Íþróttaiðkun er besta forvörnin fyrir börn og unglinga Una María Óskarsdóttir og Jón Hjaltalín Magnússon og Bjarni Jóhannsson skrifa 26. október 2017 11:30 Hér á landi sem annarsstaðar hafa foreldrar áhyggjur af hreyfingarleysi barna sinna og ofþyngd, enda ofþyngd eitt stærsta heilsufarsvandamál þjóða heims. Rannsóknir sýna að virk þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi skilar miklum árangri í forvarnarstarfi til að bæta andlega og líkamlega heilsu barna, unglinga og fullorðinna. UMFÍ og ÍSÍ hafa lagt mikla áherslu á íþróttir sem mikilvægan þátt í að bæta lýðheilsu landsmanna í samstarfi við íþrótta- og ungmennafélög um land allt. Eins og gefur að skilja er rekstur og skipulag faglegrar íþróttastarfsemi íþróttafélögum kostnaðarsamur. Of margir foreldar, t.d. einstæðir með mörg börn, geta átt erfitt með að bjóða börnum sínum að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi vegna kostnaðar sem því fylgir, en miklu skiptir að börn efnaminni foreldra geti einnig tileinkað sér þann heppilega lífstíl að stunda íþróttir. Flest sveitarfélög hafa á undanförnum árum hvatt foreldra til að beina börnum sínum í íþróttir með því að greiða hluta kostnaðar barnanna til viðkomandi íþróttafélags en það dugar skammt fyrir barnmargar fjölskyldur, einkum ef börnin hafa áhuga á fleiri en einni íþróttagrein. Þá hafa kostnaðarsöm Íslandsmót verið hindrun og dæmi eru til þar sem það hafi stöðvað þátttöku barna. Íþróttafélög um allt land hafa með aðstoð sveitarfélaga, fyrirtækja og sjálfboðliða kappkostað að byggja keppnisvelli og íþróttahús en samt þarf átak í þessum málum svo þessi félög geti boðið iðkendum sínum upp á þátttöku í fleiri íþróttagreinum. Því miður hafa margir stjórnmálamenn ekki enn áttað sig nægilega á mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem forvarna í þágu lýðheilsu. Miðflokkurinn ætlar að leggja aukinn kraft og fjármuni í forvarnir í samstarfi við íþróttahreyfinguna og önnur frjáls félagasamtök og vill eiga samvinnu við sveitarfélög um allt land, skóla og foreldra til að auðvelda foreldrum þátttöku barna sinna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi. Ferðakostnaður innanlands dregur allt of mikið úr íþróttaiðkun barna og unglinga sérstaklega á landsbyggðinni. Við því þurfa stjórnvöld að bregðast.Styðjum afreksfólkið Við Íslendingar erum stolt að árangri okkar frábæra íþróttafólks á ólympíuleikum, í Evrópu- og heimsmeistarakeppunum svo og af atvinnumönnum okkar. Við fylgjumst grannt með sjónvarpsútsendingum frá leikjum þeirra og keppnum. Afreksíþróttafólkið okkar skapar fyrirmyndir og er mikil hvatning fyrir börn og unglinga til að taka þátt í íþróttum og um leið góð kynning fyrir land og þjóð. Fagna ber ákvörðun ríkisstjórnar Íslands árið 2016 að stórauka framlög til afreksíþrótta í áföngum í 400 milljónir árlega. Gera verður samkomulag við íþróttahreyfinguna um aukin framlög til unglingalandsliða til að eiga áfram landslið í fremstu röð. Miðflokkurinn vonar að aðrir stjórnmálaflokkar muni styðja það mikilvæga forvarna- og lýðheilsustarf sem íþróttir eru til að bæta heilsu barna okkar og unglinga, þeim og foreldrum þeirra til mikillar ánægju og lífsgleði. Hvað finnst þér lesandi góður?Una María Óskarsdóttir uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur skipar 2. sæti framboðslista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur, formaður Samtaka íslenskra ólympíufara, fv. formaður Handknattleikssambandsins og frambjóðandi í 7. sæti Miðflokksins í Reykjavík Norður.Bjarni Jóhannsson íþróttafræðingur skipar 12. sæti á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Hér á landi sem annarsstaðar hafa foreldrar áhyggjur af hreyfingarleysi barna sinna og ofþyngd, enda ofþyngd eitt stærsta heilsufarsvandamál þjóða heims. Rannsóknir sýna að virk þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi skilar miklum árangri í forvarnarstarfi til að bæta andlega og líkamlega heilsu barna, unglinga og fullorðinna. UMFÍ og ÍSÍ hafa lagt mikla áherslu á íþróttir sem mikilvægan þátt í að bæta lýðheilsu landsmanna í samstarfi við íþrótta- og ungmennafélög um land allt. Eins og gefur að skilja er rekstur og skipulag faglegrar íþróttastarfsemi íþróttafélögum kostnaðarsamur. Of margir foreldar, t.d. einstæðir með mörg börn, geta átt erfitt með að bjóða börnum sínum að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi vegna kostnaðar sem því fylgir, en miklu skiptir að börn efnaminni foreldra geti einnig tileinkað sér þann heppilega lífstíl að stunda íþróttir. Flest sveitarfélög hafa á undanförnum árum hvatt foreldra til að beina börnum sínum í íþróttir með því að greiða hluta kostnaðar barnanna til viðkomandi íþróttafélags en það dugar skammt fyrir barnmargar fjölskyldur, einkum ef börnin hafa áhuga á fleiri en einni íþróttagrein. Þá hafa kostnaðarsöm Íslandsmót verið hindrun og dæmi eru til þar sem það hafi stöðvað þátttöku barna. Íþróttafélög um allt land hafa með aðstoð sveitarfélaga, fyrirtækja og sjálfboðliða kappkostað að byggja keppnisvelli og íþróttahús en samt þarf átak í þessum málum svo þessi félög geti boðið iðkendum sínum upp á þátttöku í fleiri íþróttagreinum. Því miður hafa margir stjórnmálamenn ekki enn áttað sig nægilega á mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem forvarna í þágu lýðheilsu. Miðflokkurinn ætlar að leggja aukinn kraft og fjármuni í forvarnir í samstarfi við íþróttahreyfinguna og önnur frjáls félagasamtök og vill eiga samvinnu við sveitarfélög um allt land, skóla og foreldra til að auðvelda foreldrum þátttöku barna sinna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi. Ferðakostnaður innanlands dregur allt of mikið úr íþróttaiðkun barna og unglinga sérstaklega á landsbyggðinni. Við því þurfa stjórnvöld að bregðast.Styðjum afreksfólkið Við Íslendingar erum stolt að árangri okkar frábæra íþróttafólks á ólympíuleikum, í Evrópu- og heimsmeistarakeppunum svo og af atvinnumönnum okkar. Við fylgjumst grannt með sjónvarpsútsendingum frá leikjum þeirra og keppnum. Afreksíþróttafólkið okkar skapar fyrirmyndir og er mikil hvatning fyrir börn og unglinga til að taka þátt í íþróttum og um leið góð kynning fyrir land og þjóð. Fagna ber ákvörðun ríkisstjórnar Íslands árið 2016 að stórauka framlög til afreksíþrótta í áföngum í 400 milljónir árlega. Gera verður samkomulag við íþróttahreyfinguna um aukin framlög til unglingalandsliða til að eiga áfram landslið í fremstu röð. Miðflokkurinn vonar að aðrir stjórnmálaflokkar muni styðja það mikilvæga forvarna- og lýðheilsustarf sem íþróttir eru til að bæta heilsu barna okkar og unglinga, þeim og foreldrum þeirra til mikillar ánægju og lífsgleði. Hvað finnst þér lesandi góður?Una María Óskarsdóttir uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur skipar 2. sæti framboðslista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur, formaður Samtaka íslenskra ólympíufara, fv. formaður Handknattleikssambandsins og frambjóðandi í 7. sæti Miðflokksins í Reykjavík Norður.Bjarni Jóhannsson íþróttafræðingur skipar 12. sæti á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar