Suðvesturkjördæmi er stærsta kjördæmið með 69.498 á kjörskrá, 34.201 karl og 35.297 konur. Kjördæmið nær yfir Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Kópavogsbæ, Bessastaðahrepp, Seltjarnarneskaupstað, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp og er með tíu kjördæmissæti og tvö jöfnunarþingsæti.
