Hvatning til stjórnmálamanna Hallgrímur Axelsson skrifar 27. október 2017 07:00 Í ágætri bók sinni um svarta víkinginn færir Bergsveinn Birgisson sterk rök fyrir því að velgengni fyrstu landnámsmanna okkar byggðist á þrælahaldi og arðráni auðlinda. Jafnframt nefnir Bergsveinn að á kristnum tíma var tekið upp vistarbandið, sem samsvarar nánast þrælahaldi. Er á Íslandi enn í dag eitthvert form þrælahalds? Já, fjölmargir íslendingar eru þrælar bankanna. Undirritaður, sem býr erlendis, gerði samanburð á lánskjörum íslenskum, norskum og dönskum. Af sambærilegum lánum hvað varðar lánstíma er mánaðarleg greiðsla á Íslandi um 0,8 prósent af eftirstöðvum. Í Noregi og Danmörku um 0,4 prósent. Samt er verðbólga einnig í þeim löndum. Ef stjórnvöld íslensk hefðu tekið réttar ákvarðanir og sett betri lög á sínum tíma, hefði ekki orðið hrun og við hefðum sambærileg kjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef spurt er hvers vegna þetta viðgengst er gjarnan svarað að þetta sé vegna lífeyrissjóðanna eða íslensku krónunni að kenna. Forsætisráðherrann okkar hefur komið auga á allt það fé sem er fólgið í bankakerfinu, enda augljóst á ofansögðu að þar safnast fé sem er jú grundvöllur fyrir sverar bónusgreiðslur. Jafnframt spáði hann því í blaðaviðtali að líklegast mundi græðgi á Íslandi leiða aftur til hruns. Það er hlutverk stjórnvalda að setja réttlátan ramma um mannlífið. Það er hægt að setja lög gegn okri og lög sem hindra þá gráðugu. Sama hvers vegna við búum við okurvexti þurfa komandi stjórnvöld að leiðrétta ranglætið, það er þeirra hlutverk. Fjöldi fólks flutti burt frá landinu eftir hrun og margir eru enn reiðir yfir hversu fjarri jafnræðisreglu var sótt að fólki. Fyrir margt af þessu fólki er útilokað að flytja heim aftur vegna aðstæðna heima. Nú er tími kosningaloforða. Verður raunin sú að við taki tími svikinna loforða? Takið þið stjórnmálamenn ykkur tak varðandi réttlætismál, lánskjör, nýja stjórnarskrá, málefni eldri borgara og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Í ágætri bók sinni um svarta víkinginn færir Bergsveinn Birgisson sterk rök fyrir því að velgengni fyrstu landnámsmanna okkar byggðist á þrælahaldi og arðráni auðlinda. Jafnframt nefnir Bergsveinn að á kristnum tíma var tekið upp vistarbandið, sem samsvarar nánast þrælahaldi. Er á Íslandi enn í dag eitthvert form þrælahalds? Já, fjölmargir íslendingar eru þrælar bankanna. Undirritaður, sem býr erlendis, gerði samanburð á lánskjörum íslenskum, norskum og dönskum. Af sambærilegum lánum hvað varðar lánstíma er mánaðarleg greiðsla á Íslandi um 0,8 prósent af eftirstöðvum. Í Noregi og Danmörku um 0,4 prósent. Samt er verðbólga einnig í þeim löndum. Ef stjórnvöld íslensk hefðu tekið réttar ákvarðanir og sett betri lög á sínum tíma, hefði ekki orðið hrun og við hefðum sambærileg kjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Ef spurt er hvers vegna þetta viðgengst er gjarnan svarað að þetta sé vegna lífeyrissjóðanna eða íslensku krónunni að kenna. Forsætisráðherrann okkar hefur komið auga á allt það fé sem er fólgið í bankakerfinu, enda augljóst á ofansögðu að þar safnast fé sem er jú grundvöllur fyrir sverar bónusgreiðslur. Jafnframt spáði hann því í blaðaviðtali að líklegast mundi græðgi á Íslandi leiða aftur til hruns. Það er hlutverk stjórnvalda að setja réttlátan ramma um mannlífið. Það er hægt að setja lög gegn okri og lög sem hindra þá gráðugu. Sama hvers vegna við búum við okurvexti þurfa komandi stjórnvöld að leiðrétta ranglætið, það er þeirra hlutverk. Fjöldi fólks flutti burt frá landinu eftir hrun og margir eru enn reiðir yfir hversu fjarri jafnræðisreglu var sótt að fólki. Fyrir margt af þessu fólki er útilokað að flytja heim aftur vegna aðstæðna heima. Nú er tími kosningaloforða. Verður raunin sú að við taki tími svikinna loforða? Takið þið stjórnmálamenn ykkur tak varðandi réttlætismál, lánskjör, nýja stjórnarskrá, málefni eldri borgara og öryrkja.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar