Lífið

Ferðaðist um heiminn og fangaði fitufordóma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumar myndirnar gefa sterka vísbendingu hvernig fólk lítur á einstaklinga í yfirvigt.
Sumar myndirnar gefa sterka vísbendingu hvernig fólk lítur á einstaklinga í yfirvigt.
Fitufordómar eru nokkuð algengis ef marka má umræðuna í samfélögum heimsins.

Ljósmyndarinn Haley Morris-Cafiero ákvað því að gera félagsfræðilega tilraun á hvernig heimsbyggðin lítur á fólk í yfirvigt.

Síðustu sex ár hefur konan ferðast um heiminn og tekið fjölmargar myndir af sér.

Myndirnar segja oft á tíðum meira en þúsund orð og sést glögglega hvernig fólk í kringum hana bregst við því þegar kona í yfirvigt stillir sér upp fyrir myndatöku.

Margir glotta og virðast gera stólpagrín að henni eins og sjá má hér að neðan.

Þarna er greinilega verið að gera grín að konunni.
Haley Morris-Cafiero á ströndinni og þarna hlær kona mjög augljóslega að henni.
Þessum ungu konum brá heldur betur þegar þær sáu Haley Morris-Cafiero stilla sér upp.
Hér má sjá lögreglumenn grínast í konunni.
Svipurinn á þessum unga dreng segir allt.
Þessum konum fannst myndartakan greinilega frekar sérstök.
Haley Morris-Cafiero fær nokkuð mikla athygli frá þessum þremur konum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×