Rússar koma í veg fyrir frekari rannsóknir á efnavopnum í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 16:16 Frá fundi öryggisráðsins í dag. Vísir/AFP Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að framlengja störf rannsakenda vegna beitingu efnavopna í Sýrlandi. Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016.Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar sat Kína hjá en Rússland og Bólivía kusu gegn því að framlengja rannsóknina. Ellefu ríki vildu halda rannsókninni áfram.Sendiherra Rússlands, Vassily Nebenzia, hafði reynt að fresta atkvæðagreiðslunni þar til í næsta mánuði en rannsakendur munu gefa út skýrslu á fimmtudaginn varðandi árásina á Khan Sheikhoun þann 4. apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Í júní sögðust rannsakendur OPCW hafa staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun. Síðan þá hefur önnur rannsókn snúið að því hver framkvæmdi árásina. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árásina. Niðurstöðurnar verða svo birtar á fimmtudaginn. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir sögðu árásina hafa verið gerða frá.Sjá einnig: Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan SheikhounNebenzia sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að Rússar vildu ekki binda endi á rannsóknina. Þess í stað vildu þeir breyta henni. Rússar hafa gagnrýnt rannsakendur og niðurstöður þeirra mikið.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa viljað sjá hvort að rannsakendurnir myndu komast að þeirri niðurstöðu að Assad-liðar hefðu gert árásina á Khan Sheikhoun. Rússar hafa stutt dyggilega við bakið á Assad. Haley sagði ekki mögulegt að velja og hefna hverjum væri um að kenna. Það væri ekki í boði. Nebenzia sagði ekki rétt að það væri sjónarmið Rússa. Það hefðu þeir ekki sagt. Hins vegar hefðu Bandaríkin ákveðið hverjum væri um að kenna nánast samdægurs. Haley sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Rússa hafa „enn einu sinni sýnt að þeir myndu gefa hvað sem er til að forða villimannlegri ríkisstjórn Assad frá því að takast við ítrekaða notkun efnavopna. „Þetta er í níunda sinn sem Rússland hefur varið Assad og morðingja hans með því að koma í veg fyrir aðgerðir öryggisráðsins. Með því hefur Rússlands enn einu sinni staðið með einræðisherrum og hryðjuverkamönnum sem beita þessum vopnum.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Rússar beittu í dag neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að framlengja störf rannsakenda vegna beitingu efnavopna í Sýrlandi. Rannsóknin, sem er framkvæmd af Sameinuðu þjóðunum og Efnavopnastofnuninni, OPCW, var opnuð af öryggisráðinu árið 2015 og framlengd árið 2016.Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar sat Kína hjá en Rússland og Bólivía kusu gegn því að framlengja rannsóknina. Ellefu ríki vildu halda rannsókninni áfram.Sendiherra Rússlands, Vassily Nebenzia, hafði reynt að fresta atkvæðagreiðslunni þar til í næsta mánuði en rannsakendur munu gefa út skýrslu á fimmtudaginn varðandi árásina á Khan Sheikhoun þann 4. apríl. Rúmlega 90 manns létu lífið í árásinni. Í júní sögðust rannsakendur OPCW hafa staðfest að saríngasi hafi verið beitt gegn íbúum Khan Sheikhoun. Síðan þá hefur önnur rannsókn snúið að því hver framkvæmdi árásina. Bandaríkin og fleiri þjóðir hafa sakað ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, um árásina. Niðurstöðurnar verða svo birtar á fimmtudaginn. Eftir að árásin var gerð skutu Bandaríkin flugskeytum að flugvelli sem þeir sögðu árásina hafa verið gerða frá.Sjá einnig: Segja saríngasi hafa verið beitt í Khan SheikhounNebenzia sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að Rússar vildu ekki binda endi á rannsóknina. Þess í stað vildu þeir breyta henni. Rússar hafa gagnrýnt rannsakendur og niðurstöður þeirra mikið.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, sagði Rússa hafa viljað sjá hvort að rannsakendurnir myndu komast að þeirri niðurstöðu að Assad-liðar hefðu gert árásina á Khan Sheikhoun. Rússar hafa stutt dyggilega við bakið á Assad. Haley sagði ekki mögulegt að velja og hefna hverjum væri um að kenna. Það væri ekki í boði. Nebenzia sagði ekki rétt að það væri sjónarmið Rússa. Það hefðu þeir ekki sagt. Hins vegar hefðu Bandaríkin ákveðið hverjum væri um að kenna nánast samdægurs. Haley sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Rússa hafa „enn einu sinni sýnt að þeir myndu gefa hvað sem er til að forða villimannlegri ríkisstjórn Assad frá því að takast við ítrekaða notkun efnavopna. „Þetta er í níunda sinn sem Rússland hefur varið Assad og morðingja hans með því að koma í veg fyrir aðgerðir öryggisráðsins. Með því hefur Rússlands enn einu sinni staðið með einræðisherrum og hryðjuverkamönnum sem beita þessum vopnum.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira