Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 16:16 Frá fundi öryggisráðsins í dag. Vísir/AFP Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að framlengja störf rannsakenda vegna beitingu efnavopna í Sýrlandi. Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016.Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar sat Kína hjá en Rússland og Bólivía kusu gegn því að framlengja rannsóknina. Ellefu ríki vildu halda rannsókninni áfram.Sendiherra Rússlands, Vassily Nebenzia, hafði reynt að fresta atkvæðagreiðslunni þar til í næsta mánuði en rannsakendur munu gefa út skýrslu á fimmtudaginn varðandi árásina á Khan Sheikhoun þann 4. apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Í júní sögðust rannsakendur OPCW hafa staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun. Síðan þá hefur önnur rannsókn snúið að því hver framkvæmdi árásina. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árásina. Niðurstöðurnar verða svo birtar á fimmtudaginn. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir sögðu árásina hafa verið gerða frá.Sjá einnig: Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan SheikhounNebenzia sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að Rússar vildu ekki binda endi á rannsóknina. Þess í stað vildu þeir breyta henni. Rússar hafa gagnrýnt rannsakendur og niðurstöður þeirra mikið.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa viljað sjá hvort að rannsakendurnir myndu komast að þeirri niðurstöðu að Assad-liðar hefðu gert árásina á Khan Sheikhoun. Rússar hafa stutt dyggilega við bakið á Assad. Haley sagði ekki mögulegt að velja og hefna hverjum væri um að kenna. Það væri ekki í boði. Nebenzia sagði ekki rétt að það væri sjónarmið Rússa. Það hefðu þeir ekki sagt. Hins vegar hefðu Bandaríkin ákveðið hverjum væri um að kenna nánast samdægurs. Haley sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Rússa hafa „enn einu sinni sýnt að þeir myndu gefa hvað sem er til að forða villimannlegri ríkisstjórn Assad frá því að takast við ítrekaða notkun efnavopna. „Þetta er í níunda sinn sem Rússland hefur varið Assad og morðingja hans með því að koma í veg fyrir aðgerðir öryggisráðsins. Með því hefur Rússlands enn einu sinni staðið með einræðisherrum og hryðjuverkamönnum sem beita þessum vopnum.“ Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að framlengja störf rannsakenda vegna beitingu efnavopna í Sýrlandi. Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016.Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar sat Kína hjá en Rússland og Bólivía kusu gegn því að framlengja rannsóknina. Ellefu ríki vildu halda rannsókninni áfram.Sendiherra Rússlands, Vassily Nebenzia, hafði reynt að fresta atkvæðagreiðslunni þar til í næsta mánuði en rannsakendur munu gefa út skýrslu á fimmtudaginn varðandi árásina á Khan Sheikhoun þann 4. apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Í júní sögðust rannsakendur OPCW hafa staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun. Síðan þá hefur önnur rannsókn snúið að því hver framkvæmdi árásina. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árásina. Niðurstöðurnar verða svo birtar á fimmtudaginn. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir sögðu árásina hafa verið gerða frá.Sjá einnig: Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan SheikhounNebenzia sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að Rússar vildu ekki binda endi á rannsóknina. Þess í stað vildu þeir breyta henni. Rússar hafa gagnrýnt rannsakendur og niðurstöður þeirra mikið.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa viljað sjá hvort að rannsakendurnir myndu komast að þeirri niðurstöðu að Assad-liðar hefðu gert árásina á Khan Sheikhoun. Rússar hafa stutt dyggilega við bakið á Assad. Haley sagði ekki mögulegt að velja og hefna hverjum væri um að kenna. Það væri ekki í boði. Nebenzia sagði ekki rétt að það væri sjónarmið Rússa. Það hefðu þeir ekki sagt. Hins vegar hefðu Bandaríkin ákveðið hverjum væri um að kenna nánast samdægurs. Haley sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Rússa hafa „enn einu sinni sýnt að þeir myndu gefa hvað sem er til að forða villimannlegri ríkisstjórn Assad frá því að takast við ítrekaða notkun efnavopna. „Þetta er í níunda sinn sem Rússland hefur varið Assad og morðingja hans með því að koma í veg fyrir aðgerðir öryggisráðsins. Með því hefur Rússlands enn einu sinni staðið með einræðisherrum og hryðjuverkamönnum sem beita þessum vopnum.“
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira