Örlög Borgaraflokksins virðast bíða Bjartrar framtíðar Jón Hákon Halldórsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. október 2017 08:30 Óttarr Proppé virðist ætla að feta í fótspor Júlíusar Sólnes. Vísir/Daniel Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Meirihlutastjórn þarf að hafa 32 menn að baki sér en tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, myndu einungis hafa 31 fulltrúa á þingi.Sjá einnig: Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Sterkasti þriggja flokka meirihlutinn sem völ væri á yrði meirihluti Sjálfstæðisflokksins, VG og Samfylkingarinnar. Hann myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Þriggja flokka ríkisstjórn krefst aðildar Sjálfstæðisflokksins og annaðhvort VG eða Samfylkingarinnar. Hún verður þó að teljast harla ólíkleg ef marka má orð formanns Samfylkingarinnar, Loga Einarssonar, í Fréttablaðinu í gær. Hins vegar væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir hafa gert fjórar mælingar á fylgi flokka í október. Allar benda þær til að Björt framtíð fái ekki kjörinn fulltrúa á Alþingi. Á sama tíma er Samfylkingin að sækja í sig veðrið. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi, en fékk 5,7 prósent í kosningunum í október 2016.Þetta myndi skila flokknum 10 þingmönnum en flokkurinn er með þrjá kjörna þingmenn á Alþingi í dag. Þingflokkurinn myndi því þrefaldast að stærð. Einungis eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að stjórnmálaflokkur hafi átt aðild að ríkisstjórn en síðan horfið af Alþingi í næstu kosningum á eftir. Það er Borgaraflokkurinn, sem Albert Guðmundsson stofnaði eftir að hann gekk úr Sjálfstæðisflokknum. Borgaraflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningum árið 1987.Sjá einnig: Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Eftir að Albert gerðist sendiherra í París ákvað flokkurinn, undir forystu Júlíusar Sólnes, að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins og fengu tveir fulltrúar flokksins ráðherrasæti. Flokkurinn bauð fram í þingkosningum árið 1991 en fékk ekki kjörinn mann og var lagður niður nokkrum árum seinna. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Meirihlutastjórn þarf að hafa 32 menn að baki sér en tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, myndu einungis hafa 31 fulltrúa á þingi.Sjá einnig: Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Sterkasti þriggja flokka meirihlutinn sem völ væri á yrði meirihluti Sjálfstæðisflokksins, VG og Samfylkingarinnar. Hann myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Þriggja flokka ríkisstjórn krefst aðildar Sjálfstæðisflokksins og annaðhvort VG eða Samfylkingarinnar. Hún verður þó að teljast harla ólíkleg ef marka má orð formanns Samfylkingarinnar, Loga Einarssonar, í Fréttablaðinu í gær. Hins vegar væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir hafa gert fjórar mælingar á fylgi flokka í október. Allar benda þær til að Björt framtíð fái ekki kjörinn fulltrúa á Alþingi. Á sama tíma er Samfylkingin að sækja í sig veðrið. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi, en fékk 5,7 prósent í kosningunum í október 2016.Þetta myndi skila flokknum 10 þingmönnum en flokkurinn er með þrjá kjörna þingmenn á Alþingi í dag. Þingflokkurinn myndi því þrefaldast að stærð. Einungis eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að stjórnmálaflokkur hafi átt aðild að ríkisstjórn en síðan horfið af Alþingi í næstu kosningum á eftir. Það er Borgaraflokkurinn, sem Albert Guðmundsson stofnaði eftir að hann gekk úr Sjálfstæðisflokknum. Borgaraflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningum árið 1987.Sjá einnig: Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Eftir að Albert gerðist sendiherra í París ákvað flokkurinn, undir forystu Júlíusar Sólnes, að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins og fengu tveir fulltrúar flokksins ráðherrasæti. Flokkurinn bauð fram í þingkosningum árið 1991 en fékk ekki kjörinn mann og var lagður niður nokkrum árum seinna.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45 Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01 Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Kosningarnar eru galopnar. Raunverulegur möguleiki á hægri stjórn eftir kosningar. 25. október 2017 13:45
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00
Kannanir 365 nákvæmastar Fréttastofa 365 var með nákvæmustu spána um úrslitin, en Félagsvísindastofnun var fjærst. 1. nóvember 2016 13:01
Logi sér ekki grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar Formlegar viðræður milli flokka eru ekki fyrirhugaðar fyrir kosningar, að fenginni reynslu. Formenn flokka eru farnir að hringjast á og hlera stemningu hver hjá öðrum um mögulega myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. 25. október 2017 06:00