Sport

Þjálfararnir fá vel borgað í háskólafótboltanum í Bandaríkjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Saban hleypur með sínum strákum inn á völlinn.
Nick Saban hleypur með sínum strákum inn á völlinn. Vísir/Getty
Leikmennirnir þeirra spila frítt en eru reyndar flestir á skólastyrk. Þjálfararnir fá aftur á móti feita launatékka fyrir sín störf.

Darren Rovell skrifar mikið um viðskiptahliðina á íþróttunum í Bandaríkjunum fyrir ESPN og hann benti á athyglisverða staðreynd á Twitter-síðu sinni.

Samkvæmt lista sem hann birti inn á Twitter þá þurfa háskólaþjálfarar í ameríska fótboltanum að fá að lágmarki fimm milljónir dollara í árslaun, 528 milljónir íslenskra króna, til þess að komast inn á topp tíu listann yfir launahæstu þjálfaranna.

Launhæsti þjálfarinn er hinsvegar Nick Saban hjá Alabama háskólanum sem er með 11,1 milljónir dollara í árslaun en það er jafngildi 1,18 milljarða í íslenskum krónum.

Nick Saban er 65 ára gamall og hefur þjálfað Alabama liðið frá árinu 2007. Liðið hefur unnið alla átta leiki sína á þessu tímabili og hefur unnið 36 af 38 leikjum sínum síðustu þrjú tímabil.

Hér fyrir neðan má sjá topp tíu listann í ár ...



... og svo listann frá því fyrir fimmtán árum en mikið hefur breyst á þessum tíma.



Hér fyrir neðan má sjá þjálfarann sem fær betur borgað en allir kollegar hans.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×