Stjórnmál í takt við tímann Erna Sif Arnardóttir og Erla Björnsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár voru veitt til vísindamanna sem uppgötvuðu gang líkamsklukkunar á níunda áratugnum. Í kjölfarið upphófst mikil umræða um þá skökku staðarklukku sem verið hefur á Íslandi frá 1968. Ákvörðunin um að festa staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið um kring var sem sé tekin áratugum áður en skilningur var tilkominn á mikilvægi líkamsklukkunnar og morgunbirtunnar til að stilla líkamsklukkuna af. Í tilefni kosninga ákvað Hið íslenska svefnrannsóknafélag að senda eftirfarandi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka í framboði til alþingiskosninga.1. Hvaða stefnu hefur ykkar stjórnmálaflokkur varðandi breytingar á staðarklukku á Íslandi (halda óbreyttu eða seinka staðarklukku um 1 klst.)?2. Vill ykkur flokkur seinka staðarklukku allt árið um kring eða breyta í sumar- og vetrartíma? Alls svöruðu 8 af 12 flokkum í framboði fyrirspurn svefnfélagsins (engin svör bárust frá Dögun, Pírötum og Samfylkingunni). Enginn flokkur sem svaraði fyrirspurninni var mótfallinn leiðréttingu á staðarklukku þó flestir flokkar hafi ekki enn myndað sér formlega stefnu í málinu. Björt framtíð vill seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund og segir að þetta sé mikilvægt lýðheilsumál. Vinstri græn hafa ekki tekið formlega afstöðu til málsins en taka í sama streng og segja mikilvægt „að hlustað sé á vísindamenn á sviði lýðheilsu sem telja að líffræðileg og félagsfræðileg rök hnígi að því að stilla klukkuna meira í takt við líkamsklukkuna, sem aftur er háð hnattstöðunni. Það er staðreynd að þegar sól er hæst á lofti á Íslandi yfir vetrartímann er klukkan í Reykjavík hálf tvö, en ekki tólf.“ Alþýðufylkingin og Flokkur fólksins styðja einnig að staðarklukkan fylgi betur sólarhringnum og líkamsklukkunni. Viðreisn hefur ekki mótað sér stefnu í málinu en flokkurinn segist „óhræddur við breytingar og reiðubúinn að vega og meta öll málefnaleg sjónarmið faglega með hagsmuni almennings að leiðarljósi“. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsókn höfðu ekki myndað sér afstöðu til málsins. Heildarsvör hvers flokks má finna á www.svefnfelag.is Vinstri græn segja jafnframt í sínu svari að „yrði klukkunni seinkað um eina klukkustund væru morgnarnir bjartir langt fram í nóvember og byrja aftur að verða bjartir síðari hluta janúar. En áður en slík ákvörðun yrði tekin þarf að fara fram vönduð úttekt á rannsóknum og öllum þeim sjónarmiðum sem sett hafa verið fram um þessi mál“. Einungis Björt framtíð og Vinstri græn tóku beina afstöðu til spurningar varðandi sumar- og vetrartíma og kjósa þá báðir flokkar frekar að vera ekki að hringla með klukkuna eftir árstíma en þó tilbúnir að skoða nánar. Þingályktunartillaga um seinkun staðarklukku hefur alls verið lögð fram fjórum sinnum frá árinu 2010 en þverpólísk samstaða hefur verið um flutning málsins á Alþingi. Hið íslenska svefnrannsóknafélag fagnar þessum jákvæðu viðbrögðum stjórnmálaflokkana og vonast til þess að loknum kosningum sé hægt að hafa málefnalega umræðu á sjónarmiðum hagsmunaaðila um seinkun klukku. Benda má á að bæði Landlæknisembættið, SÍBS, Öryrkjabandalag Íslands, Geðhjálp og Landssamband eldri borgara styðja seinkun klukkunar um 1 klst.Fyrir hönd Hins íslenska svefnrannsóknafélagsDr. Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild Landspítala.Dr. Erla Björnsdóttir, varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár voru veitt til vísindamanna sem uppgötvuðu gang líkamsklukkunar á níunda áratugnum. Í kjölfarið upphófst mikil umræða um þá skökku staðarklukku sem verið hefur á Íslandi frá 1968. Ákvörðunin um að festa staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið um kring var sem sé tekin áratugum áður en skilningur var tilkominn á mikilvægi líkamsklukkunnar og morgunbirtunnar til að stilla líkamsklukkuna af. Í tilefni kosninga ákvað Hið íslenska svefnrannsóknafélag að senda eftirfarandi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka í framboði til alþingiskosninga.1. Hvaða stefnu hefur ykkar stjórnmálaflokkur varðandi breytingar á staðarklukku á Íslandi (halda óbreyttu eða seinka staðarklukku um 1 klst.)?2. Vill ykkur flokkur seinka staðarklukku allt árið um kring eða breyta í sumar- og vetrartíma? Alls svöruðu 8 af 12 flokkum í framboði fyrirspurn svefnfélagsins (engin svör bárust frá Dögun, Pírötum og Samfylkingunni). Enginn flokkur sem svaraði fyrirspurninni var mótfallinn leiðréttingu á staðarklukku þó flestir flokkar hafi ekki enn myndað sér formlega stefnu í málinu. Björt framtíð vill seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund og segir að þetta sé mikilvægt lýðheilsumál. Vinstri græn hafa ekki tekið formlega afstöðu til málsins en taka í sama streng og segja mikilvægt „að hlustað sé á vísindamenn á sviði lýðheilsu sem telja að líffræðileg og félagsfræðileg rök hnígi að því að stilla klukkuna meira í takt við líkamsklukkuna, sem aftur er háð hnattstöðunni. Það er staðreynd að þegar sól er hæst á lofti á Íslandi yfir vetrartímann er klukkan í Reykjavík hálf tvö, en ekki tólf.“ Alþýðufylkingin og Flokkur fólksins styðja einnig að staðarklukkan fylgi betur sólarhringnum og líkamsklukkunni. Viðreisn hefur ekki mótað sér stefnu í málinu en flokkurinn segist „óhræddur við breytingar og reiðubúinn að vega og meta öll málefnaleg sjónarmið faglega með hagsmuni almennings að leiðarljósi“. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsókn höfðu ekki myndað sér afstöðu til málsins. Heildarsvör hvers flokks má finna á www.svefnfelag.is Vinstri græn segja jafnframt í sínu svari að „yrði klukkunni seinkað um eina klukkustund væru morgnarnir bjartir langt fram í nóvember og byrja aftur að verða bjartir síðari hluta janúar. En áður en slík ákvörðun yrði tekin þarf að fara fram vönduð úttekt á rannsóknum og öllum þeim sjónarmiðum sem sett hafa verið fram um þessi mál“. Einungis Björt framtíð og Vinstri græn tóku beina afstöðu til spurningar varðandi sumar- og vetrartíma og kjósa þá báðir flokkar frekar að vera ekki að hringla með klukkuna eftir árstíma en þó tilbúnir að skoða nánar. Þingályktunartillaga um seinkun staðarklukku hefur alls verið lögð fram fjórum sinnum frá árinu 2010 en þverpólísk samstaða hefur verið um flutning málsins á Alþingi. Hið íslenska svefnrannsóknafélag fagnar þessum jákvæðu viðbrögðum stjórnmálaflokkana og vonast til þess að loknum kosningum sé hægt að hafa málefnalega umræðu á sjónarmiðum hagsmunaaðila um seinkun klukku. Benda má á að bæði Landlæknisembættið, SÍBS, Öryrkjabandalag Íslands, Geðhjálp og Landssamband eldri borgara styðja seinkun klukkunar um 1 klst.Fyrir hönd Hins íslenska svefnrannsóknafélagsDr. Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild Landspítala.Dr. Erla Björnsdóttir, varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og sálfræðingur.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun