Sport

Segir að bardagi Conor og Mayweather hafi slegið öll met

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimurinn hafði áhuga á þessum bardaga.
Heimurinn hafði áhuga á þessum bardaga. vísir/getty
Dana White, forseti UFC, segir að boxbardagi þeirra Conor McGregor og Floyd Mayweather hafi slegið öll met í sjónvarpsáskriftum.

„Oh, já við slógum metið. Á endanum keyptu 6,7 milljónir sjónvarpsáskrift [Pay Per View] að bardaganum,“ sagði White við Wall Street Journal.

„Hvernig líst ykkur á þetta? Við slógum metið í Ástralíu, Bretlandseyjum þó svo bardaginn hafi farið fram um miðja nótt. Einnig slógum við metið á Spáni, Kanada og Bandaríkjunum.“

Showtime, sem sá um útsendinguna, á eftir að staðfesta þessar yfirlýsingar White.

Þó svo tölurnar séu ekki alveg réttar og nokkuð minni er viðburðurinn engu að síður talinn vera mjög vel heppnaður. Sérstaklega þar sem margir stela sjónvarpsefni á netinu í dag.

„Við slógum það met líka. Það hafa aldrei fleiri stolið bardaga áður,“ bætti White við.

Bardaginn sló líka veðmálamet en aldrei hafa jafn mörg veðmál verið sett á einn stakan viðburð.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×