Erlent

Alþjóðasamfélagið taki orð Norður-Kóreumanna bókstaflega

Atli Ísleifsson skrifar
Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho.
Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong Ho. Vísir/AFP
Háttsettur diplómati frá Norður Kóreu segir í viðtali við CNN fréttastöðina að alþjóðasamfélagið ætti að taka fullyrðingum utanríkisráðherra lands síns af fullri alvöru.

Ráðherrann, Ri Yong Ho, sagði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á dögunum að Norður-Kóreumenn væru nú að undirbúa að sprengja öfluga vetnissprengju ofanjarðar, en hingað til hafa allar tilraunir þeirra farið fram neðanjarðar.

Sérfræðingar hafa efast um að Norður-Kóreumenn hafi getuna til að sprengja slíka sprengju, en diplómatinn sem CNN ræddi við sagði að allar fullyrðingar Norðanmanna í þessum málum bæri að taka bókstaflega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×