Fótbolti

Kjóstu Gunnhildi Yrsu sem besta miðjumanninn í norsku deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur Yrsa fagnar sigrinum frækna á Þjóðverjum á föstudaginn.
Gunnhildur Yrsa fagnar sigrinum frækna á Þjóðverjum á föstudaginn. vísir/getty
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Vålerenga, er tilnefnd sem besti miðjumaðurinn í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Gunnhildur Yrsa, sem gekk í raðir Vålerenga fyrir tímabilið, hefur spilað stórvel fyrir liðið Vålerenga og er orðin fyrirliði þess.

Garðbæingurinn hefur leikið 19 leiki í norsku deildinni og skorað fimm mörk. Hún er næstmarkahæsti leikmaður Vålerenga á tímabilinu.

Gunnhildur Yrsa er ein þriggja sem koma til greina sem besti miðjumaðurinn í norsku deildinni. Hinar eru Guro Reiten hjá Lilleström og Tameka Butt hjá Klepp.

Hægt er að kjósa Gunnhildi Yrsu með því að smella hér.

Gunnhildur Yrsa, sem er 29 ára, hefur leikið í Noregi frá 2013. Auk Vålerenga hefur hún leikið með Arna-Björnar, Grand Bodö og Stabæk. Gunnhildur Yrsa lék með Stjörnunni hér á landi.

Gunnhildur Yrsa er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu og lék allar 90 mínúturnar þegar það gerði 1-1 jafntefli við Tékkland í undankeppni HM í gær.


Tengdar fréttir

Stríðsleikur í Tékklandi

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði jafn­tefli, 1-1, við Tékka á útivelli í gær í undankeppni Heimsmeistarmótsins í Frakklandi 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×