Flókið að mynda stjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2017 06:00 r. Formenn og fulltrúar níu stærstu flokkanna mættu í settið hjá fréttastofu í gær til þess að ræða málefnin. Þegar kom að því að stilla sér upp fyrir ljósmyndara fann formaður Miðflokksins heststyttu sem svipaði til merkis flokksins sem vakti lukku meðal leiðtoganna. Vísir/Ernir Átta möguleikar eru á myndun þriggja flokka ríkisstjórna miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í gær. Í öllum tilfellum þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að koma að myndun slíkrar stjórnar. Sú þriggja flokka stjórn sem hefði mestan þingstyrk væri stjórn Sjálfstæðisflokksins með VG og Samfylkingunni. Hún myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Myndun slíkrar ríkisstjórnar er þó ekki efst á óskalistanum hjá forystumönnum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. „Við viljum mynda ríkisstjórn frá vinstri og inn á miðjuna, segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst svipuðum skoðunum og Svandís.Eiríkur Bergmann, prófessor, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri.Vísir/hörður sveinsson„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að,“ sagði Logi í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri. „Þó svo að það gæti auðvitað líka verið eitthvað þvíumlíkt í spilunum hægra megin þá held ég að það sé nú ólíklegra,“ sagði Eiríkur Bergmann í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þar benti Eiríkur á að fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar, sem hefði 33 þingmenn, gæti vel komist á. Eiríkur sagði stefna í að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn verði í lykilstöðu eftir kosningar. „Það verður erfitt að mynda ríkisstjórnir að afloknum kosningum án þessara flokka, sem geta farið í báðar áttir.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Átta möguleikar eru á myndun þriggja flokka ríkisstjórna miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í gær. Í öllum tilfellum þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að koma að myndun slíkrar stjórnar. Sú þriggja flokka stjórn sem hefði mestan þingstyrk væri stjórn Sjálfstæðisflokksins með VG og Samfylkingunni. Hún myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Myndun slíkrar ríkisstjórnar er þó ekki efst á óskalistanum hjá forystumönnum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. „Við viljum mynda ríkisstjórn frá vinstri og inn á miðjuna, segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst svipuðum skoðunum og Svandís.Eiríkur Bergmann, prófessor, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri.Vísir/hörður sveinsson„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efnahagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að,“ sagði Logi í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri. „Þó svo að það gæti auðvitað líka verið eitthvað þvíumlíkt í spilunum hægra megin þá held ég að það sé nú ólíklegra,“ sagði Eiríkur Bergmann í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Þar benti Eiríkur á að fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar, sem hefði 33 þingmenn, gæti vel komist á. Eiríkur sagði stefna í að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn verði í lykilstöðu eftir kosningar. „Það verður erfitt að mynda ríkisstjórnir að afloknum kosningum án þessara flokka, sem geta farið í báðar áttir.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira