Gæludýr nú velkomin á veitingastaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2017 10:00 Gæludýraeigendur geta nú tekið ferfætta vini sína með á vel valin veitingahús landsins. „Þau mega bara koma á morgun, eða í dag,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við Vísi. Hún undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. Breytingin kveður á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða sé heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á veitingastaði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Reglugerðin gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi. „Í reglugerðinni segir að það þurfi að hafa það mjög sýnilegt við hurð eða eitthvað slíkt að gæludýr séu leyfð inni á viðkomandi stað. Það á að vera fólki ljóst, viðskiptamönnum sem labbar inn hvernig aðstæður eru. Það eru bara einhverjir svona hlutir sem er verið að tiltaka,“ segir Björt. „Þetta er ekki opinberir staðir eins og heilsugæslur eða neitt slíkt því þar hefur fólk ekki val um að mæta. En þetta á við um veitingamenn sem vilja opna sínar dyr.“Done and done! Komið fagnandipic.twitter.com/GcreuSBGKe— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) October 26, 2017 Björt tilkynnti tillöguna fyrst á ársfundi Bjartrar framtíðar í byrjun september. Við það tilefni sagði hún við fréttastofu að um tímabærar breytingar væri að ræða. „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“ Tengdar fréttir Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01 Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41 Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
„Þau mega bara koma á morgun, eða í dag,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við Vísi. Hún undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. Breytingin kveður á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða sé heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á veitingastaði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Reglugerðin gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi. „Í reglugerðinni segir að það þurfi að hafa það mjög sýnilegt við hurð eða eitthvað slíkt að gæludýr séu leyfð inni á viðkomandi stað. Það á að vera fólki ljóst, viðskiptamönnum sem labbar inn hvernig aðstæður eru. Það eru bara einhverjir svona hlutir sem er verið að tiltaka,“ segir Björt. „Þetta er ekki opinberir staðir eins og heilsugæslur eða neitt slíkt því þar hefur fólk ekki val um að mæta. En þetta á við um veitingamenn sem vilja opna sínar dyr.“Done and done! Komið fagnandipic.twitter.com/GcreuSBGKe— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) October 26, 2017 Björt tilkynnti tillöguna fyrst á ársfundi Bjartrar framtíðar í byrjun september. Við það tilefni sagði hún við fréttastofu að um tímabærar breytingar væri að ræða. „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“
Tengdar fréttir Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01 Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41 Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01
Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41
Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00