Innlent

Hafnarfjarðarbær og Druslugangan hlutu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson veitti Druslugöngunni jafnréttisviðurkenningu í dag.
Þorsteinn Víglundsson veitti Druslugöngunni jafnréttisviðurkenningu í dag. Jafnréttisstofa
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í dag við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. Tveir aðilar hlutu viðurkenninguna en það eru Hafnarfjarðarbær og Druslugangan.

Segir í tilkynningu frá Jafnréttisráði að framsækin og metnaðarfull stefna Hafnarfjarðarbæjar geri sveitarfélagið að heildstæðum brautryðjenda á sviði jafnréttismála. Þá segir jafnframt að Druslugangan sé mikilvægt grasrótarstarf sem hefur haft afgerandi áhrif á samfélagið og opnað fyrir umræðuna um kynferðisofbeldi.

Við sömu athöfn opnaði Kristín Jóndóttir vefinn kvennalistinn.is. Vefurinn hefur það að markmiði að varðveita á einum stað öll gögn tengd kvennaframboðunum, miðla reynslu og þekkingu um þessi sögulegu framboð og gera sýnileg þau miklu áhrif sem Kvennalistinn hafði á Alþingi og út í samfélaginu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×