Störukeppni Air Berlin og Isavia í fullum gangi Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2017 16:06 Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu, segir upplýsingafulltrúi Isavia um deilu félagsins við Air Berlin. Vísir/EPA „Við bara bíðum eftir greiðslum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en félagið kyrrsetti Airbus 320 farþegaþotu þýska flugfélagsins Air Berlin í síðustu viku. Isavia gerði það vegna skuldar þýska flugfélagsins við rekstrarfélag Keflavíkurflugvallar. Guðni segir þotuna enn á Keflavíkurflugvelli og þar verði hún þar til greiðsla berst. Viðræður hafa staðið yfir á milli Isavia og Air Berlin sem hafa þó ekki leitt til niðurstöðu. Spurður hvað Isavia muni gera berist greiðslan ekki svarar Guðni að Isavia trúi ekki öðru en að skuldin verði greidd. Ætlið þið að selja vélina upp í skuld? „Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu,“ svarar Guðni. Hann segir Isavia hafa þá stefnu að tala ekki um skuldastöðu viðskiptavina félagsins. „En hún er nógu há til að við grípum þessara aðgerða.“Guðni sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að söluvirði Airbus-þotunnar myndi svo sannarlega duga fyrir þessari skuld þýska flugfélagsins. Talsmaður Air Berlin sagði í samtali við Reuters í síðustu viku að hann teldi þessa kyrrsetningu ólöglega. Guðni sagði hins vegar við Stöð 2 að hún ætti sér stoð í lögum á Íslandi og benti á að farþegar hefðu þegar greitt þessi gjöld þegar þeir borguðu fyrir far með Air Berlin til Íslands.Í gærkvöldi birtist tilkynning á vef Samgöngustofu þar sem kom fram að þýska flugmálastjórnin hefði tilkynnt að Air Berlin myndi ekki starfa eftir 28. október næstkomandi og muni engin flug undir IATA kóða Air Berlín verða starfrækt. Flugrekendurnir Lufthansa, Eurowings, SWISS og Austrian Airline munu bjóða strandaglópum Air Berlin upp á heimflug frá 28. október til 15. nóvember næstkomandi. eir farþegar sem nýta sér þennan möguleika munu í kjölfarið fá helming heildarverðs nýja flugmiðans endurgreiddan. Þetta tilboð á við innan Evrópu en ekki innanlandsflug í Þýskalandi. Þar sem Air Berlin hefur þegar hætt flugi á lengri leiðum frá 15. október sl. og hefur tilkynnt að engir strandaglópar séu á lengri flugleiðum þá á þetta tilboð ekki við þar. Krafa um endurgreiðslu frá farþega verður að hafa borist fyrir 15. desember nk. Upplýsingar um þessi sérkjör verða kynnt á síðum þessara flugrekanda. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Við bara bíðum eftir greiðslum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en félagið kyrrsetti Airbus 320 farþegaþotu þýska flugfélagsins Air Berlin í síðustu viku. Isavia gerði það vegna skuldar þýska flugfélagsins við rekstrarfélag Keflavíkurflugvallar. Guðni segir þotuna enn á Keflavíkurflugvelli og þar verði hún þar til greiðsla berst. Viðræður hafa staðið yfir á milli Isavia og Air Berlin sem hafa þó ekki leitt til niðurstöðu. Spurður hvað Isavia muni gera berist greiðslan ekki svarar Guðni að Isavia trúi ekki öðru en að skuldin verði greidd. Ætlið þið að selja vélina upp í skuld? „Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu,“ svarar Guðni. Hann segir Isavia hafa þá stefnu að tala ekki um skuldastöðu viðskiptavina félagsins. „En hún er nógu há til að við grípum þessara aðgerða.“Guðni sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að söluvirði Airbus-þotunnar myndi svo sannarlega duga fyrir þessari skuld þýska flugfélagsins. Talsmaður Air Berlin sagði í samtali við Reuters í síðustu viku að hann teldi þessa kyrrsetningu ólöglega. Guðni sagði hins vegar við Stöð 2 að hún ætti sér stoð í lögum á Íslandi og benti á að farþegar hefðu þegar greitt þessi gjöld þegar þeir borguðu fyrir far með Air Berlin til Íslands.Í gærkvöldi birtist tilkynning á vef Samgöngustofu þar sem kom fram að þýska flugmálastjórnin hefði tilkynnt að Air Berlin myndi ekki starfa eftir 28. október næstkomandi og muni engin flug undir IATA kóða Air Berlín verða starfrækt. Flugrekendurnir Lufthansa, Eurowings, SWISS og Austrian Airline munu bjóða strandaglópum Air Berlin upp á heimflug frá 28. október til 15. nóvember næstkomandi. eir farþegar sem nýta sér þennan möguleika munu í kjölfarið fá helming heildarverðs nýja flugmiðans endurgreiddan. Þetta tilboð á við innan Evrópu en ekki innanlandsflug í Þýskalandi. Þar sem Air Berlin hefur þegar hætt flugi á lengri leiðum frá 15. október sl. og hefur tilkynnt að engir strandaglópar séu á lengri flugleiðum þá á þetta tilboð ekki við þar. Krafa um endurgreiðslu frá farþega verður að hafa borist fyrir 15. desember nk. Upplýsingar um þessi sérkjör verða kynnt á síðum þessara flugrekanda.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58
Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38