Repúblikanar snúa vörn í sókn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2017 06:44 Frá tilkynningu Repúblikana í gær. Yfirmaður rannsóknanna, David Nunes, sést hér fyrir miðju. Vísir/Getty Þingmenn Repúblikana tilkynntu í gær að þeir hyggðust hefja rannsókn á tveimur málum í stjórnartíð Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að komast í botns í ákvörðun ríkisstjórnar hans um að heimila yfirtöku árið 2010 sem varð til þess að 20 prósent úraníumforða Bandaríkjanna rataði í hendur Rússa. Tvær nefndir hafa að sama skapi verið skipaðar til að kafa dýpra ofan í hið svokallaða tölvupóstsmál þáverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton. Á ekki síst að reyna að varpa ljósi á hvers vegna alríkislögreglan, FBI, ákvað að ávíta hana ekki fyrir að nota í vefþjón störfum sínum sem ekki var á vegum bandarískra stjórnvalda.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupósta Hillary Clinton Demókratar, flokksmenn Obama og Clinton, brugðust ókvæða við tilkynningu Repúblikana í gær og sögðu hana vera „gríðarlega afvegaleiðingu.“ Kunna þeir að hafa eitthvað til síns máls enda bæði málin núverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, mjög hugleikin.Uranium deal to Russia, with Clinton help and Obama Administration knowledge, is the biggest story that Fake Media doesn't want to follow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2017 Fólk úr starfsliði hans er nú til rannsóknar vegna meints samstarfs þeirra með Rússum í aðdraganda forsetakosningananna vestanhafs í fyrra. Reglulega birtast fréttir af nýjum vendingum í rannsóknin, sem leidd er af Robert Mueller, og þætti Trump því eflaust kærkomið að kastljósinu yrði beint í hina áttina um stund. Hefur hann ítrekað gangrýnt fjölmiðla fyrir að sýna þessum málum lítinn áhuga. Ætla má að með rannsóknarnefndum Repúblikana verði breyting þar á. Yfirmenn rannsóknarinnar sögðu á blaðamanna fundi að enn væru útistandandi spurningar vegna rannsóknar FBI á tölvupóstum Clinton. Lýstu þeir jafnframt miklum áhuga sínum á því að vita hvers vegna fyrrverandi yfirmaður FBI ákvað að segja skilið við rannsókn sína á tölvupóstunum - en ekki rannsókninni á tengslum starfsliðs Trump og Rússa. Áður hefur verið greint frá því að rússneskir kjarnorkujöfrar hafi látið milljónir dala af hendi rakna til góðgerðasamtaka Clinton-fjölskyldunnar. Repúblikanarannsóknarnefndin vill kanna hvort að þessar milljónir kunna að hafa eitthvað með fyrrnefndu rússneskum úraníumyfirtökuna að gera - en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, undir stjórn Hillary Clinton, aðstoðaði við samningsgerðina á sínum tíma. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þingmenn Repúblikana tilkynntu í gær að þeir hyggðust hefja rannsókn á tveimur málum í stjórnartíð Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að komast í botns í ákvörðun ríkisstjórnar hans um að heimila yfirtöku árið 2010 sem varð til þess að 20 prósent úraníumforða Bandaríkjanna rataði í hendur Rússa. Tvær nefndir hafa að sama skapi verið skipaðar til að kafa dýpra ofan í hið svokallaða tölvupóstsmál þáverandi utanríkisráðherra, Hillary Clinton. Á ekki síst að reyna að varpa ljósi á hvers vegna alríkislögreglan, FBI, ákvað að ávíta hana ekki fyrir að nota í vefþjón störfum sínum sem ekki var á vegum bandarískra stjórnvalda.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupósta Hillary Clinton Demókratar, flokksmenn Obama og Clinton, brugðust ókvæða við tilkynningu Repúblikana í gær og sögðu hana vera „gríðarlega afvegaleiðingu.“ Kunna þeir að hafa eitthvað til síns máls enda bæði málin núverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, mjög hugleikin.Uranium deal to Russia, with Clinton help and Obama Administration knowledge, is the biggest story that Fake Media doesn't want to follow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2017 Fólk úr starfsliði hans er nú til rannsóknar vegna meints samstarfs þeirra með Rússum í aðdraganda forsetakosningananna vestanhafs í fyrra. Reglulega birtast fréttir af nýjum vendingum í rannsóknin, sem leidd er af Robert Mueller, og þætti Trump því eflaust kærkomið að kastljósinu yrði beint í hina áttina um stund. Hefur hann ítrekað gangrýnt fjölmiðla fyrir að sýna þessum málum lítinn áhuga. Ætla má að með rannsóknarnefndum Repúblikana verði breyting þar á. Yfirmenn rannsóknarinnar sögðu á blaðamanna fundi að enn væru útistandandi spurningar vegna rannsóknar FBI á tölvupóstum Clinton. Lýstu þeir jafnframt miklum áhuga sínum á því að vita hvers vegna fyrrverandi yfirmaður FBI ákvað að segja skilið við rannsókn sína á tölvupóstunum - en ekki rannsókninni á tengslum starfsliðs Trump og Rússa. Áður hefur verið greint frá því að rússneskir kjarnorkujöfrar hafi látið milljónir dala af hendi rakna til góðgerðasamtaka Clinton-fjölskyldunnar. Repúblikanarannsóknarnefndin vill kanna hvort að þessar milljónir kunna að hafa eitthvað með fyrrnefndu rússneskum úraníumyfirtökuna að gera - en utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, undir stjórn Hillary Clinton, aðstoðaði við samningsgerðina á sínum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30