Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 15:59 Breiðþota Wow Air fékk fugl í hreyfil á leið til Kaupmannahafnar í gær. Vísir/Getty Röskun varð á leiðakerfi flugfélagsins Wow Air eftir að Airbus-þota flugfélagsins fékk fugl í hreyfil í aðflugi í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli. Þotan lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærmorgun og var lent rétt fyrir hádegi í Kaupmannahöfn. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir í samtali við Vísi að talsverð seinkun hefði orðið á flugi vegna þessa atviks og við það hafi leiðakerfið riðlast. Ekki var hægt að notast við þotuna í bili sem fékk fugl í hreyfilinn og þurfti því að skipta út vélum. Breiðþota, sem tekur 350 manns, sem átti að fara til Parísar gat ekki flogið þá leið. Það varð til þess að um tuttugu farþegar sem áttu bókað far með Wow Air frá Parísar til Íslands í gær, komust ekki með vegna yfirbókunar sem orsakaðist af þessu óhappi í Kaupmannahöfn. „Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr,“ segir Svana í samtali við Vísi. Hún segir sætanýtingu hjá Wow Air um og yfir 90 prósent á flestum flugleiðum félagsins. Ef einhver röskun á sér stað, hvort sem það er tengt veðri eða líkt og í gær þegar fugl lenti í hreyfli vélarinnar, getur tekið nokkurn tíma að koma öllum farþegum fyrir á ný í flug. „Við bjóðum farþegum okkar ef ef um slíkar tafir eru að ræða gjafabréf í flug hvert sem er með WOW air og í lang flestum tilfellum ganga allir sáttir frá borði,“ segir Svana. Þeir sem urðu eftir í París fengu hótelgistingu á vegum Wow Air en Svana segir flugáætlun flugfélagsins vera komna í lag eftir þetta atvik. Fréttir af flugi Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Röskun varð á leiðakerfi flugfélagsins Wow Air eftir að Airbus-þota flugfélagsins fékk fugl í hreyfil í aðflugi í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli. Þotan lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærmorgun og var lent rétt fyrir hádegi í Kaupmannahöfn. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir í samtali við Vísi að talsverð seinkun hefði orðið á flugi vegna þessa atviks og við það hafi leiðakerfið riðlast. Ekki var hægt að notast við þotuna í bili sem fékk fugl í hreyfilinn og þurfti því að skipta út vélum. Breiðþota, sem tekur 350 manns, sem átti að fara til Parísar gat ekki flogið þá leið. Það varð til þess að um tuttugu farþegar sem áttu bókað far með Wow Air frá Parísar til Íslands í gær, komust ekki með vegna yfirbókunar sem orsakaðist af þessu óhappi í Kaupmannahöfn. „Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr,“ segir Svana í samtali við Vísi. Hún segir sætanýtingu hjá Wow Air um og yfir 90 prósent á flestum flugleiðum félagsins. Ef einhver röskun á sér stað, hvort sem það er tengt veðri eða líkt og í gær þegar fugl lenti í hreyfli vélarinnar, getur tekið nokkurn tíma að koma öllum farþegum fyrir á ný í flug. „Við bjóðum farþegum okkar ef ef um slíkar tafir eru að ræða gjafabréf í flug hvert sem er með WOW air og í lang flestum tilfellum ganga allir sáttir frá borði,“ segir Svana. Þeir sem urðu eftir í París fengu hótelgistingu á vegum Wow Air en Svana segir flugáætlun flugfélagsins vera komna í lag eftir þetta atvik.
Fréttir af flugi Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira