Ný landbúnaðarstefna Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. október 2017 10:15 Píratar boða framsækna landbúnaðarstefnu sem sækir fyrirmyndir í sameiginlegu Evrópsku landbúnaðarstefnuna, CAP. Hér er henni lýst í aðalatriðum.Niðurfelling matartolla Við viljum fella niður tolla og innflutningshömlur á matvæli í áföngum. Það myndi koma neytendum gríðarlega vel því við það lækkar verð viðkomandi matvara um 35% að meðaltali, sem lækkar matarútgjöld hvers neytenda um 100.000 krónur á ári og fjögurra manna fjölskyldu því um 400.000 kr. á ári. Auk þess eykur það fjölbreytni matvælaframboðsins, loksins fengjum við allar þær vörur sem eru á boðstólum í Evrópu sem við kærum okkur um. Samt myndu flestir áfram versla hér lendar vörur sem þeir þekkja. Lækkun matarverða mun líka styrkja ferðaþjónustuna um land allt sem kemur landsbyggðinni einkar vel. Í kjölfar vaxandi ferðaþjónustu skapast líka ný tækifæri í þróun vöru og þjónustu í hinum dreifðu byggðum.Grunnstuðningur og viðbótarstuðningur Við viljum halda áfram beinum stuðningi skattgreiðenda við landbúnaðinn en breyta styrkjakerfinu í grundvallaratriðum úr framleiðslutengdum stuðningi í grunnstuðning til virkra bænda og hvatatengdan stuðning fyrir valin mikilvæg verkefni. Við viljum að grunnstuðningurinn verði svipaður og í nágrannalöndunum en þó heldur hærri vegna norðlægrar stöðu landsins. Beini stuðningurinn verndar þá fyrir sveiflum á markaði og skapar þeim frelsi til að prófa sig áfram í nýsköpun. Grunnstuðningurinn miðast við laun og verður að ákveða árlega fyrir gerð fjárlaga. Til viðbótar viljum við að bændur fái viðbótarstuðning fyrir tiltekin skilgreind verkefni svo sem endurheimt votlendis, nýliðun og nýsköpun, skógrækt, lífræna ræktun o.fl. Þannig myndi landbúnaðurinn taka meira mið af umhverfissjónarmiðum og verða vistvænni og fjölbreyttari. Með þessu fá bændur aukið svigrúm og frelsi og möguleika til að bæta sinn hag með því að ráðast í frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi og þróa vörur sínar á þann hátt sem höfðar til neytenda nútímans. Í dag þarf að eiga kvóta til að stunda hefðbundinn kúa- og kindabúskap og það er erfitt að komast inn í greinina nema með því að hafa töluvert fjármagn á bak við sig. Þessu viljum við breyta til að auðvelda nýliðun, auka sveigjanleika kerfisins og auðvelda bændum að bæta hag sinn með því að keppa á markaði á jafnræðisgrundvelli.Umhverfismálin Landbúnaður á Íslandi hefur verið mjög skaðlegur umhverfinu. Þurrkun votlendis hefur verið styrkt og því mikið stunduð. Reiknað hefur verið út að skurðir til sveita myndu ná nokkrum sinnum kringum jörðina. Mýrar hafa mesta lífmassann pr. fermetra hér á landi og því er afleiðingin hægur bruni þegar súrefni kemst að jarðveginum sem leiðir af sér losun gróðurhúslofttegunda í miklu magni. Talið er að bruni þurrkaðs votlendis svari til á bilinu 40% til 70% af losuninni hér á landi á móti um 15% frá samanlagðri losun frá bílaumferð, skipum og flugi. Endurheimt votlendis er því iðja sem mikilvægt er að beina stuðningi í og hætta stuðningi við þurrkun votlendis. Ofbeit landsins hefur gert það gróðursnautt á stórum svæðum, sem þýðir minni ljóstillífun, minna skjól og meiri loftkælingu. Vel gróið land og skógi vaxið er vistvænna og betur fallið til útiveru. Það þarf því að hætta lausagöngu búfjár og meta slíkt í stuðningsgreiðslum. Kolefnisspor af innflutningi kjöts er lægra en af innflutningi vara til framleiðslu hér á landi. Sem dæmi má taka að til að framleiða 1 kg af kjúklingi þarf um 2,3 kg af innfluttu korni. Svipað á við um framleiðslu svínakjöts og með öðrum hætti um kindakjöt og mjólk. Við minnkum ekki kolefnissporið með minni innflutningi matvæla hér á þessari norðlægu eyju.Að lokum Píratar eru kerfisbreytingaflokkur, vilja betri kerfi á nokkrum sviðum. Breyting landbúnaðarkerfisins er þar á meðal og mjög mikilvæg fyrir okkur og umhverfi landsins. Það kostar viss átök að breyta, en borgar sig þegar upp er staðið. Áfram Ísland.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar boða framsækna landbúnaðarstefnu sem sækir fyrirmyndir í sameiginlegu Evrópsku landbúnaðarstefnuna, CAP. Hér er henni lýst í aðalatriðum.Niðurfelling matartolla Við viljum fella niður tolla og innflutningshömlur á matvæli í áföngum. Það myndi koma neytendum gríðarlega vel því við það lækkar verð viðkomandi matvara um 35% að meðaltali, sem lækkar matarútgjöld hvers neytenda um 100.000 krónur á ári og fjögurra manna fjölskyldu því um 400.000 kr. á ári. Auk þess eykur það fjölbreytni matvælaframboðsins, loksins fengjum við allar þær vörur sem eru á boðstólum í Evrópu sem við kærum okkur um. Samt myndu flestir áfram versla hér lendar vörur sem þeir þekkja. Lækkun matarverða mun líka styrkja ferðaþjónustuna um land allt sem kemur landsbyggðinni einkar vel. Í kjölfar vaxandi ferðaþjónustu skapast líka ný tækifæri í þróun vöru og þjónustu í hinum dreifðu byggðum.Grunnstuðningur og viðbótarstuðningur Við viljum halda áfram beinum stuðningi skattgreiðenda við landbúnaðinn en breyta styrkjakerfinu í grundvallaratriðum úr framleiðslutengdum stuðningi í grunnstuðning til virkra bænda og hvatatengdan stuðning fyrir valin mikilvæg verkefni. Við viljum að grunnstuðningurinn verði svipaður og í nágrannalöndunum en þó heldur hærri vegna norðlægrar stöðu landsins. Beini stuðningurinn verndar þá fyrir sveiflum á markaði og skapar þeim frelsi til að prófa sig áfram í nýsköpun. Grunnstuðningurinn miðast við laun og verður að ákveða árlega fyrir gerð fjárlaga. Til viðbótar viljum við að bændur fái viðbótarstuðning fyrir tiltekin skilgreind verkefni svo sem endurheimt votlendis, nýliðun og nýsköpun, skógrækt, lífræna ræktun o.fl. Þannig myndi landbúnaðurinn taka meira mið af umhverfissjónarmiðum og verða vistvænni og fjölbreyttari. Með þessu fá bændur aukið svigrúm og frelsi og möguleika til að bæta sinn hag með því að ráðast í frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi og þróa vörur sínar á þann hátt sem höfðar til neytenda nútímans. Í dag þarf að eiga kvóta til að stunda hefðbundinn kúa- og kindabúskap og það er erfitt að komast inn í greinina nema með því að hafa töluvert fjármagn á bak við sig. Þessu viljum við breyta til að auðvelda nýliðun, auka sveigjanleika kerfisins og auðvelda bændum að bæta hag sinn með því að keppa á markaði á jafnræðisgrundvelli.Umhverfismálin Landbúnaður á Íslandi hefur verið mjög skaðlegur umhverfinu. Þurrkun votlendis hefur verið styrkt og því mikið stunduð. Reiknað hefur verið út að skurðir til sveita myndu ná nokkrum sinnum kringum jörðina. Mýrar hafa mesta lífmassann pr. fermetra hér á landi og því er afleiðingin hægur bruni þegar súrefni kemst að jarðveginum sem leiðir af sér losun gróðurhúslofttegunda í miklu magni. Talið er að bruni þurrkaðs votlendis svari til á bilinu 40% til 70% af losuninni hér á landi á móti um 15% frá samanlagðri losun frá bílaumferð, skipum og flugi. Endurheimt votlendis er því iðja sem mikilvægt er að beina stuðningi í og hætta stuðningi við þurrkun votlendis. Ofbeit landsins hefur gert það gróðursnautt á stórum svæðum, sem þýðir minni ljóstillífun, minna skjól og meiri loftkælingu. Vel gróið land og skógi vaxið er vistvænna og betur fallið til útiveru. Það þarf því að hætta lausagöngu búfjár og meta slíkt í stuðningsgreiðslum. Kolefnisspor af innflutningi kjöts er lægra en af innflutningi vara til framleiðslu hér á landi. Sem dæmi má taka að til að framleiða 1 kg af kjúklingi þarf um 2,3 kg af innfluttu korni. Svipað á við um framleiðslu svínakjöts og með öðrum hætti um kindakjöt og mjólk. Við minnkum ekki kolefnissporið með minni innflutningi matvæla hér á þessari norðlægu eyju.Að lokum Píratar eru kerfisbreytingaflokkur, vilja betri kerfi á nokkrum sviðum. Breyting landbúnaðarkerfisins er þar á meðal og mjög mikilvæg fyrir okkur og umhverfi landsins. Það kostar viss átök að breyta, en borgar sig þegar upp er staðið. Áfram Ísland.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun