Vinstri græn langstærst í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2017 00:00 Vinstri græn bæta við sig töluverðu fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum síðan í síðustu Alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunar 365 sem kynnt var í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Flokkurinn mælist með 30,1 prósent fylgi miðað við 19,3 prósent í fyrra. Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ræddu niðurstöður könnunarinnar í þætti kvöldsins. Könnun 365 byggir á þremur könnunum sem gerðar voru dagana 10., 16. og 23. október. Samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 3,6 prósent, Viðreisn með 5,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn með 18,7 prósent, Flokkur fólksins með 5,4 prósent, Miðflokkurinn með 7,2 prósent, Píratar með 13,1 prósent, Samfylkingin með 13,2 prósent og Vinstri hreyfingin grænt framboð með 30,1 prósent. Þeir sem ætla að skila auðu eða ekki að kjósa voru 7,3 prósent aðspurðra, óákveðnir voru 9,6 prósent og 12,8 prósent svöruðu ekki.Stöð 2Skin og skúrir „Við höfum lagt upp úr því að reka jákvæða og uppbyggilega baráttu og fyrst og fremst snýst hún um okkar áherslur og okkar mál. Við viljum stilla því þannig upp að það sé skýrt hverjir valkostirnir eru, að við séum að tala um möguleika á því að snúa við blaðinu á Íslandi,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður, í þætti kvöldsins. Hún var að vonum ánægð með niðurstöðurnar er flokkurinn fer úr 19,3 prósentum í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu Alþingiskosningum og upp í 30,1 prósent. Björt framtíð mældist með 2,4 prósent fylgi í könnun 365 en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði tölurnar vissulega ekki gleðilegar. Niðurstöðurnar sagði hann enn fremur geta skrifast á afstöðu flokksins til fjárstyrkja frá fyrirtækjum. „En þær koma heldur ekki kannski alveg á óvart miðað við það sem við höfum verið að sjá. Við í Bjartri framtíð höfum kannski dálítið orðið undir í kosningabaráttunni, eða það er að segja, við höfum neitað okkur um það að taka við styrkjum frá fyrirtækjum þannig að við höfum ekki auglýst okkur upp eins og margir hafa gert.“ Framsókn og Viðreisn upplitsdjörfÞá var Lilja Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður, upplitsdjörf þrátt fyrir slakar niðurstöður í könnun kvöldsins. „Ég get sagt þér það líka að á kjördag í síðustu kosningum var Reykjavík suður að mælast með 4 prósent og við enduðum vel yfir 7 prósentum og vorum inni,“ sagði Lilja sem sagðist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Reykjavík. Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagði flokkinn telja sig eiga mikið inni fyrir kosningar á laugardag. Viðreisn mældist með 5,4 prósent fylgi í Reykjavík en fékk 12,2 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2016. „Við horfum mjög björtum augum á kosningarnar á laugardag.“Lilja Alfreðsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Svandís Svavarsdóttir voru á meðal gesta Heimis Más í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/SkjáskotUggandi yfir meirihlutanumÞá var Sigríður Á. Andersen, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, óánægð með niðurstöðurnar, ekki síst vegna þeirra flokka - annarra en Sjálfstæðisflokksins - sem mældust í stærstir í kjördæmunum. „Það sem hins vegar ég sé, ef þetta yrði niðurstaðan, að það myndi fjölga þingmönnum Reykvíkinga á þingi sem hafa hug á að stjórna hér landinu eins og Reykjavík er stjórnað. Og mér líst, sem Reykvíkingi og þingmanni Reykvíkinga, afar illa á það,“ sagði Sigríður og vísaði þar til Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna sem mældust með rúman meirihluta í könnuninni. Þessum ummælum Sigríðar var Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík norður, sammála en hún taldi fylgi hins nýja flokks ásættanlegt í 7,2 prósentum. Traust, trúverðugleiki og ungt fólk„Ég held að þetta snúist bara um traust og trúverðugleika,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, en henni þóttu niðurstöður kosninganna gleðilegar. Samfylkingin bætti þar við sig töluverðu fylgi úr síðustu Alþingiskosningum, fór úr 5,4 prósentum og upp í 13,2. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, sagði flokkinn myndu leggja áherlsu á að ná til ungs fólks síðustu dagana fyrir kosningar. „Við veljum ungt fólk til áhrifa,“ sagði Þórhildur Sunna. Píratar töpuðu nokkru fylgi miðað við niðurstöður könnunarinnar, fóru úr 18,2 prósentum og niður í 13,1. Kosningaþátt Stöðvar 2, sem sýndur var í kvöld, má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fulltrúar allra flokka sem eru á þingi í dag, ásamt þeim flokkum sem mælst hafa yfir fimm prósentum í könnunum, mættu í kosningaþátt kvöldsins en stjórnandi var Heimir Már Pétursson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Vinstri græn bæta við sig töluverðu fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum síðan í síðustu Alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunar 365 sem kynnt var í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Flokkurinn mælist með 30,1 prósent fylgi miðað við 19,3 prósent í fyrra. Oddvitar stjórnmálaflokkanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ræddu niðurstöður könnunarinnar í þætti kvöldsins. Könnun 365 byggir á þremur könnunum sem gerðar voru dagana 10., 16. og 23. október. Samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 3,6 prósent, Viðreisn með 5,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn með 18,7 prósent, Flokkur fólksins með 5,4 prósent, Miðflokkurinn með 7,2 prósent, Píratar með 13,1 prósent, Samfylkingin með 13,2 prósent og Vinstri hreyfingin grænt framboð með 30,1 prósent. Þeir sem ætla að skila auðu eða ekki að kjósa voru 7,3 prósent aðspurðra, óákveðnir voru 9,6 prósent og 12,8 prósent svöruðu ekki.Stöð 2Skin og skúrir „Við höfum lagt upp úr því að reka jákvæða og uppbyggilega baráttu og fyrst og fremst snýst hún um okkar áherslur og okkar mál. Við viljum stilla því þannig upp að það sé skýrt hverjir valkostirnir eru, að við séum að tala um möguleika á því að snúa við blaðinu á Íslandi,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður, í þætti kvöldsins. Hún var að vonum ánægð með niðurstöðurnar er flokkurinn fer úr 19,3 prósentum í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu Alþingiskosningum og upp í 30,1 prósent. Björt framtíð mældist með 2,4 prósent fylgi í könnun 365 en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði tölurnar vissulega ekki gleðilegar. Niðurstöðurnar sagði hann enn fremur geta skrifast á afstöðu flokksins til fjárstyrkja frá fyrirtækjum. „En þær koma heldur ekki kannski alveg á óvart miðað við það sem við höfum verið að sjá. Við í Bjartri framtíð höfum kannski dálítið orðið undir í kosningabaráttunni, eða það er að segja, við höfum neitað okkur um það að taka við styrkjum frá fyrirtækjum þannig að við höfum ekki auglýst okkur upp eins og margir hafa gert.“ Framsókn og Viðreisn upplitsdjörfÞá var Lilja Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður, upplitsdjörf þrátt fyrir slakar niðurstöður í könnun kvöldsins. „Ég get sagt þér það líka að á kjördag í síðustu kosningum var Reykjavík suður að mælast með 4 prósent og við enduðum vel yfir 7 prósentum og vorum inni,“ sagði Lilja sem sagðist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í Reykjavík. Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, sagði flokkinn telja sig eiga mikið inni fyrir kosningar á laugardag. Viðreisn mældist með 5,4 prósent fylgi í Reykjavík en fékk 12,2 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2016. „Við horfum mjög björtum augum á kosningarnar á laugardag.“Lilja Alfreðsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Svandís Svavarsdóttir voru á meðal gesta Heimis Más í Kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/SkjáskotUggandi yfir meirihlutanumÞá var Sigríður Á. Andersen, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, óánægð með niðurstöðurnar, ekki síst vegna þeirra flokka - annarra en Sjálfstæðisflokksins - sem mældust í stærstir í kjördæmunum. „Það sem hins vegar ég sé, ef þetta yrði niðurstaðan, að það myndi fjölga þingmönnum Reykvíkinga á þingi sem hafa hug á að stjórna hér landinu eins og Reykjavík er stjórnað. Og mér líst, sem Reykvíkingi og þingmanni Reykvíkinga, afar illa á það,“ sagði Sigríður og vísaði þar til Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna sem mældust með rúman meirihluta í könnuninni. Þessum ummælum Sigríðar var Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík norður, sammála en hún taldi fylgi hins nýja flokks ásættanlegt í 7,2 prósentum. Traust, trúverðugleiki og ungt fólk„Ég held að þetta snúist bara um traust og trúverðugleika,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, en henni þóttu niðurstöður kosninganna gleðilegar. Samfylkingin bætti þar við sig töluverðu fylgi úr síðustu Alþingiskosningum, fór úr 5,4 prósentum og upp í 13,2. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, sagði flokkinn myndu leggja áherlsu á að ná til ungs fólks síðustu dagana fyrir kosningar. „Við veljum ungt fólk til áhrifa,“ sagði Þórhildur Sunna. Píratar töpuðu nokkru fylgi miðað við niðurstöður könnunarinnar, fóru úr 18,2 prósentum og niður í 13,1. Kosningaþátt Stöðvar 2, sem sýndur var í kvöld, má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fulltrúar allra flokka sem eru á þingi í dag, ásamt þeim flokkum sem mælst hafa yfir fimm prósentum í könnunum, mættu í kosningaþátt kvöldsins en stjórnandi var Heimir Már Pétursson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41
Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. 23. október 2017 20:57