Þrír flokkar fá falleinkun í loftslagsmálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2017 10:01 Lengi hefur verið vitað að losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur breytingum á loftslagi jarðar. Vísir/EPA Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá falleinkun í úttekt hópsins París 1,5 á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum. Síðarnefndu flokkarnir tveir skiluðu ekki inn svörum og fá því núll í einkunn. Sjálfstæðisflokkuirinn fær 4,7. Hinir átta flokkarnir standast allir prófið og eru Píratar með „metnaðarfyllstu stefnuna,“ að mati hópsins. Fá þeir 8,5 í einkunn. Björt framtíð kemur þar á eftir með 8,1. Samfylkingin með 7,8 og Vinstri græn með 7,6 koma þar á eftir. Mynda þessir flokkar svokallaðan toppflokk að mati hópsins og segir hópurinn að varla sé marktækur munur á flokkunum, út frá þeirri aðferðarfræði sem er beitt, þó stefnur flokkanna séu mismunandi útfærðar. Stefnur Alþýðufylkingarinnar, Dögunar, Framsóknarflokksins og Viðreisnar teljast „ekki nægjanlega góðar til að teljast í toppflokknum,“ að mati hópsins. Af þeim flokkum sem skiluðu inn svörum er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem stenst ekki mat hópsins. Telur hópurinn þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki langt frá því að standast matið. „Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi,“ segir hópurinn á heimasíðu sinni.Svona dreifast einkunnir flokkanna.Mynd/París 1,5Öllum flokkum sem eru með lista í kjöri fyrir kosningarnar 2017 var sendur tölvupóstur með spurningum í sex liðum sem flokkarnir voru beðnir um að svara. Einkunnir voru gefnar á forsendum stefnu flokkanna, út frá þeim svörum sem bárust. Svörin voru metin og gefin einkunn á bilinu 0-10 en misjafnt vægi var á milli þeirra sex þátta sem spurt var um, meðal annars hvort flokkurinn væri á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort finna mætti tillögur um endurheimt votlendis og skógrægt í stefnu flokkanna og hvort tölu- og/eða tímasett markmið væru varðandi samdrátt í losun kolvtvísýrings. Hópurinn gaf út svipað mat fyrir kosningarnar fyrir ári síðan og stóðust aðeins þrír flokkar prófið í það skipti. Er það mat hópsins að flestir flokkarnir hafi tekið loftslagsmál fastari tökum en fyrir síðustu kosningar.Svör flokkanna má sjá hér auk þess sem hægt er að kynna sér aðferðafræðina hér. Kosningar 2017 Loftslagsmál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá falleinkun í úttekt hópsins París 1,5 á stefnu stjórnmálaflokkanna í loftslagsmálum. Síðarnefndu flokkarnir tveir skiluðu ekki inn svörum og fá því núll í einkunn. Sjálfstæðisflokkuirinn fær 4,7. Hinir átta flokkarnir standast allir prófið og eru Píratar með „metnaðarfyllstu stefnuna,“ að mati hópsins. Fá þeir 8,5 í einkunn. Björt framtíð kemur þar á eftir með 8,1. Samfylkingin með 7,8 og Vinstri græn með 7,6 koma þar á eftir. Mynda þessir flokkar svokallaðan toppflokk að mati hópsins og segir hópurinn að varla sé marktækur munur á flokkunum, út frá þeirri aðferðarfræði sem er beitt, þó stefnur flokkanna séu mismunandi útfærðar. Stefnur Alþýðufylkingarinnar, Dögunar, Framsóknarflokksins og Viðreisnar teljast „ekki nægjanlega góðar til að teljast í toppflokknum,“ að mati hópsins. Af þeim flokkum sem skiluðu inn svörum er Sjálfstæðisflokkurinn sá eini sem stenst ekki mat hópsins. Telur hópurinn þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki langt frá því að standast matið. „Lítið vantar uppá að Sjálfstæðisflokkurinn standist matið og virðist bara lítillega vanta uppá metnaðinn við að setja skýrari markmið og aðeins ítarlegri stefnu, en það þarf ekki mikið til og það virðist vera áhugi fyrir hendi,“ segir hópurinn á heimasíðu sinni.Svona dreifast einkunnir flokkanna.Mynd/París 1,5Öllum flokkum sem eru með lista í kjöri fyrir kosningarnar 2017 var sendur tölvupóstur með spurningum í sex liðum sem flokkarnir voru beðnir um að svara. Einkunnir voru gefnar á forsendum stefnu flokkanna, út frá þeim svörum sem bárust. Svörin voru metin og gefin einkunn á bilinu 0-10 en misjafnt vægi var á milli þeirra sex þátta sem spurt var um, meðal annars hvort flokkurinn væri á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort finna mætti tillögur um endurheimt votlendis og skógrægt í stefnu flokkanna og hvort tölu- og/eða tímasett markmið væru varðandi samdrátt í losun kolvtvísýrings. Hópurinn gaf út svipað mat fyrir kosningarnar fyrir ári síðan og stóðust aðeins þrír flokkar prófið í það skipti. Er það mat hópsins að flestir flokkarnir hafi tekið loftslagsmál fastari tökum en fyrir síðustu kosningar.Svör flokkanna má sjá hér auk þess sem hægt er að kynna sér aðferðafræðina hér.
Kosningar 2017 Loftslagsmál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira