

Efnahagslegt sjálfstæði
Frá hruni hefur héraðið vaxið hraðar en þegar litið er á landið í heild sinni og rétt eins og hér á landi hefur ferðaþjónustan haft sitt að segja um þá þróun. Átján milljónir ferðamanna heimsóttu Katalóníu á síðasta ári og lögðu til um 15% efnahagsins. Eftir lítilsháttar samdrátt milli áranna 2008 og 2009 hafa tekjur af komu erlendra ferðamanna tæplega tvöfaldast, samanborið við 66% vöxt á Kanaríeyjum og helmingsvöxt í Madríd. Það er því mikið í húfi fyrir Spánverja og efnahag landsins í heild.
Annars staðar hafa efnahagsmálin líka leikið áberandi hlutverk í umræðu um sjálfstæði. Skotar höfnuðu sjálfstæði um árið og var mikið rætt um olíuauð landsins, sem hefur auðvitað minnkað umtalsvert samhliða falli olíuverðs frá tíma atkvæðagreiðslunnar. Skotar stóðu vel samanborið við aðra Breta en skáru sig fjarri því frá samborgurum sínum líkt og Katalónar gera, nú eða Flæmingjar í Belgíu.
Flæmsku- og frönskumælandi Belgíu er skipt upp í Flæmingjaland (Brussel , Antwerpen, Brugge o.fl.) í norðri og Vallóníu (Liege, Namur ofl.) í suðri. Landsframleiðslan á hvern íbúa er 40% hærri í norðurhluta landsins og sjálfstæðishreyfing er nokkuð áberandi í stjórnmálaumræðunni.
Loks má nefna sjálfstjórnarumræðuna á Norður-Ítalíu, þar sem flestir efnahagslegir mælikvarðar eru á allt öðrum skala en í suðurhluta landsins. Sem dæmi má taka að landsframleiðsla á mann er um tvöfalt hærri í Tórínó og Mílanó en í Napolí og Palermó.
Ef efnahagslegir yfirburðir hvetja íbúa til sjálfstæðistilburða er spurning hvort við þurfum að hafa áhyggjur af Vestmannaeyingum. Samkvæmt sveitarfélagaskýrslu Íslandsbanka árið 2017 er samspil skuldahlutfalls og veltufjár sem hlutfall af tekjum með því besta sem gerist á landinu. Í gær hitti samgönguráðherra fulltrúa Eyja til að ræða möguleikann á að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Fyrir hönd okkar uppi á landi vona ég að það sé ekki fyrsta skrefið.
Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun

Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Tannhjól í mulningsvél?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fækkum kennurum um 90%
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Uppsagnarbréf til góða fólksins
Daníel Freyr Jónsson skrifar

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar

Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Ekki er allt sem sýnist
Ólafur Helgi Marteinsson skrifar

Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum?
Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar

Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Þegar barn óttast önnur börn
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína
Einar Steingrímsson skrifar

Ákall um breytingar
Gissur Freyr Gissurarson skrifar

Veit sem sagt Grímur betur?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Laun kvenna og karla
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support
Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar

Vanfjármögnun vísindanna
Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar

Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól
Davíð Michelsen skrifar

Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera?
Hulda Steingrímsdóttir skrifar

Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum?
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Lýðræðið deyr í myrkrinu
Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar

Færni til framtíðar
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Ofbeldi
Bjarni Karlsson skrifar

Lestu Gaza
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar

Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði
Sandra B. Franks skrifar

10 ár og bull í lokin
Jón Pétur Zimsen skrifar

Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk
Gísli Gunnar Marteinsson skrifar