónustað viðskiptavini betur og að gengið hafi verið frá nær öllum þessara 70% erinda er varða svarleysi. Hins vegar hafi stór hluti komið til af óviðráðanlegum aðstæðum. Nefnir hún sem dæmi óveður og árekstur kerru Icelandair Ground Service við breiðþotu WOW í apríl. „Kvartanir berast frá farþegum en WOW air er ekki bótaskylt í öllum tilfellum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Sjá meira